Handbolti

Teitur heitur og íslenskir Evrópusigrar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Teitur Örn Einarsson lét vaða í kvöld.
Teitur Örn Einarsson lét vaða í kvöld. vísir/getty

Teitur Örn Einarsson átti flottan leik er Kristianstad vann sjö marka sigur á Tatran Presov, 32-25, í EHF bikarnum í dag.

Teitur Örn Einarsson átti flottan leik er Kristianstad vann sjö marka sigur á Tatran Presov, 32-25, í EHF bikarnum í dag.

Teitur skoraði fimm mörk en Ólafur Guðmundsson komst ekki á blað. Kristianstad er í öðru sæti í B-riðlinum með sex stig úr fyrstu fimm leikjunum.

Aron Dagur Pálsson skoraði eitt mark úr sjö tilraunum er Alingsås tapaði með ellefu mörkum fyrir Montpellier á útivelli, 32-21, í sömu keppni. Alingsås er með fjögur stig eftir fjóra leiki.

Ómar Ingi Magnússon skoraði fjögur mörk og Gísli Þorgeir Kristjánsson tvö er Magdeburg vann átta marka sigru á Nexe, 32-24. Magdeburg er með sex stig eftir fjóra leiki í C-riðlinum.

Elvar Örn Jónsson komst ekki á blað er Skjern vann tveggja marka sigur á Skanderborg, 29-27, í danska handboltanum. Skjern er í 5. sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×