Innlent

Búið að opna Súðavíkurhlíð og Holtavörðuheiði

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Vetrarfærð er á landinu og vegir víða lokaðir en Vegagerðin vonast til að geta opnað þá flesta með morgninum. Myndin er úr safni.
Vetrarfærð er á landinu og vegir víða lokaðir en Vegagerðin vonast til að geta opnað þá flesta með morgninum. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Búið er að opna veginn um Súðavíkurhlíð eftir að hún varð ófær seint í gærkvöldi vegna snjóflóðs. Þó er enn óvissustig á veginum vegna snjóflóðahættu.

Einnig er búið að opna Holtavörðuheiðina þar sem er hálka og skafrenningur en enn er ófært um Bröttubrekku, Þröskulda og Þverárfjall.

Búið er að opna veginn um Ólafsfjarðarmúla, þar er þó óvissustig vegna snjóflóðahættu. Þá er enn ófært um Víkurskarð.

Ófært er orðið um Mývatns- og Möðrudalsöræfi en stórhríð er nú á svæðinu. Enn er ófært um Fagradal, Fjarðarheiði og Öxi.

„Vetrarfærð er á landinu. Margir vegir eru ýmist lokaðir eða ófærir á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi vegna veðursins síðustu daga og verið er að kanna með flestar leiðir og vonast til að sem flestar opnist með morgninum,“ sagði í yfirliti Vegagerðarinnar laust eftir klukkan hálfsjö í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×