Tevez heiðraði Maradona með því að fagna alveg eins og Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2020 14:31 Carlos Tevez fagnar markinu sínu í gömlu Boca Juniors treyjunni hans Diego Maradona. Getty/Silvio Avila Carlos Tevez fór sömu leið og Lionel Messi þegar hann fagnaði marki í fyrsta leik sínum eftir fráfall landa þeirra Diego Armando Maradona. Lionel Messi og Carlos Tevez þekktu báðir Maradona vel og spiluðu undir stjórn hans hjá argentínska landsliðinu. Þeir voru líka báðir að spila fyrir félag sem Maradona spilaði með á sínum tíma. Það vakti athygli þegar Lionel Messi fagnaði marki sínu í 4-0 sigri á Osasuna í spænsku deildinni að hann fór úr treyjunni og í ljós kom gömul treyja Maradona sem hann klæddist í leik með Newell's Old Boys. Carlos Tevez gerði svipaða hluti þegar hann skoraði fyrir Boca Juniors á móti Internacional í Copa Libertadores. Tevez skoraði eina mark leiksisn á 64. mínútu. Hann fagnaði með því að fara úr treyjunni eins og Messi og í ljós kom gömul Boca Juniors treyja sem Diego Armando Maradona hafði spilað í á sínum tíma. Maradona spilaði í þessari treyju árið 1981 eða áður hann fór í víking í fyrsta sinn og spilaði með Barcelona á Spáni. Carlos Tevez celebrated a goal for Boca Juniors by revealing a 1981 Boca shirt as worn by Maradona. I m very happy to have given him that happiness that surely he ll have seen from above. pic.twitter.com/9MuUZI3xcY— B/R Football (@brfootball) December 3, 2020 Tevez sagðist eftir leik hafa verið mjög ánægður með að geta glatt Maradona með þessu marki því hann væri viss um að hann væri að fylgjast með að ofan. Diego Armando Maradona lést 25. nóvember síðastliðinn aðeins tæpum mánuði eftir að hann hélt upp á sextugsafmælið sitt. Maradona stýrði argentínska landsliðinu á árinum 2008 til 2010 og þar á meðal á HM í Suður-Afríku sumarið 2010 þar sem bæði Lionel Messi (þá 22 ára) og Carlos Tevez (þá 26 ára) voru í hópnum. Maradona lék með Boca Juniors í tvígang, fyrst 1981-82 og svo aftur 1995 til 1997 sem voru síðustu árin á ferli hans. Hann lék með Newell's Old Boys eða tímabilið sem hann snéri aftur heim til Argentínu frá Evrópu. Fótbolti Argentína Andlát Diegos Maradona Tengdar fréttir Fögnuður Messi kostar Barcelona þrjú þúsund evrur Barcelona þarf að borga þrjú þúsund evrur í sekt eftir fagn Lionel Messi um helgina. 30. nóvember 2020 21:01 Segja að einkalæknir Maradona gæti verið sekur um manndráp af gáleysi Argentíski fjölmiðillinn Clarín heldur því fram að læknir Diego Armando Maradona hafi stuðlað að láti Maradona á miðvikudaginn var. Segja þeir að læknirinn sé grunaður um manndráp af gáleysi. 29. nóvember 2020 14:20 Tárin streymdu hjá dóttur Maradonas eftir fögnuð Boca Juniors Dalma Maradona, dóttir Diegos heitins, hélt ekki aftur af tárunum þegar leikmenn Boca Juniors komu og klöppuðu til hennar eftir mark sem þeir skoruðu í gær. 30. nóvember 2020 09:32 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Lionel Messi og Carlos Tevez þekktu báðir Maradona vel og spiluðu undir stjórn hans hjá argentínska landsliðinu. Þeir voru líka báðir að spila fyrir félag sem Maradona spilaði með á sínum tíma. Það vakti athygli þegar Lionel Messi fagnaði marki sínu í 4-0 sigri á Osasuna í spænsku deildinni að hann fór úr treyjunni og í ljós kom gömul treyja Maradona sem hann klæddist í leik með Newell's Old Boys. Carlos Tevez gerði svipaða hluti þegar hann skoraði fyrir Boca Juniors á móti Internacional í Copa Libertadores. Tevez skoraði eina mark leiksisn á 64. mínútu. Hann fagnaði með því að fara úr treyjunni eins og Messi og í ljós kom gömul Boca Juniors treyja sem Diego Armando Maradona hafði spilað í á sínum tíma. Maradona spilaði í þessari treyju árið 1981 eða áður hann fór í víking í fyrsta sinn og spilaði með Barcelona á Spáni. Carlos Tevez celebrated a goal for Boca Juniors by revealing a 1981 Boca shirt as worn by Maradona. I m very happy to have given him that happiness that surely he ll have seen from above. pic.twitter.com/9MuUZI3xcY— B/R Football (@brfootball) December 3, 2020 Tevez sagðist eftir leik hafa verið mjög ánægður með að geta glatt Maradona með þessu marki því hann væri viss um að hann væri að fylgjast með að ofan. Diego Armando Maradona lést 25. nóvember síðastliðinn aðeins tæpum mánuði eftir að hann hélt upp á sextugsafmælið sitt. Maradona stýrði argentínska landsliðinu á árinum 2008 til 2010 og þar á meðal á HM í Suður-Afríku sumarið 2010 þar sem bæði Lionel Messi (þá 22 ára) og Carlos Tevez (þá 26 ára) voru í hópnum. Maradona lék með Boca Juniors í tvígang, fyrst 1981-82 og svo aftur 1995 til 1997 sem voru síðustu árin á ferli hans. Hann lék með Newell's Old Boys eða tímabilið sem hann snéri aftur heim til Argentínu frá Evrópu.
Fótbolti Argentína Andlát Diegos Maradona Tengdar fréttir Fögnuður Messi kostar Barcelona þrjú þúsund evrur Barcelona þarf að borga þrjú þúsund evrur í sekt eftir fagn Lionel Messi um helgina. 30. nóvember 2020 21:01 Segja að einkalæknir Maradona gæti verið sekur um manndráp af gáleysi Argentíski fjölmiðillinn Clarín heldur því fram að læknir Diego Armando Maradona hafi stuðlað að láti Maradona á miðvikudaginn var. Segja þeir að læknirinn sé grunaður um manndráp af gáleysi. 29. nóvember 2020 14:20 Tárin streymdu hjá dóttur Maradonas eftir fögnuð Boca Juniors Dalma Maradona, dóttir Diegos heitins, hélt ekki aftur af tárunum þegar leikmenn Boca Juniors komu og klöppuðu til hennar eftir mark sem þeir skoruðu í gær. 30. nóvember 2020 09:32 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Fögnuður Messi kostar Barcelona þrjú þúsund evrur Barcelona þarf að borga þrjú þúsund evrur í sekt eftir fagn Lionel Messi um helgina. 30. nóvember 2020 21:01
Segja að einkalæknir Maradona gæti verið sekur um manndráp af gáleysi Argentíski fjölmiðillinn Clarín heldur því fram að læknir Diego Armando Maradona hafi stuðlað að láti Maradona á miðvikudaginn var. Segja þeir að læknirinn sé grunaður um manndráp af gáleysi. 29. nóvember 2020 14:20
Tárin streymdu hjá dóttur Maradonas eftir fögnuð Boca Juniors Dalma Maradona, dóttir Diegos heitins, hélt ekki aftur af tárunum þegar leikmenn Boca Juniors komu og klöppuðu til hennar eftir mark sem þeir skoruðu í gær. 30. nóvember 2020 09:32