Fær annað tækifæri með Vanderbilt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. desember 2020 13:30 Sarah Fuller skráði sig á spjöld sögunnar er hún hóf síðari hálfleik í leik Vanderbilt Commodores og Missouri Tigers. Zach Bland/Getty Images Sarah Fuller varð á dögunum fyrsti kvenmaðurinn til að keppa á hæsta stigi háskólaboltans í amerískum fótbolta. Þjálfari liðsins hefur ákveðið að taka Fuller með í næsta leik sem er gegn einu af bestu liðum landsins. Segja má að Sarah Fuller sé að eiga ógleymanlegt lokaár í Vanderbilt-háskólanum. Þar stundar hún nám ásamt því að vera hluti af knattspyrnuliði skólans. Fuller hefur verið að glíma við meiðsli undanfarin misseri og var varamarkvörður liðsins er tímabilið fór af stað. Hún vann sér inn sæti í liðinu og endaði sem aðalmarkvörður liðsins er liðið vann sinn fyrsta SEC-titil síðan árið 1994. Þegar hún var svo á leiðinni heim yfir þakkargjörðarhátíðina var hún beðin um að mæta á æfingar hjá liði skólans í amerískum fótbolta, íþrótt sem er eingöngu iðkuð af karlmönnum. CHANGING THE GAME Sarah Fuller just became the first woman to play in a Power 5 college football game. @SECNetwork pic.twitter.com/Qq3U6jtica— SportsCenter (@SportsCenter) November 28, 2020 Hin 21 árs gamla Fuller hafði sýnt fram á gífurlega sparkgetu og þar sem skólinn er ekki með karlalið í knattspyrnu var leitað til hennar um að fylla stöðu sparkara í síðasta leik þar sem fjöldi leikmanna var frá vegna kórónufaraldursins. Þó svo að leikurinn hafi tapast – eins og allir aðrir leikir Vanderbilt á tímabilinu – þá ákvað þjálfari liðsins að halda Fuller í hópnum. Hefur hún æft með liðinu undanfarið og mun hún ferðast með því í útileik gegn Georgíu-háskóla næstu helgi. „Ef hún er besti möguleikinn okkar í hennar stöðu í leiknum þá mun hún spila,“ sagði Todd Fitch, þjálfari liðsins. Fuller er þriðji kvenmaðurinn til að keppa í háskólaboltanum í amerískum íþróttum en sú fyrsta sem gerir það í hinum svokölluðu Power 5 deildum. Það eru fimm bestu deildir íþróttarinnar innan háskólaboltans. https://t.co/T4U4EJTc00— Megan Rapinoe (@mPinoe) November 29, 2020 Stórstjörnur á borð við Megan Rapinoe, Russell Wilson og LeBron James óskuðu Fuller til hamingju með hennar fyrsta leik. Nú er bara að bíða og sjá hvort hún skori sín fyrstu stig um helgina. The Guardian greindi frá. NFL Tengdar fréttir Fyrst kvenna til að taka þátt í háskólaboltanum í amerískum fótbolta | Viðtal Sarah Fuller skráði sig á spjöld sögunnar í gær er hún rölti inn á völlinn í leik Vanderbilt og Missouri Tigers í háskólaboltanum í amerískum fótbolta. 29. nóvember 2020 13:01 Fá mögulega fótboltakonu til sparka fyrir karlalið skólans Þjálfari háskólaliðs Vanderbilt í ameríska fótboltanum er tilbúinn að leita út fyrir kassann til að leysa vandræði liðsins með sparkara. 25. nóvember 2020 17:16 Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Fleiri fréttir „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Newcastle - Manchester City | Heldur Haaland uppteknum hætti? Hilmar Smári og félagar tapa og tapa Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Sjá meira
Segja má að Sarah Fuller sé að eiga ógleymanlegt lokaár í Vanderbilt-háskólanum. Þar stundar hún nám ásamt því að vera hluti af knattspyrnuliði skólans. Fuller hefur verið að glíma við meiðsli undanfarin misseri og var varamarkvörður liðsins er tímabilið fór af stað. Hún vann sér inn sæti í liðinu og endaði sem aðalmarkvörður liðsins er liðið vann sinn fyrsta SEC-titil síðan árið 1994. Þegar hún var svo á leiðinni heim yfir þakkargjörðarhátíðina var hún beðin um að mæta á æfingar hjá liði skólans í amerískum fótbolta, íþrótt sem er eingöngu iðkuð af karlmönnum. CHANGING THE GAME Sarah Fuller just became the first woman to play in a Power 5 college football game. @SECNetwork pic.twitter.com/Qq3U6jtica— SportsCenter (@SportsCenter) November 28, 2020 Hin 21 árs gamla Fuller hafði sýnt fram á gífurlega sparkgetu og þar sem skólinn er ekki með karlalið í knattspyrnu var leitað til hennar um að fylla stöðu sparkara í síðasta leik þar sem fjöldi leikmanna var frá vegna kórónufaraldursins. Þó svo að leikurinn hafi tapast – eins og allir aðrir leikir Vanderbilt á tímabilinu – þá ákvað þjálfari liðsins að halda Fuller í hópnum. Hefur hún æft með liðinu undanfarið og mun hún ferðast með því í útileik gegn Georgíu-háskóla næstu helgi. „Ef hún er besti möguleikinn okkar í hennar stöðu í leiknum þá mun hún spila,“ sagði Todd Fitch, þjálfari liðsins. Fuller er þriðji kvenmaðurinn til að keppa í háskólaboltanum í amerískum íþróttum en sú fyrsta sem gerir það í hinum svokölluðu Power 5 deildum. Það eru fimm bestu deildir íþróttarinnar innan háskólaboltans. https://t.co/T4U4EJTc00— Megan Rapinoe (@mPinoe) November 29, 2020 Stórstjörnur á borð við Megan Rapinoe, Russell Wilson og LeBron James óskuðu Fuller til hamingju með hennar fyrsta leik. Nú er bara að bíða og sjá hvort hún skori sín fyrstu stig um helgina. The Guardian greindi frá.
NFL Tengdar fréttir Fyrst kvenna til að taka þátt í háskólaboltanum í amerískum fótbolta | Viðtal Sarah Fuller skráði sig á spjöld sögunnar í gær er hún rölti inn á völlinn í leik Vanderbilt og Missouri Tigers í háskólaboltanum í amerískum fótbolta. 29. nóvember 2020 13:01 Fá mögulega fótboltakonu til sparka fyrir karlalið skólans Þjálfari háskólaliðs Vanderbilt í ameríska fótboltanum er tilbúinn að leita út fyrir kassann til að leysa vandræði liðsins með sparkara. 25. nóvember 2020 17:16 Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Fleiri fréttir „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Newcastle - Manchester City | Heldur Haaland uppteknum hætti? Hilmar Smári og félagar tapa og tapa Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Sjá meira
Fyrst kvenna til að taka þátt í háskólaboltanum í amerískum fótbolta | Viðtal Sarah Fuller skráði sig á spjöld sögunnar í gær er hún rölti inn á völlinn í leik Vanderbilt og Missouri Tigers í háskólaboltanum í amerískum fótbolta. 29. nóvember 2020 13:01
Fá mögulega fótboltakonu til sparka fyrir karlalið skólans Þjálfari háskólaliðs Vanderbilt í ameríska fótboltanum er tilbúinn að leita út fyrir kassann til að leysa vandræði liðsins með sparkara. 25. nóvember 2020 17:16