Gott samfélag tryggir gott geðheilbrigði Bjarni Halldór Janusson skrifar 4. desember 2020 13:31 Fyrr á þessu ári var samþykkt að fella sálfræðiþjónustu undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Frumvarpið var samþykkt samhljóða á síðasta þingi og mikil eining virtist ríkja um málið, en þó er ekki gert ráð fyrir því í fjárlögum næsta árs. Málið hefur einkum vakið athygli nú vegna þeirra aðstæða sem ríkja, en bent hefur verið á nauðsyn slíkrar þjónustu til að koma til móts við þann vanda sem margir glíma við vegna veirufaraldursins sem gengur yfir. Oft var þörf en nú er nauðsyn Í síðasta pistli var aðeins snert á þeim félagslegu afleiðingum sem veirufaraldurinn hefur haft í för með sér. Margir segjast glíma við kvíða og depurð vegna ástandsins, sem niðursveiflan í hagkerfinu stigmagnar enn frekar. Fregnir af smitum og dauðsföllum hafa vitanlega mikil áhrif á sálarlíf þjóðarinnar, einkum fyrir þá sem syrgja ástvini og eiga um sárt að binda vegna fráfalls ástvina. Þar að auki eru félagslegar afleiðingar kreppu vel þekktar og ekki óalgengt að sjálfsvígum fjölgi á tímum sem þessum. Félagsleg einangrun fólks gerir skammdegisþunglyndið enn verra og því óhætt að segja að margir hefðu gagn af geðheilbrigðisaðstoð á viðráðanlegu verði. Sjálfsvígstíðni á Íslandi er með því hærra sem þekkist í heiminum, sér í lagi meðal ungs fólks og ekki síst meðal ungra karlmanna. Á Íslandi falla um og yfir 40 einstaklingar fyrir eigin hendi á hverju ári, eða 11-13 manns fyrir hverja hundrað þúsund íbúa landsins. Þá segja um 10% ungmenna á Íslandi að þau hafi einhvern tímann gert tilraun til sjálfsvígs. Þessi lýsing miðast raunar við þau gögn sem lágu fyrir áður en veirufaraldurinn hóf að valda ómetanlegum skaða í samfélaginu. Því er líklegt að þörfin hafi sjaldan verið meiri en einmitt núna. Mikilvægt er að bjóða öllum sjúklingum viðeigandi aðstoð vegna sálrænna veikinda sinna. Fyrst og fremst til að fyrirbyggja hið allra versta og draga úr sjálfsvígstíðni, en einnig til að tryggja aukin lífsgæði þeirra sem glíma við sálræn veikindi. Til að bregðast við sársaukafullum áföllum lífsins og hverfulleika tilverunnar er mikilvægt að sérhver einstaklingur geti leitað sér viðeigandi aðstoðar til að koma í veg fyrir að vanlíðan og depurð verði að alvarlegu þunglyndi, að áhyggjur verði að óhóflegum kvíða, og svo framvegis. Hérlendis mælist um fimmti hver kvenmaður á aldrinum 18-25 ára með þunglyndiseinkenni og sjálfsvíg er algengasta dánarorsök karlmanna í þeim aldurshópi. Svo virðist sem fjöldi fólks neiti sér um sálfræðiþjónustu af fjárhagsástæðum, en um 33% fólks telur sig ekki eiga efni á geðheilbrigðisþjónustu. Þetta virðist sérstaklega eiga við um yngri aldurshópa. Oftast þarf einstaklingur með kvíða og þunglyndi að gera ráð fyrir að minnsta kosti 10-15 meðferðartímum hjá sálfræðingi. Algengast þykir að greiða hátt í 15.000 krónur fyrir hvern meðferðartíma og samkvæmt því yrðu bein útgjöld vegna slíkrar meðferðar um 150.000 – 225.000 krónur. Fyrsta skref yfirvalda væri því að tryggja fullnægjandi aðgengi að sálfræðiþjónustu eða annars konar sérfræðiþjónustu sem getur fyrirbyggt það að tímabundin sálarangist verði að alvarlegum geðsjúkdóm. Mikilvægt er þó að hafa í huga ólíka orsakaþætti sem liggja að baki sálrænna veikinda, enda um fjölþættan vanda að ræða, þar sem veikindi af andlegum toga eru oftar en ekki flókin samsetning ólíkra kvilla og mjög mismunandi milli einstaklinga. Raunar væri réttast af okkur að horfa til sálrænna veikinda með sambærilegum hætti og við horfum til flókinna líffræðilegra sjúkdóma. Enga töfralausn er þar að finna og því þarf að veita sérhæfða þjónustu sem tekur mið af ólíkum aðstæðum og erfðaþáttum hverju sinni. Gott samfélag tryggir gott geðheilbrigði Á síðustu misserum hefur átt sér stað tímabær og þörf vitundarvakning í samfélaginu um geðheilbrigðismál. Frekari stuðningur yfirvalda og samfélagsins alls hlýtur að vera rökrétt framhald í þessum málaflokki. Mikilvægt er að almenningur hafi aðgang að eins fullnægjandi þjónustu og unnt er að veita hverju sinni og í því skyni verður að nýta kosti allra úrræða. Sagt er að besti mælikvarðinn á ágæti samfélags sé hvernig það hlúir að hinum bágstöddu. Gott samfélag sér til þess að hjálparþurfi einstaklingar komi ekki að lokuðum dyrum og neyðist til að bera harm sinn í hljóði. Gott samfélag tryggir gott geðheilbrigði. Höfundur er stjórnmálaheimspekingur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Geðheilbrigði Tryggingar Heilbrigðismál Bjarni Halldór Janusson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Fyrr á þessu ári var samþykkt að fella sálfræðiþjónustu undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Frumvarpið var samþykkt samhljóða á síðasta þingi og mikil eining virtist ríkja um málið, en þó er ekki gert ráð fyrir því í fjárlögum næsta árs. Málið hefur einkum vakið athygli nú vegna þeirra aðstæða sem ríkja, en bent hefur verið á nauðsyn slíkrar þjónustu til að koma til móts við þann vanda sem margir glíma við vegna veirufaraldursins sem gengur yfir. Oft var þörf en nú er nauðsyn Í síðasta pistli var aðeins snert á þeim félagslegu afleiðingum sem veirufaraldurinn hefur haft í för með sér. Margir segjast glíma við kvíða og depurð vegna ástandsins, sem niðursveiflan í hagkerfinu stigmagnar enn frekar. Fregnir af smitum og dauðsföllum hafa vitanlega mikil áhrif á sálarlíf þjóðarinnar, einkum fyrir þá sem syrgja ástvini og eiga um sárt að binda vegna fráfalls ástvina. Þar að auki eru félagslegar afleiðingar kreppu vel þekktar og ekki óalgengt að sjálfsvígum fjölgi á tímum sem þessum. Félagsleg einangrun fólks gerir skammdegisþunglyndið enn verra og því óhætt að segja að margir hefðu gagn af geðheilbrigðisaðstoð á viðráðanlegu verði. Sjálfsvígstíðni á Íslandi er með því hærra sem þekkist í heiminum, sér í lagi meðal ungs fólks og ekki síst meðal ungra karlmanna. Á Íslandi falla um og yfir 40 einstaklingar fyrir eigin hendi á hverju ári, eða 11-13 manns fyrir hverja hundrað þúsund íbúa landsins. Þá segja um 10% ungmenna á Íslandi að þau hafi einhvern tímann gert tilraun til sjálfsvígs. Þessi lýsing miðast raunar við þau gögn sem lágu fyrir áður en veirufaraldurinn hóf að valda ómetanlegum skaða í samfélaginu. Því er líklegt að þörfin hafi sjaldan verið meiri en einmitt núna. Mikilvægt er að bjóða öllum sjúklingum viðeigandi aðstoð vegna sálrænna veikinda sinna. Fyrst og fremst til að fyrirbyggja hið allra versta og draga úr sjálfsvígstíðni, en einnig til að tryggja aukin lífsgæði þeirra sem glíma við sálræn veikindi. Til að bregðast við sársaukafullum áföllum lífsins og hverfulleika tilverunnar er mikilvægt að sérhver einstaklingur geti leitað sér viðeigandi aðstoðar til að koma í veg fyrir að vanlíðan og depurð verði að alvarlegu þunglyndi, að áhyggjur verði að óhóflegum kvíða, og svo framvegis. Hérlendis mælist um fimmti hver kvenmaður á aldrinum 18-25 ára með þunglyndiseinkenni og sjálfsvíg er algengasta dánarorsök karlmanna í þeim aldurshópi. Svo virðist sem fjöldi fólks neiti sér um sálfræðiþjónustu af fjárhagsástæðum, en um 33% fólks telur sig ekki eiga efni á geðheilbrigðisþjónustu. Þetta virðist sérstaklega eiga við um yngri aldurshópa. Oftast þarf einstaklingur með kvíða og þunglyndi að gera ráð fyrir að minnsta kosti 10-15 meðferðartímum hjá sálfræðingi. Algengast þykir að greiða hátt í 15.000 krónur fyrir hvern meðferðartíma og samkvæmt því yrðu bein útgjöld vegna slíkrar meðferðar um 150.000 – 225.000 krónur. Fyrsta skref yfirvalda væri því að tryggja fullnægjandi aðgengi að sálfræðiþjónustu eða annars konar sérfræðiþjónustu sem getur fyrirbyggt það að tímabundin sálarangist verði að alvarlegum geðsjúkdóm. Mikilvægt er þó að hafa í huga ólíka orsakaþætti sem liggja að baki sálrænna veikinda, enda um fjölþættan vanda að ræða, þar sem veikindi af andlegum toga eru oftar en ekki flókin samsetning ólíkra kvilla og mjög mismunandi milli einstaklinga. Raunar væri réttast af okkur að horfa til sálrænna veikinda með sambærilegum hætti og við horfum til flókinna líffræðilegra sjúkdóma. Enga töfralausn er þar að finna og því þarf að veita sérhæfða þjónustu sem tekur mið af ólíkum aðstæðum og erfðaþáttum hverju sinni. Gott samfélag tryggir gott geðheilbrigði Á síðustu misserum hefur átt sér stað tímabær og þörf vitundarvakning í samfélaginu um geðheilbrigðismál. Frekari stuðningur yfirvalda og samfélagsins alls hlýtur að vera rökrétt framhald í þessum málaflokki. Mikilvægt er að almenningur hafi aðgang að eins fullnægjandi þjónustu og unnt er að veita hverju sinni og í því skyni verður að nýta kosti allra úrræða. Sagt er að besti mælikvarðinn á ágæti samfélags sé hvernig það hlúir að hinum bágstöddu. Gott samfélag sér til þess að hjálparþurfi einstaklingar komi ekki að lokuðum dyrum og neyðist til að bera harm sinn í hljóði. Gott samfélag tryggir gott geðheilbrigði. Höfundur er stjórnmálaheimspekingur. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun