Ferðaþjónustan föst í ruglinu? Guðbjörg Kristmundsdóttir skrifar 9. desember 2020 13:00 Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, sendir ASÍ vænan skammt af skömmum á visir.is vegna nýrrar skýrslu um framtíð ferðaþjónustunnar sem starfshópur á vegum ASÍ og undir formennsku minni sendi frá sér í liðinni viku. Grein Bjarnheiðar, „Vandræðalegar yfirlýsingar ASÍ um ferðaþjónustu“, einkennist af nokkru uppnámi. Slíkt uppþot er nú svo sem ekki óþekkt þegar gerðar eru athugasemdir við einstaka atvinnugreinar en með skýrslunni er lagt til að nýta alkul í ferðaþjónustu til að sníða augljósustu gallana af greininni. Bjarnheiður segir ASÍ „mála ferðaþjónustuna upp sem láglaunagrein og þrælakistu“ þar sem „atvinnurekendur keppast við að brjóta á starfsfólki og hafa af þeim laun og réttindi“. Þessi lýsing er fjarri sanni. Hitt er rétt að vakin er athygli á því að gróf og alvarleg lögbrot hafi verið framin innan atvinnugreinarinnar og má vísa í vandaða skýrslu ASÍ um íslenskan vinnumarkað frá árinu 2019. Þar kemur fram að aðildafélög ASÍ gera launakröfur upp á mörg hundruð milljónir króna á ári hverju vegna launaþjófnaðar og kjarasamningsbrota. Um helmingur krafnanna lýtur að ferðaþjónustu og tengdum greinum. Ferðaþjónusta er láglaunagrein Það vekur líka athygli að Bjarnheiður og aðrir sem stigið hafa fram fyrir hönd ferðaþjónustunnar vilja ekki kannast við að ferðaþjónusta sé láglaunagrein. Þetta eru nokkuð byltingarkenndar upplýsingar því ferðaþjónusta er nær alls staðar í heiminum láglaunagrein. Eða kannast einhver við að hafa haft kynni af hálaunafólki í þjónustustörfum í sumarfríum sínum eða vetrarferðum? Nei, einmitt, það er ekki líklegt og Ísland sker sig ekki þar úr, þótt vissulega séu störf innan ferðaþjónustu sem spanna allan launaskalann. Innan OECD hefur til að mynda verið fjallað um með hvaða hætti mætti auka góð störf í ferðaþjónustu en það er ljóst að slíkt gerist ekki að sjálfu sér, heldur með vandaðri stefnumörkun. Það er einmitt slík stefnumörkun sem ASÍ kallar eftir að eigi sér stað á Íslandi. Í tillögum sínum hefur ASÍ vakið athygli á því að í opinberri stefnumörkun um framtíð ferðaþjónustunnar er nánast aldrei vikið orði að starfsfólki í greininni. Bjarnheiður velur að skilja þessa athugasemd á þann veg að ASÍ skilji ekki framlag starfsfólks til greinarinnar en það þarf ásetning til að komast að þeirri niðurstöðu. Til að taka af allan vafa er rétt að taka fram að okkur sem störfum með og í þágu launafólks er vel kunnugt um framlag starfsfólks í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Það sem einkennir ferðaþjónustuna er þörf fyrir fjölhæft starfsfólk. Án þess stenst greinin ekki kröfuna um „samkeppnishæfni“. Laun starfsfólks eru hins vegar í engu samræmi við þær kröfur sem atvinnurekendur gera og þeirrar framtíðarsýnar sem stjórnvöld hafa til ferðaþjónustunnar. Byggjum aftur á nýjum grunni Bjarnheiður getur ekki frekar en kollegar hennar stillt sig um að endurtaka þá trúarsetningu að umsamdar launahækkanir muni valda hér efnahagslegum hörmungum. Þau ósannindi hafa margoft verið borin til baka. Það eru ekki umsamdar launahækkanir sem sérstaklega lyfta láglaunafólki sem ráða því hvort fyrirtæki innan ferðaþjónustu lifa eða deyja, heldur ferðatakmarkanir vegna heimsfaraldurs. Inn í spilar hversu vel fyrirtæki stóðu fyrir kófið en líka hvernig aðgerðir stjórnvalda mæta þeim vanda sem sannarlega er fyrir hendi innan atvinnugreinarinnar. Þar hefur ASÍ kallað eftir sértækum aðgerðum svo beina megi fjármagninu þangað sem þess er mest þörf. Ferðaþjónustu á Íslandi þarf að hugsa á nýjum grunni. Ferðaþjónustan óx hratt og óskipulega og nú er rétti tímapunkturinn til að koma skikki á hlutina. Tilgangurinn með skýrslu og tillögum ASÍ er ekki síst að lýsa yfir vilja launafólks til að taka þátt í heilbrigðri stefnumótun á sviði ferðaþjónustu til þess að samfélagið allt geti notið afrakstursins án þess að gengið sé á náttúruna og réttindi launafólks. Sá var nú allur glæpurinn. Höfundur er formaður Verkalýðs-og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, sendir ASÍ vænan skammt af skömmum á visir.is vegna nýrrar skýrslu um framtíð ferðaþjónustunnar sem starfshópur á vegum ASÍ og undir formennsku minni sendi frá sér í liðinni viku. Grein Bjarnheiðar, „Vandræðalegar yfirlýsingar ASÍ um ferðaþjónustu“, einkennist af nokkru uppnámi. Slíkt uppþot er nú svo sem ekki óþekkt þegar gerðar eru athugasemdir við einstaka atvinnugreinar en með skýrslunni er lagt til að nýta alkul í ferðaþjónustu til að sníða augljósustu gallana af greininni. Bjarnheiður segir ASÍ „mála ferðaþjónustuna upp sem láglaunagrein og þrælakistu“ þar sem „atvinnurekendur keppast við að brjóta á starfsfólki og hafa af þeim laun og réttindi“. Þessi lýsing er fjarri sanni. Hitt er rétt að vakin er athygli á því að gróf og alvarleg lögbrot hafi verið framin innan atvinnugreinarinnar og má vísa í vandaða skýrslu ASÍ um íslenskan vinnumarkað frá árinu 2019. Þar kemur fram að aðildafélög ASÍ gera launakröfur upp á mörg hundruð milljónir króna á ári hverju vegna launaþjófnaðar og kjarasamningsbrota. Um helmingur krafnanna lýtur að ferðaþjónustu og tengdum greinum. Ferðaþjónusta er láglaunagrein Það vekur líka athygli að Bjarnheiður og aðrir sem stigið hafa fram fyrir hönd ferðaþjónustunnar vilja ekki kannast við að ferðaþjónusta sé láglaunagrein. Þetta eru nokkuð byltingarkenndar upplýsingar því ferðaþjónusta er nær alls staðar í heiminum láglaunagrein. Eða kannast einhver við að hafa haft kynni af hálaunafólki í þjónustustörfum í sumarfríum sínum eða vetrarferðum? Nei, einmitt, það er ekki líklegt og Ísland sker sig ekki þar úr, þótt vissulega séu störf innan ferðaþjónustu sem spanna allan launaskalann. Innan OECD hefur til að mynda verið fjallað um með hvaða hætti mætti auka góð störf í ferðaþjónustu en það er ljóst að slíkt gerist ekki að sjálfu sér, heldur með vandaðri stefnumörkun. Það er einmitt slík stefnumörkun sem ASÍ kallar eftir að eigi sér stað á Íslandi. Í tillögum sínum hefur ASÍ vakið athygli á því að í opinberri stefnumörkun um framtíð ferðaþjónustunnar er nánast aldrei vikið orði að starfsfólki í greininni. Bjarnheiður velur að skilja þessa athugasemd á þann veg að ASÍ skilji ekki framlag starfsfólks til greinarinnar en það þarf ásetning til að komast að þeirri niðurstöðu. Til að taka af allan vafa er rétt að taka fram að okkur sem störfum með og í þágu launafólks er vel kunnugt um framlag starfsfólks í ferðaþjónustu og tengdum greinum. Það sem einkennir ferðaþjónustuna er þörf fyrir fjölhæft starfsfólk. Án þess stenst greinin ekki kröfuna um „samkeppnishæfni“. Laun starfsfólks eru hins vegar í engu samræmi við þær kröfur sem atvinnurekendur gera og þeirrar framtíðarsýnar sem stjórnvöld hafa til ferðaþjónustunnar. Byggjum aftur á nýjum grunni Bjarnheiður getur ekki frekar en kollegar hennar stillt sig um að endurtaka þá trúarsetningu að umsamdar launahækkanir muni valda hér efnahagslegum hörmungum. Þau ósannindi hafa margoft verið borin til baka. Það eru ekki umsamdar launahækkanir sem sérstaklega lyfta láglaunafólki sem ráða því hvort fyrirtæki innan ferðaþjónustu lifa eða deyja, heldur ferðatakmarkanir vegna heimsfaraldurs. Inn í spilar hversu vel fyrirtæki stóðu fyrir kófið en líka hvernig aðgerðir stjórnvalda mæta þeim vanda sem sannarlega er fyrir hendi innan atvinnugreinarinnar. Þar hefur ASÍ kallað eftir sértækum aðgerðum svo beina megi fjármagninu þangað sem þess er mest þörf. Ferðaþjónustu á Íslandi þarf að hugsa á nýjum grunni. Ferðaþjónustan óx hratt og óskipulega og nú er rétti tímapunkturinn til að koma skikki á hlutina. Tilgangurinn með skýrslu og tillögum ASÍ er ekki síst að lýsa yfir vilja launafólks til að taka þátt í heilbrigðri stefnumótun á sviði ferðaþjónustu til þess að samfélagið allt geti notið afrakstursins án þess að gengið sé á náttúruna og réttindi launafólks. Sá var nú allur glæpurinn. Höfundur er formaður Verkalýðs-og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun