Íslendingar og Bretar skrifa undir viðskiptasamning Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2020 13:13 Um 90 prósent af núverandi viðskiptum Breta og Íslendinga verða áfram tollfrjáls, að því er fram kemur í tilkynningu frá breska utanríkisráðuneytinu. Getty Bresk og íslensk stjórnvöld hafa skrifað undir bráðabirgðafríverslunarsamning sem mun taka gildi í ársbyrjun 2021. Frá þessu segir á vef breska utanríkisviðskiptaráðuneytisins, en samningnum er ætlað að tryggja áframhaldandi viðskiptasamband ríkjanna eftir að aðlögunartímabil Bretlands eftir útgöngu úr Evrópusambandinu og þar með evrópska efnahagssvæðinu lýkur um áramót. Í tilkynningunni segir að samkvæmt samningnum munu um 90 prósent af vöruviðskiptum ríkjanna áfram vera tollfrjáls. Í samningi Breta og Norðmanna, sem einnig var skrifaður undir í dag, er hlutfallið 95 prósent. Sérstaklega er tekið fram að breskir neytendur munu áfram geta notið frosinnar ýsu frá Íslandi og Noregi sem verður áfram tollfrjáls. Uppfært klukkan 14:30: Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir samningurinn tryggi óbreytt tollkjör vegna vöruviðskipta við Bretland. Er haft eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, að fagnaðarefni sé að kjarnahagsmunir íslenskra fyrirtækja hafi nú verið tryggðir. Samningurinn eru sagður byggja á samningi sem upphaflega var gerður í apríl 2019 og stóð til að tæki gildi ef útganga Bretlands úr ESB hefði verið án samnings. „Þar sem Bretland gekk úr Evrópusambandinu með útgöngusamningi þann 31. janúar sl. kom aldrei til þess að sá samningur tæki gildi. Í október sl. náðist samkomulag um að bráðabirgðasamningurinn taki gildi um áramót uns fríverslunarsamningurinn er tilbúinn og með undirrituninni í dag er sú ákvörðun fest í sessi,“ stendur í tilkynningunni. Ennfremur segir að íslensk stjórnvöld hafi lagt áherslu á að styrkja enn frekar og byggja upp sambandið við Bretland eftir útgöngu. „Bráðabirgðafríverslunarsamningurinn tryggir að inn- og útflutningur til og frá Bretlandi lúti ekki hærri tollum en í dag. Markmið samningsins er þannig að viðhalda gildandi kjörum þar til samið hefur verið um nýjan og viðameiri fríverslunarsamning á milli ríkjanna. Noregur á jafnframt aðild að samningnum.“ Bretland Utanríkismál Skattar og tollar Brexit Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Frá þessu segir á vef breska utanríkisviðskiptaráðuneytisins, en samningnum er ætlað að tryggja áframhaldandi viðskiptasamband ríkjanna eftir að aðlögunartímabil Bretlands eftir útgöngu úr Evrópusambandinu og þar með evrópska efnahagssvæðinu lýkur um áramót. Í tilkynningunni segir að samkvæmt samningnum munu um 90 prósent af vöruviðskiptum ríkjanna áfram vera tollfrjáls. Í samningi Breta og Norðmanna, sem einnig var skrifaður undir í dag, er hlutfallið 95 prósent. Sérstaklega er tekið fram að breskir neytendur munu áfram geta notið frosinnar ýsu frá Íslandi og Noregi sem verður áfram tollfrjáls. Uppfært klukkan 14:30: Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir samningurinn tryggi óbreytt tollkjör vegna vöruviðskipta við Bretland. Er haft eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, að fagnaðarefni sé að kjarnahagsmunir íslenskra fyrirtækja hafi nú verið tryggðir. Samningurinn eru sagður byggja á samningi sem upphaflega var gerður í apríl 2019 og stóð til að tæki gildi ef útganga Bretlands úr ESB hefði verið án samnings. „Þar sem Bretland gekk úr Evrópusambandinu með útgöngusamningi þann 31. janúar sl. kom aldrei til þess að sá samningur tæki gildi. Í október sl. náðist samkomulag um að bráðabirgðasamningurinn taki gildi um áramót uns fríverslunarsamningurinn er tilbúinn og með undirrituninni í dag er sú ákvörðun fest í sessi,“ stendur í tilkynningunni. Ennfremur segir að íslensk stjórnvöld hafi lagt áherslu á að styrkja enn frekar og byggja upp sambandið við Bretland eftir útgöngu. „Bráðabirgðafríverslunarsamningurinn tryggir að inn- og útflutningur til og frá Bretlandi lúti ekki hærri tollum en í dag. Markmið samningsins er þannig að viðhalda gildandi kjörum þar til samið hefur verið um nýjan og viðameiri fríverslunarsamning á milli ríkjanna. Noregur á jafnframt aðild að samningnum.“
Bretland Utanríkismál Skattar og tollar Brexit Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira