„Mér líður betur núna en klukkan átta í morgun“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. desember 2020 10:50 Frá vettvangi í morgun. Þvottahúsið er staðsett í Freyjunesi sem er að finna í norðanverðum bænum. Vísir/Tryggvi Páll Preben Pétursson, sem rekur Grand þvott á Akureyri, þar sem eldur kom upp í morgun, segir að það hafi aðeins liðið um sjö til átta mínútur frá því að öryggiskerfi gerði viðvart um eld í húsnæðinu og þangað til búið var að slökkva eldinn. Tilkynning um að eldur væri laus í þvottahúsinu barst um klukkan átta í morgun og var slökkviliðið á Akureyri kallað út. Eldurinn kviknaði í um tvö þúsund fermetra iðnaðarhúsi þar sem ýmisleg starfsemi er, en þvottahúsið Grand þvottur er fyrirferðarmest. Slökkvistarf gekk hins vegar mjög greiðlega. „Mér líður betur núna en klukkan átta en í morgun,“ segir Preben í samtali við Vísi. Hann segir að eldurinn hafi kviknað í iðnaðartölvu sem stýri gufukatli. Um hjartað í þvottahúsinu sé að ræða. Segist Preben hafa fengið þær upplýsingar að töluverður eldur hafi verið í iðnaðartölvunni. Öryggiskerfi fór í gang og gerði mönnum viðvart um eldinn. Frá vettvangi í morgunVísir/Tryggvi Páll „Öryggiskerfið bjargaði því að ekki fór verr,“ segir Preben. Viðbrögð öryggisvarðar, starfsmanna sem mættir voru til vinnu og skjótt viðbragð slökkviliðsins virðast því hafa afstýrt miklu tjóni, auk þeirrar staðreyndar að eldurinn kom upp í um tólf fermetra eldvarnarhólfi, sem kom í veg fyrir að eldurinn bærist um húsið. Aðspurður um tjón segir Preben að það sé líklega ekki verulegt, en þó eitthvað. Guðs mildi sé þó að engin slys hafi orðið á fólki. Reiknar hann þó með að geta komið starfseminni aftur í gang í dag að einhverju leyti en þegar Vísir náði tali af honum var hann á fullu að vinna í því. Slökkvilið Akureyri Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Sjá meira
Tilkynning um að eldur væri laus í þvottahúsinu barst um klukkan átta í morgun og var slökkviliðið á Akureyri kallað út. Eldurinn kviknaði í um tvö þúsund fermetra iðnaðarhúsi þar sem ýmisleg starfsemi er, en þvottahúsið Grand þvottur er fyrirferðarmest. Slökkvistarf gekk hins vegar mjög greiðlega. „Mér líður betur núna en klukkan átta en í morgun,“ segir Preben í samtali við Vísi. Hann segir að eldurinn hafi kviknað í iðnaðartölvu sem stýri gufukatli. Um hjartað í þvottahúsinu sé að ræða. Segist Preben hafa fengið þær upplýsingar að töluverður eldur hafi verið í iðnaðartölvunni. Öryggiskerfi fór í gang og gerði mönnum viðvart um eldinn. Frá vettvangi í morgunVísir/Tryggvi Páll „Öryggiskerfið bjargaði því að ekki fór verr,“ segir Preben. Viðbrögð öryggisvarðar, starfsmanna sem mættir voru til vinnu og skjótt viðbragð slökkviliðsins virðast því hafa afstýrt miklu tjóni, auk þeirrar staðreyndar að eldurinn kom upp í um tólf fermetra eldvarnarhólfi, sem kom í veg fyrir að eldurinn bærist um húsið. Aðspurður um tjón segir Preben að það sé líklega ekki verulegt, en þó eitthvað. Guðs mildi sé þó að engin slys hafi orðið á fólki. Reiknar hann þó með að geta komið starfseminni aftur í gang í dag að einhverju leyti en þegar Vísir náði tali af honum var hann á fullu að vinna í því.
Slökkvilið Akureyri Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Sjá meira