Sigldu til hafnar eftir að skipverji fékk einkenni Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 3. desember 2020 11:31 Togarinn Baldvin Njálsson var smíðaður á Spáni árið 1990 og fagnar því 30 ára afmæli sínu í ár. Nesfiskur Frystitogarinn Baldvin Njálsson GK 400 sigldi í nótt úr Ísafjarðardjúpi og til hafnar í Hafnarfirði. Ástæðan eru einkenni skipverja sem fór í sýnatöku í morgun. Aðrir skipverjar bíða niðurstöðu og líður vel að sögn skipstjórans. RÚV greindi fyrst frá. „Okkur líður öllum vel og allir eru hressir. Veðrið mætti vera betra,“ segir Þorsteinn Eyjólfsson skipstjóri á Baldvini sem er gerður út frá Nesfiski í Garði. Þorsteinn segir alla skipverja hafa farið í sýnatöku á sunnudag og svo siglt á miðin á mánudag. Einkenna hjá skipverjanum hafi orðið vart á þriðjudagskvöld. Tæki styttri tíma að sigla til Hafnarfjarðar Leiðindaveður hefur verið á landinu undanfarna daga og erfitt um veiðar á miðunum. Baldvin og fleiri togarar hafa verið í vari undir Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi. Þorsteinn segir að þegar einkenna vart vart hafi verið haft samband við Landhelgisgæsluna. „Þeir ráðlögðu okkur að fara bara suður, og hér erum við í Hafnarfirði,“ segir Þorsteinn. Landhelgisgæslan hafi talið að það tæki skemmri tíma en að fara í sýnatöku á Ísafirði, senda suður og fá niðurstöðu. Skipverjinn hafi farið í sýnatöku í morgun, flýtimeðferð hafi verið lofað og útkomu beðið. Eftir það verði tekin ákvörðun hvort allir um borð fari í sýnatöku. Þorsteinn segir erfitt að glíma við svona veikindi um borð. Það sé þó hægt á meðan aðeins einn sé veikur. Fyrst veikur en nú hitalaus og sprækur „Hann er einn í klefa og bara lokaður inni,“ segir Þorsteinn. Annar sé heilsa skipverja mjög góð. „Þessi sem var veikur er hitalaus og helsprækur. Svo ég er ekkert svartsýnn á framhaldið.“ Þótt hann hafi verið lengi til sjós hefur hann ekki upplifað stöðu á borð við þessa áður. „Nei, ekki svona. Þetta er engin venjuleg inflúensa. Þetta er heimsfaraldur og menn eru allir skíthræddir við þetta. Það er enginn læknir sem maður getur pantað tíma hjá. Maður verður bara að fara varlega.“ Uppfært klukkan 16:36 Skipverjinn reyndist ekki smitaður af Covid-19 og hefur Baldvin Njálsson látið úr höfn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Suðurnesjabær Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fleiri fréttir Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Sjá meira
RÚV greindi fyrst frá. „Okkur líður öllum vel og allir eru hressir. Veðrið mætti vera betra,“ segir Þorsteinn Eyjólfsson skipstjóri á Baldvini sem er gerður út frá Nesfiski í Garði. Þorsteinn segir alla skipverja hafa farið í sýnatöku á sunnudag og svo siglt á miðin á mánudag. Einkenna hjá skipverjanum hafi orðið vart á þriðjudagskvöld. Tæki styttri tíma að sigla til Hafnarfjarðar Leiðindaveður hefur verið á landinu undanfarna daga og erfitt um veiðar á miðunum. Baldvin og fleiri togarar hafa verið í vari undir Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi. Þorsteinn segir að þegar einkenna vart vart hafi verið haft samband við Landhelgisgæsluna. „Þeir ráðlögðu okkur að fara bara suður, og hér erum við í Hafnarfirði,“ segir Þorsteinn. Landhelgisgæslan hafi talið að það tæki skemmri tíma en að fara í sýnatöku á Ísafirði, senda suður og fá niðurstöðu. Skipverjinn hafi farið í sýnatöku í morgun, flýtimeðferð hafi verið lofað og útkomu beðið. Eftir það verði tekin ákvörðun hvort allir um borð fari í sýnatöku. Þorsteinn segir erfitt að glíma við svona veikindi um borð. Það sé þó hægt á meðan aðeins einn sé veikur. Fyrst veikur en nú hitalaus og sprækur „Hann er einn í klefa og bara lokaður inni,“ segir Þorsteinn. Annar sé heilsa skipverja mjög góð. „Þessi sem var veikur er hitalaus og helsprækur. Svo ég er ekkert svartsýnn á framhaldið.“ Þótt hann hafi verið lengi til sjós hefur hann ekki upplifað stöðu á borð við þessa áður. „Nei, ekki svona. Þetta er engin venjuleg inflúensa. Þetta er heimsfaraldur og menn eru allir skíthræddir við þetta. Það er enginn læknir sem maður getur pantað tíma hjá. Maður verður bara að fara varlega.“ Uppfært klukkan 16:36 Skipverjinn reyndist ekki smitaður af Covid-19 og hefur Baldvin Njálsson látið úr höfn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Suðurnesjabær Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fleiri fréttir Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Sjá meira