Sporhundurinn Píla þarf að finna leiðina heim til Íslands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. desember 2020 14:40 Píla kemur til Íslands þann 10. janúar frá Alicante. Björgunarsveitin leitar ferðafélaga fyrir hana. Aðsend Björgunarsveit Hafnarfjarðar auglýsir nú eftir ferðafélaga fyrir blóðhundinn Pílu, sem verður næsti sporhundur sveitarinnar. Píla er nú stödd í Alicante á Spáni, en sveitin auglýsir eftir einhverjum sem gæti skráð hana á sig sem farangur í flugi til Íslands þann 10. janúar næstkomandi. Í samtali við Vísi segir Þórir Sigurhansson, sporhundaþjálfari hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar, að auglýsingin eftir ferðafélaga miði að því að spara sveitinni pening. Ef enginn geti skráð Pílu á sig sem aukafarangur þurfi sveitin að senda manneskju til Spánar og til baka til þess að fylgja henni. ERT ÞÚ AÐ FARA Í FLUG ALICANTE - ÍSLAND 10.JAN Blóðhundurinn Píla sem ætlar að verða næsti sporhundur okkar er í...Posted by Björgunarsveit Hafnarfjarðar on Sunday, 6 December 2020 Píla er upprunalega frá Ungverjalandi, en reglugerðarbreyting hjá Matvælastofnun varð þess valdandi að senda þurfti hana til Spánar áður en hún fengi að koma til Íslands. „Þessir hundar eru ekki til hér á landi. Við höfum orðið að kaupa þá frá ræktendum erlendis. Við eigum tvo fyrir, elsta tíkin er frá Kaliforníu og sú sem við notum mest núna er frá Ungverjalandi,“ segir Þórir. „Þegar við kaupum Pílu fyrir rúmu hálfu ári síðan, þá máttum við ekki flytja hana beint frá Ungverjalandi til Íslands,“ segir Þórir. Það hafi orðið þess valdandi að Píla hafi þurft að vera á Spáni í hálft ár og þangað hafi hún verið flutt með mikilli fyrirhöfn. Reglunum hafi í millitíðinni verið breytt, og því komist Píla aðeins fyrr til Íslands en ella. Við komuna til Íslands þarf Píla síðan að fara í tveggja vikna sóttkví. Að henni lokinn getur hún orðið hluti af hópi sporhunda sem aðstoðar lögreglu og björgunarsveitir við störf sín. Þórir er hundaþjálfari hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar.Vísir/Vilhelm Hundarnir standi framar öllum tækjum Þórir segir að hundarnir nýtist vel við leit að fólki, verkefni sem þeir eru sérhæfðir í. „Við fáum lyktarsýni af manneskju sem er týnd og tíkurnar hjá okkur para saman lyktina af sýninu og sporunum sem við erum að leita eftir. Svo rekjum við þá slóð,“ segir Þórir. Hann segir að í 60 ára sögu notkunar slíkra hunda hér á landi séu skráðir um 120 fundir sem rekja má til starfa hundanna. „Við erum þá að reyna að sýna fram á hvar manneskjan endaði. Við finnum ekki alltaf manneskjuna sjálfa, en við getum fundið hvort manneskja hafi farið út í sjó og þá merkjum við það sem fund,“ segir Þórir og bætir við að hundarnir nýtist vel við að átta sig betur á atburðarás sem leiðir að mannshvörfum. Þórir segir þá að framlag hundanna í leit og björgun sé þannig að ekki verði líkt eftir með öðrum hætti. „Þetta er algjörlega sérhæft apparat og það eru engin mælitæki sem nálægt getu hundanna í þessum málum,“ segir Þórir. Hér að neðan má svo sjá myndband af YouTube-síðu Kristínar Sigmarsdóttur, hundaþjálfara á Spáni, sem hefur haft Pílu hjá sér undanfarna mánuði. Á rásinni hefur Kristín sagt frá ævintýrum Pílu á Spáni. Dýr Björgunarsveitir Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill að rannsóknarnefnd geri upp hrunmálin Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Sjá meira
Í samtali við Vísi segir Þórir Sigurhansson, sporhundaþjálfari hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar, að auglýsingin eftir ferðafélaga miði að því að spara sveitinni pening. Ef enginn geti skráð Pílu á sig sem aukafarangur þurfi sveitin að senda manneskju til Spánar og til baka til þess að fylgja henni. ERT ÞÚ AÐ FARA Í FLUG ALICANTE - ÍSLAND 10.JAN Blóðhundurinn Píla sem ætlar að verða næsti sporhundur okkar er í...Posted by Björgunarsveit Hafnarfjarðar on Sunday, 6 December 2020 Píla er upprunalega frá Ungverjalandi, en reglugerðarbreyting hjá Matvælastofnun varð þess valdandi að senda þurfti hana til Spánar áður en hún fengi að koma til Íslands. „Þessir hundar eru ekki til hér á landi. Við höfum orðið að kaupa þá frá ræktendum erlendis. Við eigum tvo fyrir, elsta tíkin er frá Kaliforníu og sú sem við notum mest núna er frá Ungverjalandi,“ segir Þórir. „Þegar við kaupum Pílu fyrir rúmu hálfu ári síðan, þá máttum við ekki flytja hana beint frá Ungverjalandi til Íslands,“ segir Þórir. Það hafi orðið þess valdandi að Píla hafi þurft að vera á Spáni í hálft ár og þangað hafi hún verið flutt með mikilli fyrirhöfn. Reglunum hafi í millitíðinni verið breytt, og því komist Píla aðeins fyrr til Íslands en ella. Við komuna til Íslands þarf Píla síðan að fara í tveggja vikna sóttkví. Að henni lokinn getur hún orðið hluti af hópi sporhunda sem aðstoðar lögreglu og björgunarsveitir við störf sín. Þórir er hundaþjálfari hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar.Vísir/Vilhelm Hundarnir standi framar öllum tækjum Þórir segir að hundarnir nýtist vel við leit að fólki, verkefni sem þeir eru sérhæfðir í. „Við fáum lyktarsýni af manneskju sem er týnd og tíkurnar hjá okkur para saman lyktina af sýninu og sporunum sem við erum að leita eftir. Svo rekjum við þá slóð,“ segir Þórir. Hann segir að í 60 ára sögu notkunar slíkra hunda hér á landi séu skráðir um 120 fundir sem rekja má til starfa hundanna. „Við erum þá að reyna að sýna fram á hvar manneskjan endaði. Við finnum ekki alltaf manneskjuna sjálfa, en við getum fundið hvort manneskja hafi farið út í sjó og þá merkjum við það sem fund,“ segir Þórir og bætir við að hundarnir nýtist vel við að átta sig betur á atburðarás sem leiðir að mannshvörfum. Þórir segir þá að framlag hundanna í leit og björgun sé þannig að ekki verði líkt eftir með öðrum hætti. „Þetta er algjörlega sérhæft apparat og það eru engin mælitæki sem nálægt getu hundanna í þessum málum,“ segir Þórir. Hér að neðan má svo sjá myndband af YouTube-síðu Kristínar Sigmarsdóttur, hundaþjálfara á Spáni, sem hefur haft Pílu hjá sér undanfarna mánuði. Á rásinni hefur Kristín sagt frá ævintýrum Pílu á Spáni.
Dýr Björgunarsveitir Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill að rannsóknarnefnd geri upp hrunmálin Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent