Neville: Nornaveiðar í gangi til að koma Ole Gunnari úr starfinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2020 08:30 Ole Gunnar Solskjær hefur verið knattspyrnustjóri Manchester United í næstum því tvö ár. Getty/Ash Donelon Phil Neville finnst Norðmaðurnn Ole Gunnar Solskjær fá of harða gagnrýni en knattspyrnustjóri Manchester United þykir nú valtur í sessi eftir að United féll út úr Meistaradeildinni í gær. Manchester United er úr leik í Meistaradeildinni og getur nú byrjað að undirbúa sig fyrir Evrópudeildarleiki á fimmtudögum eftir áramót. Liðið fékk á sig tvö mörk á upphafsmínútum leiksins og tapaði 3-2 á móti RB Leipzig í leik þar sem liðinu nægði jafntefli. Phil Neville, fyrrum leikmaður Manchester United, kom Ole Gunnari til varnar eftir leikinn og vill ekki að Norðmaðurinn missi starfið sitt á Old Trafford. „Það virðist vera þannig að um leið og United tapar þá sé stórslys í gangi. Þetta var ekki stórslys í kvöld en úrslitin voru vonbrigði því United vildi komast í sextán liða úrslitin,“ sagði Phil Neville í útvarpsþættinum BBC 5 Live sport. "There is a total witch-hunt to get him out of a job" Phil Neville thinks Ole gets too much stick But has to prove himself in the Manchester Derby on SaturdayListen to reaction from #RBLMUN on @BBCSounds : https://t.co/NI1sjtGRxI#UCL #bbcfootball pic.twitter.com/RH4nwGasFt— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) December 8, 2020 „Manchester United lið með betri knattspyrnustjóra en Ole Gunnar Solskjær, eins og Sir Alex Ferguson, hafa dottið út úr Meistaradeildinni á þessu stigi áður. Þetta hefur gerst áður,“ sagði Neville. „Það eru stjórar í ensku úrvalsdeildinni með betra orðspor en Solskjær sem eru fyrir neðan hann í töflunni og þeir fá ekki þá ósanngjörnu gagnrýni sem Ole Gunnar Solskjær fær,“ sagði Neville. „Liðið hans Ole Gunnars virðist líka oft standa sig vel á stóru mómentunum og ég held að leikurinn á laugardaginn sé slíkt tækifæri fyrir stjórann og leikmennina líka,“ sagði Neville. Framundan er leikur Manchester liðanna í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi. „Þeir spiluðu mjög illa fyrsta hálftímann og var refsað í riðli sem var mjög mjög erfiður. Þeir eru núna komnir í Evrópudeildina og verða að vinna hana,“ sagði Neville. Neville segir að umræðan um Solskjær utan Old Trafford sé allt önnur en sú sem ræður för innan félagsins. „Það er allt aðra sögu að segja af því sem í gangi innan félagsins en utan þess. Það lítur út fyrir að það séu hreinlega bara nornaveiðar í gangi út í samfélaginu til að koma Ole Gunnari úr starfinu,“ sagði Phil Neville eins og heyra má hér fyrir ofan. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Sjá meira
Manchester United er úr leik í Meistaradeildinni og getur nú byrjað að undirbúa sig fyrir Evrópudeildarleiki á fimmtudögum eftir áramót. Liðið fékk á sig tvö mörk á upphafsmínútum leiksins og tapaði 3-2 á móti RB Leipzig í leik þar sem liðinu nægði jafntefli. Phil Neville, fyrrum leikmaður Manchester United, kom Ole Gunnari til varnar eftir leikinn og vill ekki að Norðmaðurinn missi starfið sitt á Old Trafford. „Það virðist vera þannig að um leið og United tapar þá sé stórslys í gangi. Þetta var ekki stórslys í kvöld en úrslitin voru vonbrigði því United vildi komast í sextán liða úrslitin,“ sagði Phil Neville í útvarpsþættinum BBC 5 Live sport. "There is a total witch-hunt to get him out of a job" Phil Neville thinks Ole gets too much stick But has to prove himself in the Manchester Derby on SaturdayListen to reaction from #RBLMUN on @BBCSounds : https://t.co/NI1sjtGRxI#UCL #bbcfootball pic.twitter.com/RH4nwGasFt— BBC 5 Live Sport (@5liveSport) December 8, 2020 „Manchester United lið með betri knattspyrnustjóra en Ole Gunnar Solskjær, eins og Sir Alex Ferguson, hafa dottið út úr Meistaradeildinni á þessu stigi áður. Þetta hefur gerst áður,“ sagði Neville. „Það eru stjórar í ensku úrvalsdeildinni með betra orðspor en Solskjær sem eru fyrir neðan hann í töflunni og þeir fá ekki þá ósanngjörnu gagnrýni sem Ole Gunnar Solskjær fær,“ sagði Neville. „Liðið hans Ole Gunnars virðist líka oft standa sig vel á stóru mómentunum og ég held að leikurinn á laugardaginn sé slíkt tækifæri fyrir stjórann og leikmennina líka,“ sagði Neville. Framundan er leikur Manchester liðanna í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi. „Þeir spiluðu mjög illa fyrsta hálftímann og var refsað í riðli sem var mjög mjög erfiður. Þeir eru núna komnir í Evrópudeildina og verða að vinna hana,“ sagði Neville. Neville segir að umræðan um Solskjær utan Old Trafford sé allt önnur en sú sem ræður för innan félagsins. „Það er allt aðra sögu að segja af því sem í gangi innan félagsins en utan þess. Það lítur út fyrir að það séu hreinlega bara nornaveiðar í gangi út í samfélaginu til að koma Ole Gunnari úr starfinu,“ sagði Phil Neville eins og heyra má hér fyrir ofan.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Sjá meira