Sporhundurinn Píla þarf að finna leiðina heim til Íslands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. desember 2020 14:40 Píla kemur til Íslands þann 10. janúar frá Alicante. Björgunarsveitin leitar ferðafélaga fyrir hana. Aðsend Björgunarsveit Hafnarfjarðar auglýsir nú eftir ferðafélaga fyrir blóðhundinn Pílu, sem verður næsti sporhundur sveitarinnar. Píla er nú stödd í Alicante á Spáni, en sveitin auglýsir eftir einhverjum sem gæti skráð hana á sig sem farangur í flugi til Íslands þann 10. janúar næstkomandi. Í samtali við Vísi segir Þórir Sigurhansson, sporhundaþjálfari hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar, að auglýsingin eftir ferðafélaga miði að því að spara sveitinni pening. Ef enginn geti skráð Pílu á sig sem aukafarangur þurfi sveitin að senda manneskju til Spánar og til baka til þess að fylgja henni. ERT ÞÚ AÐ FARA Í FLUG ALICANTE - ÍSLAND 10.JAN Blóðhundurinn Píla sem ætlar að verða næsti sporhundur okkar er í...Posted by Björgunarsveit Hafnarfjarðar on Sunday, 6 December 2020 Píla er upprunalega frá Ungverjalandi, en reglugerðarbreyting hjá Matvælastofnun varð þess valdandi að senda þurfti hana til Spánar áður en hún fengi að koma til Íslands. „Þessir hundar eru ekki til hér á landi. Við höfum orðið að kaupa þá frá ræktendum erlendis. Við eigum tvo fyrir, elsta tíkin er frá Kaliforníu og sú sem við notum mest núna er frá Ungverjalandi,“ segir Þórir. „Þegar við kaupum Pílu fyrir rúmu hálfu ári síðan, þá máttum við ekki flytja hana beint frá Ungverjalandi til Íslands,“ segir Þórir. Það hafi orðið þess valdandi að Píla hafi þurft að vera á Spáni í hálft ár og þangað hafi hún verið flutt með mikilli fyrirhöfn. Reglunum hafi í millitíðinni verið breytt, og því komist Píla aðeins fyrr til Íslands en ella. Við komuna til Íslands þarf Píla síðan að fara í tveggja vikna sóttkví. Að henni lokinn getur hún orðið hluti af hópi sporhunda sem aðstoðar lögreglu og björgunarsveitir við störf sín. Þórir er hundaþjálfari hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar.Vísir/Vilhelm Hundarnir standi framar öllum tækjum Þórir segir að hundarnir nýtist vel við leit að fólki, verkefni sem þeir eru sérhæfðir í. „Við fáum lyktarsýni af manneskju sem er týnd og tíkurnar hjá okkur para saman lyktina af sýninu og sporunum sem við erum að leita eftir. Svo rekjum við þá slóð,“ segir Þórir. Hann segir að í 60 ára sögu notkunar slíkra hunda hér á landi séu skráðir um 120 fundir sem rekja má til starfa hundanna. „Við erum þá að reyna að sýna fram á hvar manneskjan endaði. Við finnum ekki alltaf manneskjuna sjálfa, en við getum fundið hvort manneskja hafi farið út í sjó og þá merkjum við það sem fund,“ segir Þórir og bætir við að hundarnir nýtist vel við að átta sig betur á atburðarás sem leiðir að mannshvörfum. Þórir segir þá að framlag hundanna í leit og björgun sé þannig að ekki verði líkt eftir með öðrum hætti. „Þetta er algjörlega sérhæft apparat og það eru engin mælitæki sem nálægt getu hundanna í þessum málum,“ segir Þórir. Hér að neðan má svo sjá myndband af YouTube-síðu Kristínar Sigmarsdóttur, hundaþjálfara á Spáni, sem hefur haft Pílu hjá sér undanfarna mánuði. Á rásinni hefur Kristín sagt frá ævintýrum Pílu á Spáni. Dýr Björgunarsveitir Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Í samtali við Vísi segir Þórir Sigurhansson, sporhundaþjálfari hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar, að auglýsingin eftir ferðafélaga miði að því að spara sveitinni pening. Ef enginn geti skráð Pílu á sig sem aukafarangur þurfi sveitin að senda manneskju til Spánar og til baka til þess að fylgja henni. ERT ÞÚ AÐ FARA Í FLUG ALICANTE - ÍSLAND 10.JAN Blóðhundurinn Píla sem ætlar að verða næsti sporhundur okkar er í...Posted by Björgunarsveit Hafnarfjarðar on Sunday, 6 December 2020 Píla er upprunalega frá Ungverjalandi, en reglugerðarbreyting hjá Matvælastofnun varð þess valdandi að senda þurfti hana til Spánar áður en hún fengi að koma til Íslands. „Þessir hundar eru ekki til hér á landi. Við höfum orðið að kaupa þá frá ræktendum erlendis. Við eigum tvo fyrir, elsta tíkin er frá Kaliforníu og sú sem við notum mest núna er frá Ungverjalandi,“ segir Þórir. „Þegar við kaupum Pílu fyrir rúmu hálfu ári síðan, þá máttum við ekki flytja hana beint frá Ungverjalandi til Íslands,“ segir Þórir. Það hafi orðið þess valdandi að Píla hafi þurft að vera á Spáni í hálft ár og þangað hafi hún verið flutt með mikilli fyrirhöfn. Reglunum hafi í millitíðinni verið breytt, og því komist Píla aðeins fyrr til Íslands en ella. Við komuna til Íslands þarf Píla síðan að fara í tveggja vikna sóttkví. Að henni lokinn getur hún orðið hluti af hópi sporhunda sem aðstoðar lögreglu og björgunarsveitir við störf sín. Þórir er hundaþjálfari hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar.Vísir/Vilhelm Hundarnir standi framar öllum tækjum Þórir segir að hundarnir nýtist vel við leit að fólki, verkefni sem þeir eru sérhæfðir í. „Við fáum lyktarsýni af manneskju sem er týnd og tíkurnar hjá okkur para saman lyktina af sýninu og sporunum sem við erum að leita eftir. Svo rekjum við þá slóð,“ segir Þórir. Hann segir að í 60 ára sögu notkunar slíkra hunda hér á landi séu skráðir um 120 fundir sem rekja má til starfa hundanna. „Við erum þá að reyna að sýna fram á hvar manneskjan endaði. Við finnum ekki alltaf manneskjuna sjálfa, en við getum fundið hvort manneskja hafi farið út í sjó og þá merkjum við það sem fund,“ segir Þórir og bætir við að hundarnir nýtist vel við að átta sig betur á atburðarás sem leiðir að mannshvörfum. Þórir segir þá að framlag hundanna í leit og björgun sé þannig að ekki verði líkt eftir með öðrum hætti. „Þetta er algjörlega sérhæft apparat og það eru engin mælitæki sem nálægt getu hundanna í þessum málum,“ segir Þórir. Hér að neðan má svo sjá myndband af YouTube-síðu Kristínar Sigmarsdóttur, hundaþjálfara á Spáni, sem hefur haft Pílu hjá sér undanfarna mánuði. Á rásinni hefur Kristín sagt frá ævintýrum Pílu á Spáni.
Dýr Björgunarsveitir Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira