Ekki verjandi að hverfa frá niðurskurðaraðgerðum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. desember 2020 18:33 Vísir/Tryggvi Matvælastofnun telur líklegt að riðusmit sé til staðar í hjörðinni á Syðri-Hofdölum og því ekki verjandi að hverfa frá aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST vegna andmæla landbúnaðarnefndar Skagafjarðar. RÚV greindi frá því í gær að beiðni nefndarinnar um að stöðva niðurskurð vegna riðu á Syðri-Hofdölum hefði verið hafnað. Í bókun frá 10. nóvember sagði m.a. að tímabært væri að skoða riðuvarnar hérlendis en búið væri að slátra 161 dýri sem hefði komist í návígi við smitaðan hrút og ekkert þeirra greinst með riðu. „Margar smitleiðir voru á milli fjárins sem umgekkst hrútinn sem greindist með riðu og allrar hjarðarinnar, sérstaklega í sauðburði en þá er smithætta mest. Þó riða hafi ekki greinst í fénu sem umgekkst hrútinn beint, er ekki þar með sagt að það hafi ekki verið smitað,“ segir hins vegar í tilkynningu MAST. Ástæður þess að stofnunin telur hjörðina á bænum líklega smitaða eru eftirfarandi: 1. Meðgöngutími riðu er að jafnaði tvö til þrjú ár, en getur farið upp í fimm ár. Meðgöngutími er sá tími sem líður frá því að kind fær í sig smit og þar til einkenni koma fram. Aðeins 10 mánuðir voru liðnir frá því smitaði hrúturinn kom í afmarkaðan hóp hjarðarinnar, litlar líkur eru því á að einkenni riðusmits sé komið fram í fénu. 2. Næmi prófsins (ELISA) sem notað er til að greina riðusmit er getur verið svo lágt sem 66%, þess vegna finnst ekki riðusmit í öllum kindum þó þær séu smitaðar. Næmið fer m.a. eftir því hversu langur tími er liðinn frá smiti. ELISA prófið er það besta sem völ er á. Ef það greinir riðusmit þá er það staðfest með öðru sértækara prófi en ef ELISA prófið greinir ekki riðu þá getur kindin samt sem áður verið smituð en engin leið til að kanna það nánar. „Greining gripanna í október var eingöngu gerð í rannsóknaskyni, því upphaf riðusmitsins á bænum var þekkt og því einstakt tækifæri til að skoða hvort smitefnið fyndist í eitlum eða heila eftir svo skamman smittíma. Þetta eru rök Matvælastofnunar sem fram koma í umsögn hennar til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins vegna andmæla við niðurskurði. Andmælin voru í kjölfarið dregin til baka. Það er mat stofnunarinnar að óverjandi sé að halda hjörð lifandi sem líkur eru á að sé smituð og getur því leitt til frekari útbreiðslu veikinnar.“ Landbúnaður Riða í Skagafirði Dýraheilbrigði Akrahreppur Skagafjörður Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira
RÚV greindi frá því í gær að beiðni nefndarinnar um að stöðva niðurskurð vegna riðu á Syðri-Hofdölum hefði verið hafnað. Í bókun frá 10. nóvember sagði m.a. að tímabært væri að skoða riðuvarnar hérlendis en búið væri að slátra 161 dýri sem hefði komist í návígi við smitaðan hrút og ekkert þeirra greinst með riðu. „Margar smitleiðir voru á milli fjárins sem umgekkst hrútinn sem greindist með riðu og allrar hjarðarinnar, sérstaklega í sauðburði en þá er smithætta mest. Þó riða hafi ekki greinst í fénu sem umgekkst hrútinn beint, er ekki þar með sagt að það hafi ekki verið smitað,“ segir hins vegar í tilkynningu MAST. Ástæður þess að stofnunin telur hjörðina á bænum líklega smitaða eru eftirfarandi: 1. Meðgöngutími riðu er að jafnaði tvö til þrjú ár, en getur farið upp í fimm ár. Meðgöngutími er sá tími sem líður frá því að kind fær í sig smit og þar til einkenni koma fram. Aðeins 10 mánuðir voru liðnir frá því smitaði hrúturinn kom í afmarkaðan hóp hjarðarinnar, litlar líkur eru því á að einkenni riðusmits sé komið fram í fénu. 2. Næmi prófsins (ELISA) sem notað er til að greina riðusmit er getur verið svo lágt sem 66%, þess vegna finnst ekki riðusmit í öllum kindum þó þær séu smitaðar. Næmið fer m.a. eftir því hversu langur tími er liðinn frá smiti. ELISA prófið er það besta sem völ er á. Ef það greinir riðusmit þá er það staðfest með öðru sértækara prófi en ef ELISA prófið greinir ekki riðu þá getur kindin samt sem áður verið smituð en engin leið til að kanna það nánar. „Greining gripanna í október var eingöngu gerð í rannsóknaskyni, því upphaf riðusmitsins á bænum var þekkt og því einstakt tækifæri til að skoða hvort smitefnið fyndist í eitlum eða heila eftir svo skamman smittíma. Þetta eru rök Matvælastofnunar sem fram koma í umsögn hennar til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins vegna andmæla við niðurskurði. Andmælin voru í kjölfarið dregin til baka. Það er mat stofnunarinnar að óverjandi sé að halda hjörð lifandi sem líkur eru á að sé smituð og getur því leitt til frekari útbreiðslu veikinnar.“
Landbúnaður Riða í Skagafirði Dýraheilbrigði Akrahreppur Skagafjörður Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira