Mette boðar lokanir í Danmörku í jólalegu ávarpi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. desember 2020 21:14 Mette Frederiksen forsætisráðherra segir að fólk verði að takmarka hverja það hitti á næstunni. EPA Ríkisstjórn Danmerkur hefur boðað til blaðamannafundar í fyrramálið þar sem tilkynna á nýjar aðgerðir í stórum hluta landsins til að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. Þetta kom fram í ávarpi Mette Frederiksen forsætisráðherra sem hún birti á Facebook í kvöld. „Þetta er markviss landfræðileg lokun að hluta í Árósum, Óðinsvéum, Kaupmannahöfn og nokkrum samfélögum á Sjálandi og í nágrenni höfuðborgarinnar þar sem smit er hvað mest,“ sagði Mette í ávarpi sínu. „Við verðum að ná betri tökum á veirunni fyrir aðfangadagskvöld. Það mun mæða mikið á okkur öllum.“ Aðferðarfræðin hjá Dönum sé sú sama og áður. Grípa þurfi inn í fjölgun smita snemma til að koma í veg fyrir að þurfa að grípa til enn harðari aðgerðir einn daginn, sem gæti reynst of seint. Mette nefndi engar tölur í ávarpi sínu eða nánari upplýsingar um útfærsluna en sagðist vonast til að sem flestir horfðu á fundinn á morgun. Ávarp Mette, sem var í jólalegri kantinum enda annar sunnudagur í aðventu, má sjá að neðan. Ríkisstjórnin hefur fundað með öðrum flokkum um helgina vegna aðgerðanna sem fram undan eru. Ekki kom fram í ávarpi Mette nákvæmlega klukkan hvað blaðamannafundurinn yrði á morgun. 2116 greindust smitaðir með Covid-19 í Danmörku í gær sem er hæsti fjöldi smitaðra undanfarna mánuði. 885 hafa látist af völdum veirunnar þar í landi. Samkomubann miðast við tíu manns í Danmörku sem stendur. Ekki má selja áfengi eftir klukkan tíu á kvöldin. Þá þarf fólk að notast við grímur í verslunum og í sumum menntastofnunum. Nánar má lesa um núverandi aðgerðir í Danmörku hér en þær verða sem fyrr segir hertar enn frekar á morgun. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hertar aðgerðir í Danmörku vegna minkasmitsins Sóttvarnaaðgerðir hafa verið hertar verulega á Norður-Jótlandi í Danmörku vegna stökkbreytingar á kórónuveirunni sem fannst í minkum og menn hafa smitast af. 5. nóvember 2020 21:18 Annar metdagur í Danmörku Alls greindist 1.191 með kórónuveiruna í Danmörku í gær og er um að ræða mesta fjöldann í landinu á einum og sama deginum frá upphafi faraldursins. 30. október 2020 14:47 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sjá meira
„Þetta er markviss landfræðileg lokun að hluta í Árósum, Óðinsvéum, Kaupmannahöfn og nokkrum samfélögum á Sjálandi og í nágrenni höfuðborgarinnar þar sem smit er hvað mest,“ sagði Mette í ávarpi sínu. „Við verðum að ná betri tökum á veirunni fyrir aðfangadagskvöld. Það mun mæða mikið á okkur öllum.“ Aðferðarfræðin hjá Dönum sé sú sama og áður. Grípa þurfi inn í fjölgun smita snemma til að koma í veg fyrir að þurfa að grípa til enn harðari aðgerðir einn daginn, sem gæti reynst of seint. Mette nefndi engar tölur í ávarpi sínu eða nánari upplýsingar um útfærsluna en sagðist vonast til að sem flestir horfðu á fundinn á morgun. Ávarp Mette, sem var í jólalegri kantinum enda annar sunnudagur í aðventu, má sjá að neðan. Ríkisstjórnin hefur fundað með öðrum flokkum um helgina vegna aðgerðanna sem fram undan eru. Ekki kom fram í ávarpi Mette nákvæmlega klukkan hvað blaðamannafundurinn yrði á morgun. 2116 greindust smitaðir með Covid-19 í Danmörku í gær sem er hæsti fjöldi smitaðra undanfarna mánuði. 885 hafa látist af völdum veirunnar þar í landi. Samkomubann miðast við tíu manns í Danmörku sem stendur. Ekki má selja áfengi eftir klukkan tíu á kvöldin. Þá þarf fólk að notast við grímur í verslunum og í sumum menntastofnunum. Nánar má lesa um núverandi aðgerðir í Danmörku hér en þær verða sem fyrr segir hertar enn frekar á morgun.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hertar aðgerðir í Danmörku vegna minkasmitsins Sóttvarnaaðgerðir hafa verið hertar verulega á Norður-Jótlandi í Danmörku vegna stökkbreytingar á kórónuveirunni sem fannst í minkum og menn hafa smitast af. 5. nóvember 2020 21:18 Annar metdagur í Danmörku Alls greindist 1.191 með kórónuveiruna í Danmörku í gær og er um að ræða mesta fjöldann í landinu á einum og sama deginum frá upphafi faraldursins. 30. október 2020 14:47 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sjá meira
Hertar aðgerðir í Danmörku vegna minkasmitsins Sóttvarnaaðgerðir hafa verið hertar verulega á Norður-Jótlandi í Danmörku vegna stökkbreytingar á kórónuveirunni sem fannst í minkum og menn hafa smitast af. 5. nóvember 2020 21:18
Annar metdagur í Danmörku Alls greindist 1.191 með kórónuveiruna í Danmörku í gær og er um að ræða mesta fjöldann í landinu á einum og sama deginum frá upphafi faraldursins. 30. október 2020 14:47