Suður af Hvarfi er síðan vaxandi lægð sem nálgast landið undir kvöld. Þá fer að hvessa úr suðaustri en á morgun þokast lægðin til austurs sunnan við landið. Gengur þá á með allhvassri eða hvassri norðaustanátt og fer að snjóa fyrir austan.
Á morgun hlýnar ört í veðri og úrkoman breytist í rigningu eða slyddu um kvöldið en áfram verður úrkomulítið á vesturhelmingi landsins.
Dagana þar á eftir er spáð austlægum áttum með fremur hlýju veðri og vætu á víð og dreif, einkum þó suðaustanlands.
Veðurhorfur á landinu:
Suðaustlæg átt, 3-10 m/s og dálítil slydda eða snjókoma með köflum, rigning við S-ströndina, en hægara og yfirleitt bjartviðri eystra. Suðaustan 8-15 og bætir í úrkomu SV-til í kvöld. Frost yfirleitt 0 til 12 stig, kaldast í innsveitum NA-lands, en frostlaust við S-ströndina.
Gengur í norðaustan 10-18 m/s á morgun, hvassast við S-ströndina og fer að snjóa A-lands, en rigning eða slydda þar um kvöldið og hlýnar í veðri. Skýjað en úrkomulítið í öðrum landshlutum.
Á miðvikudag:
Austan og síðar norðaustan 8-15 m/s og slydda eða snjókoma með köflum og frost 0 til 6 stig, en rigning við S- og A-ströndina seinni partinn með hita 1 til 5 stig.
Á fimmtudag:
Austlæg átt, 10-15 m/s og rigning eða slydda með köflum, en lengst af hvassari norðaustanátt og snjókoma NV-til. Hiti 0 til 7 stig, hlýjast syðst.
Á föstudag, laugardag, sunnudag og mánudag:
Ákveðin austlæg átt og rigning með köflum SA-til, en dálitlar skúrir eða slydduél í öðrum landshlutum. Hiti 2 til 7 stig.