Spyr hvort eðlilegt sé að sami flokkur stýri ráðuneytinu og fari með formennsku í nefndinni Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2020 14:28 Kristján Guy Burgess segir að þörf sé á aukinni umræðu um utanríkismál á Alþingi. Hann segir nauðsynlegt að gera gagngerar breytingar á hlutverki og verkefnum utanríkismálanefndar. Kristján Guy Burgess, kennari í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands og fyrrverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra, segir nauðsynlegt að ræða það á vettvangi Alþingis hvort eðlilegt sé að utanríkisráðherra, formaður utanríkismálanefndar og nú jafnframt varaformaður nefndarinnar komi öll úr sama stjórnmálaflokki. Spyrja megi hvort slíkt fyrirkomulag sé eðlilegt út frá hlutverki nefndarinnar og hvernig nefndin sinni hlutverki sínu um eftirlit með framkvæmdavaldinu þegar sami flokkur fari með ráðuneytið og allt dagskrárvald nefndarinnar. Þetta segir Kristján Guy í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun þar sem hann segir nauðsynlegt að utanríkismál fái aukna umræðu og umfjöllun á þinginu. Hlutverk og verkefni verði tekin til gagngerrar endurskoðunar Kristján Guy, sem var aðstoðarmaður Össurar Skarphéðinssonar þegar hann gegndi embætti utanríkisráðherra á árunum 2009 til 2013, segir þörf á því að taka bæði hlutverk og verkefni utanríkismálanefndar þingsins til gagngerrar endurskoðunar. Sjálfstæðismaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson er utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.Vísir/Vilhelm Við breytingar á þingsköpum fyrir tæpum áratug hafi orðið breytingar á hlutverki og starfi nefndarinnar sem áður hafði notið meiri sérstöðu í störfum þingsins. Áður gátu einungis þeir sem kosnir væru til setu í nefndinni setið fundi hennar og ríkari trúnaður lagður á þá. Hann segir sérstöðu nefndarinnar þó enn vera töluverða, en nefndin skal vera ríkisstjórn til ráðuneytis um meiriháttar utanríkismál, enda skuli ríkisstjórnin ávallt bera undir nefndina slík mál, jafnt á þingtíma sem í þinghléum. Óskrifuð regla um valdajafnvægi brotin Kristján Guy segir að kjörtímabilinu hafi verið óskrifuð regla á þinginu um valdajafnvægi. Þegar kemur að utanríkismálum hafi reglan hins vegar verið brotin þar sem sami flokkur hafi farið bæði með utanríkisráðuneytið og formennsku í utanríkismálanefnd. Sigríður Á. Andersen er þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður utanríkismálanefndar.Vísir/Vilhelm Sjálfstæðismaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson fer nú með embætti utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og fer samflokkskona hans, Sigríður Á. Andersen, með formennsku í utanríkismálanefnd. „Það gerðist síðast fyrir 15 árum og þá átti sami flokkur í hlut og nú. En nú er meira að segja einnig fyrsti varaformaður nefndarinnar einnig úr Sjálfstæðisflokknum [Njáll Trausti Friðbertsson]. Spyrja má hvort það fyrirkomulag sé eðlilegt út frá hlutverki nefndarinnar. Hvernig nefndin sinnir hlutverki sínu um eftirlit með framkvæmdavaldinu þegar sami flokkur fer með ráðuneytið og allt dagskrárvald nefndarinnar þarfnast umræðu á vettvangi þingsins,“ segir Kristján Guy. Alþingi Utanríkismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Sjá meira
Spyrja megi hvort slíkt fyrirkomulag sé eðlilegt út frá hlutverki nefndarinnar og hvernig nefndin sinni hlutverki sínu um eftirlit með framkvæmdavaldinu þegar sami flokkur fari með ráðuneytið og allt dagskrárvald nefndarinnar. Þetta segir Kristján Guy í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun þar sem hann segir nauðsynlegt að utanríkismál fái aukna umræðu og umfjöllun á þinginu. Hlutverk og verkefni verði tekin til gagngerrar endurskoðunar Kristján Guy, sem var aðstoðarmaður Össurar Skarphéðinssonar þegar hann gegndi embætti utanríkisráðherra á árunum 2009 til 2013, segir þörf á því að taka bæði hlutverk og verkefni utanríkismálanefndar þingsins til gagngerrar endurskoðunar. Sjálfstæðismaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson er utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.Vísir/Vilhelm Við breytingar á þingsköpum fyrir tæpum áratug hafi orðið breytingar á hlutverki og starfi nefndarinnar sem áður hafði notið meiri sérstöðu í störfum þingsins. Áður gátu einungis þeir sem kosnir væru til setu í nefndinni setið fundi hennar og ríkari trúnaður lagður á þá. Hann segir sérstöðu nefndarinnar þó enn vera töluverða, en nefndin skal vera ríkisstjórn til ráðuneytis um meiriháttar utanríkismál, enda skuli ríkisstjórnin ávallt bera undir nefndina slík mál, jafnt á þingtíma sem í þinghléum. Óskrifuð regla um valdajafnvægi brotin Kristján Guy segir að kjörtímabilinu hafi verið óskrifuð regla á þinginu um valdajafnvægi. Þegar kemur að utanríkismálum hafi reglan hins vegar verið brotin þar sem sami flokkur hafi farið bæði með utanríkisráðuneytið og formennsku í utanríkismálanefnd. Sigríður Á. Andersen er þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður utanríkismálanefndar.Vísir/Vilhelm Sjálfstæðismaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson fer nú með embætti utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og fer samflokkskona hans, Sigríður Á. Andersen, með formennsku í utanríkismálanefnd. „Það gerðist síðast fyrir 15 árum og þá átti sami flokkur í hlut og nú. En nú er meira að segja einnig fyrsti varaformaður nefndarinnar einnig úr Sjálfstæðisflokknum [Njáll Trausti Friðbertsson]. Spyrja má hvort það fyrirkomulag sé eðlilegt út frá hlutverki nefndarinnar. Hvernig nefndin sinnir hlutverki sínu um eftirlit með framkvæmdavaldinu þegar sami flokkur fer með ráðuneytið og allt dagskrárvald nefndarinnar þarfnast umræðu á vettvangi þingsins,“ segir Kristján Guy.
Alþingi Utanríkismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Sjá meira