Klopp: Eitt besta Meistaradeildarkvöldið hans hjá Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2020 12:31 Jürgen Klopp fór beint til markvarðarins Caoimhin Kelleher í leikslok og gaf honum eitt gott Klopp knús. AP/Michael Regan Jürgen Klopp brosti sínu breiðasta eftir sigurinn á Ajax í gær og ungu strákarnir fengu sérstakt knús í leikslok enda stóðu þeir sig mjög vel í leiknum. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var heldur betur ánægður eftir sigur liðsins á Ajax í Meistaradeildinni í gær en með honum tryggði Liverpool sér sæti í sextán liða úrslitunum og sigur í riðlinum fyrir lokaleikinn. Það hefur gengið á ýmsu hjá Liverpool að undanförnu, mikið hefur verið um meiðsli lykilmanna og liðið náði ekki góðum úrslitum í tveimur síðustu leikjum. Það var því mikill léttir fyrir þýska stjórann að fá sigur sem gefur honum tækifæri til að hvíla lykilleikmenn í næstu viku. Það mátti líka greina á orðum Klopp að sigurinn í gær skipti hann miklu máli og gleðiefni var líka frammistaða ungu strákanna. Hinn nítján ára gamli Curtis Jones skoraði nefnilega sigurmarkið eftir stoðsendingu frá jafnaldra sínum Neco Williams og þá stóð ungi markvörðurinn Caoimhin Kelleher sig vel og hélt hreinu í sínum fyrsta Meistaradeildarleik. Klopp has brought Liverpool to two Champions League finals. But tonight was one of the biggest #UCL nights! pic.twitter.com/gev3h4ooVZ— Goal (@goal) December 1, 2020 „Við höfum ekki fengið mörg tækifæri til að brosa í núverandi ástandi. Síðan við fórum að spila án áhorfenda þá var þetta mikilvægasti sigurinn, sá erfiðasti og sá besti,“ sagði Jürgen Klopp eftir leikinn. Klopp er á því að þetta hafi verið eitt besta Meistaradeildarkvöldið hans hjá Liverpool sem segir mikið til um pressuna sem var búin að myndast í öllum erfiðleikum síðustu vikna. Nú fékk Þjóðverjinn hins vegar mikilvægan sigur og jákvæð skilaboð frá mörgum ungum leikmönnum liðsins. „Curtis Jones átti þvílíkan leik. Ég er virkilega stoltur af honum. hann er mjög góður strákur, góður leikmaður og ég ánægður að hafa hann hjá okkur,“ sagði Klopp en Curtis Jones skoraði þarna sitt fyrsta mark í Meistaradeildinni. Hann er aðeins þriðji táningurinn sem skorar fyrir Liverpool í Meistaradeildinni. Liverpool er án níu leikmanna aðalliðsins og það hefur opnað dyr fyrir yngri menn í leikmannahópnum. „Stundum þegar meiðsli koma upp þá skapast tækifæri og hann hefur tekið sitt,“ sagði Klopp. Það kom mörgum á óvart að sjá Adrian sitja áfram á varmannabekknum þegar aðalmarkvörðurinn Alisson Becker meiddist. Jürgen Klopp vildi frekar setja óreyndan strák í markið. 22-year-old Caoimhin Kelleher played his first Champions League game for Liverpool vs. Ajax.He made a huge late save to keep the score 1-0, and help Liverpool qualify for the last 16.Jurgen Klopp ran straight over to him at full time pic.twitter.com/dG32mkM8Ej— B/R Football (@brfootball) December 1, 2020 „Adrian hefur staðið sig mjög vel hjá okkur en við þurftum betri fótboltamann í markið og það fengum við með Caoimhin Kelleher. Hann er líka góður að verja. Við tókum þessa ákvörðun en svo veit maður aldrei hvernig menn ráða við þetta. Ég er mjög ánægður með það hversu rólegur hann var og hversu góður hann var,“ sagði Klopp. Klopp hrósaði líka bakverðinum Neco Williams sem hefur fengið á sig talsverða gagnrýni eftir að hann kom inn í liðið þegar landsliðsbakvörðurinn Trent Alexander-Arnold meiddist. „Við teljum að hann eigi meira inni en hann hefur sýnt hingað til. Tímabilið byrjaði eftir erfitt sumar og stutt undirbúningstímabil og svo dettur Trent Alexander-Arnold út. Neco var ekki í sínu besta formi en hann er á stóra sviðinu núna og í kvöld sýndi hann okkur smá brot af því sem býr í honum. Hann getur enn orðið svo miklu betri,“ sagði Jürgen Klopp. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var heldur betur ánægður eftir sigur liðsins á Ajax í Meistaradeildinni í gær en með honum tryggði Liverpool sér sæti í sextán liða úrslitunum og sigur í riðlinum fyrir lokaleikinn. Það hefur gengið á ýmsu hjá Liverpool að undanförnu, mikið hefur verið um meiðsli lykilmanna og liðið náði ekki góðum úrslitum í tveimur síðustu leikjum. Það var því mikill léttir fyrir þýska stjórann að fá sigur sem gefur honum tækifæri til að hvíla lykilleikmenn í næstu viku. Það mátti líka greina á orðum Klopp að sigurinn í gær skipti hann miklu máli og gleðiefni var líka frammistaða ungu strákanna. Hinn nítján ára gamli Curtis Jones skoraði nefnilega sigurmarkið eftir stoðsendingu frá jafnaldra sínum Neco Williams og þá stóð ungi markvörðurinn Caoimhin Kelleher sig vel og hélt hreinu í sínum fyrsta Meistaradeildarleik. Klopp has brought Liverpool to two Champions League finals. But tonight was one of the biggest #UCL nights! pic.twitter.com/gev3h4ooVZ— Goal (@goal) December 1, 2020 „Við höfum ekki fengið mörg tækifæri til að brosa í núverandi ástandi. Síðan við fórum að spila án áhorfenda þá var þetta mikilvægasti sigurinn, sá erfiðasti og sá besti,“ sagði Jürgen Klopp eftir leikinn. Klopp er á því að þetta hafi verið eitt besta Meistaradeildarkvöldið hans hjá Liverpool sem segir mikið til um pressuna sem var búin að myndast í öllum erfiðleikum síðustu vikna. Nú fékk Þjóðverjinn hins vegar mikilvægan sigur og jákvæð skilaboð frá mörgum ungum leikmönnum liðsins. „Curtis Jones átti þvílíkan leik. Ég er virkilega stoltur af honum. hann er mjög góður strákur, góður leikmaður og ég ánægður að hafa hann hjá okkur,“ sagði Klopp en Curtis Jones skoraði þarna sitt fyrsta mark í Meistaradeildinni. Hann er aðeins þriðji táningurinn sem skorar fyrir Liverpool í Meistaradeildinni. Liverpool er án níu leikmanna aðalliðsins og það hefur opnað dyr fyrir yngri menn í leikmannahópnum. „Stundum þegar meiðsli koma upp þá skapast tækifæri og hann hefur tekið sitt,“ sagði Klopp. Það kom mörgum á óvart að sjá Adrian sitja áfram á varmannabekknum þegar aðalmarkvörðurinn Alisson Becker meiddist. Jürgen Klopp vildi frekar setja óreyndan strák í markið. 22-year-old Caoimhin Kelleher played his first Champions League game for Liverpool vs. Ajax.He made a huge late save to keep the score 1-0, and help Liverpool qualify for the last 16.Jurgen Klopp ran straight over to him at full time pic.twitter.com/dG32mkM8Ej— B/R Football (@brfootball) December 1, 2020 „Adrian hefur staðið sig mjög vel hjá okkur en við þurftum betri fótboltamann í markið og það fengum við með Caoimhin Kelleher. Hann er líka góður að verja. Við tókum þessa ákvörðun en svo veit maður aldrei hvernig menn ráða við þetta. Ég er mjög ánægður með það hversu rólegur hann var og hversu góður hann var,“ sagði Klopp. Klopp hrósaði líka bakverðinum Neco Williams sem hefur fengið á sig talsverða gagnrýni eftir að hann kom inn í liðið þegar landsliðsbakvörðurinn Trent Alexander-Arnold meiddist. „Við teljum að hann eigi meira inni en hann hefur sýnt hingað til. Tímabilið byrjaði eftir erfitt sumar og stutt undirbúningstímabil og svo dettur Trent Alexander-Arnold út. Neco var ekki í sínu besta formi en hann er á stóra sviðinu núna og í kvöld sýndi hann okkur smá brot af því sem býr í honum. Hann getur enn orðið svo miklu betri,“ sagði Jürgen Klopp.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle Sjá meira