Fræðsla lögreglumanna um hatursglæpi Eyrún Eyþórsdóttir og Soffía Waag Árnadóttir skrifa 9. desember 2020 15:01 Tjáning fordóma, hvort sem er í orði eða í verki, er vaxandi áhyggjuefni í heiminum í dag. Í framkvæmdaáætlun Sameinuðu Þjóðanna um aðgerðir gegn haturstjáningu frá 2019 er lýst yfir áhyggjum af mikilli aukningu á útlendingahatri, kynþáttahyggju og umburðarleysi, meðal annars gegn gyðingum, múslimum og kristnum. Þar er jafnframt bent á að öfgaöfl, sem beina sér gegn minnihlutahópum, sé vaxandi ógn og þar sé samfélagsmiðlum beitt markvisst. Því fylgir að alþjóðavæðing haturs nær ekki síður til Íslands. Hatursglæpir eru ekki nýr vandi í augum lögreglu og hefur lögregla flestra Evrópulanda beitt sér af afli gegn hatursglæpum á undanförnum árum og sett kraft í rannsókn þeirra og saksókn. Hérlendis hafa áhyggjur að aukningu hatursglæpa einnig verið til staðar og árið 2016 gerði dómsmálaráðuneytið með sér samning við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) um að lögreglumenn hérlendis yrðu þjálfaðir í að rannsaka hatursglæpi. Lögð var áherslu á að öll embætti sendu lögreglumenn á námskeiðið svo innan allra embætta væri til staðar þekking á hatursglæpum. Í upphafi árs 2017 sóttu átta lögreglumenn leiðbeinandenda námskeið hér á landi á vegum ÖSE. Þar fyrir utan stóð Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu (MSL), í samstarfi við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, Eyrúnu Eyþórsdóttur og Háskólann á Akureyri fyrir þremur námskeiðum um lögreglustörf í fjölbreyttu samfélagi sem lauki á námskeiði í Póllandi, sem að hluta til fór fram innan girðinga Auschwitz-Birkenau. Á því námskeiði sáu þátttakendur með eigin augum hverjar afleiðingar haturs getur orðið. Hátt í 80 lögreglumenn hlutu þessa þjálfun, sem er yfir 10% allra starfandi lögreglumanna á þeim tíma. Þá er jafnframt sérstaklega fjallað um menntun lögreglumanna um hatursglæpi í nýjustu löggæsluáætluninni. Hér má bæta við að frá því að lögreglunám fór á háskólastig hefur verið lögð áhersla innan Háskólans á Akureyri að fræða lögreglunema um lögreglustörf í fjölbreyttu samfélagi í skyldunámskeiði. Jafnframt hefur þegar verið búið til námskeið um hatursglæpi sem býður eftir að komast á dagskrá. Þessa dagana eru 17 starfandi lögreglumenn um land allt, á námskeiði um aðkomu lögreglu að hatursglæpum á vegum Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar (MSL) undir leiðsögn Eyrúnar Eyþórsdóttur. Á námskeiðinu fá lögreglumennirnir ítarlega fræðslu um fjölbreytileika hérlendis, fordóma og ýmsar birtingarmyndir þess, skilgreiningar á hatursglæpum, haturstjáningu, mismunun og þjálfun í því að bera kennsla á, og rannsaka hatursglæpi. Þátttakendur fá jafnframt þjálfun, í að miðla áfram þekkingu sinni til samstarfsfélaga, sem útbúin hefur verið af Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu ÖSE. Fyrirhugað er að festa betur í sessi hatursglæpa fræðslu innan framhaldsmenntunar lögreglumanna og aðra þætti sem snúa að starfi lögreglu í fjölbreyttu samfélagi. Í því tilliti er hvoru tveggja mikilvægt; þekking á rannsókn hatursglæpa og öflugt forvarnastarf. Umhverfi okkar breytist á ógnarhraða og samhliða því breytist vinnuumhverfi lögreglumanna. Lögreglan þarf að spegla samfélag sitt og hluti af því er almennur skilningur innan réttarvörslukerfisins um að brýnt er að taka á hatursglæpum með öllum mögulegum leiðum. Slíkt starf lögreglu stuðlar að öryggi í samfélaginu fyrir alla þegna þess, sama hvaða þjóðernislega bakgrunn, tungumál, trúarbrögð, kynvitund, kynhneigð, líkamsbyggingu, kyn, aldur eða fötlun, landsmenn hafa. Það er því allra hagur að tekið sé á málaflokknum með þekkingu og festu. Eyrún Eyþórsdóttir, lektor í lögreglufræðum Háskólans á Akureyri og Soffía Waag Árnadóttir, Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Skóla - og menntamál Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Sjá meira
Tjáning fordóma, hvort sem er í orði eða í verki, er vaxandi áhyggjuefni í heiminum í dag. Í framkvæmdaáætlun Sameinuðu Þjóðanna um aðgerðir gegn haturstjáningu frá 2019 er lýst yfir áhyggjum af mikilli aukningu á útlendingahatri, kynþáttahyggju og umburðarleysi, meðal annars gegn gyðingum, múslimum og kristnum. Þar er jafnframt bent á að öfgaöfl, sem beina sér gegn minnihlutahópum, sé vaxandi ógn og þar sé samfélagsmiðlum beitt markvisst. Því fylgir að alþjóðavæðing haturs nær ekki síður til Íslands. Hatursglæpir eru ekki nýr vandi í augum lögreglu og hefur lögregla flestra Evrópulanda beitt sér af afli gegn hatursglæpum á undanförnum árum og sett kraft í rannsókn þeirra og saksókn. Hérlendis hafa áhyggjur að aukningu hatursglæpa einnig verið til staðar og árið 2016 gerði dómsmálaráðuneytið með sér samning við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) um að lögreglumenn hérlendis yrðu þjálfaðir í að rannsaka hatursglæpi. Lögð var áherslu á að öll embætti sendu lögreglumenn á námskeiðið svo innan allra embætta væri til staðar þekking á hatursglæpum. Í upphafi árs 2017 sóttu átta lögreglumenn leiðbeinandenda námskeið hér á landi á vegum ÖSE. Þar fyrir utan stóð Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu (MSL), í samstarfi við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, Eyrúnu Eyþórsdóttur og Háskólann á Akureyri fyrir þremur námskeiðum um lögreglustörf í fjölbreyttu samfélagi sem lauki á námskeiði í Póllandi, sem að hluta til fór fram innan girðinga Auschwitz-Birkenau. Á því námskeiði sáu þátttakendur með eigin augum hverjar afleiðingar haturs getur orðið. Hátt í 80 lögreglumenn hlutu þessa þjálfun, sem er yfir 10% allra starfandi lögreglumanna á þeim tíma. Þá er jafnframt sérstaklega fjallað um menntun lögreglumanna um hatursglæpi í nýjustu löggæsluáætluninni. Hér má bæta við að frá því að lögreglunám fór á háskólastig hefur verið lögð áhersla innan Háskólans á Akureyri að fræða lögreglunema um lögreglustörf í fjölbreyttu samfélagi í skyldunámskeiði. Jafnframt hefur þegar verið búið til námskeið um hatursglæpi sem býður eftir að komast á dagskrá. Þessa dagana eru 17 starfandi lögreglumenn um land allt, á námskeiði um aðkomu lögreglu að hatursglæpum á vegum Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar (MSL) undir leiðsögn Eyrúnar Eyþórsdóttur. Á námskeiðinu fá lögreglumennirnir ítarlega fræðslu um fjölbreytileika hérlendis, fordóma og ýmsar birtingarmyndir þess, skilgreiningar á hatursglæpum, haturstjáningu, mismunun og þjálfun í því að bera kennsla á, og rannsaka hatursglæpi. Þátttakendur fá jafnframt þjálfun, í að miðla áfram þekkingu sinni til samstarfsfélaga, sem útbúin hefur verið af Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu ÖSE. Fyrirhugað er að festa betur í sessi hatursglæpa fræðslu innan framhaldsmenntunar lögreglumanna og aðra þætti sem snúa að starfi lögreglu í fjölbreyttu samfélagi. Í því tilliti er hvoru tveggja mikilvægt; þekking á rannsókn hatursglæpa og öflugt forvarnastarf. Umhverfi okkar breytist á ógnarhraða og samhliða því breytist vinnuumhverfi lögreglumanna. Lögreglan þarf að spegla samfélag sitt og hluti af því er almennur skilningur innan réttarvörslukerfisins um að brýnt er að taka á hatursglæpum með öllum mögulegum leiðum. Slíkt starf lögreglu stuðlar að öryggi í samfélaginu fyrir alla þegna þess, sama hvaða þjóðernislega bakgrunn, tungumál, trúarbrögð, kynvitund, kynhneigð, líkamsbyggingu, kyn, aldur eða fötlun, landsmenn hafa. Það er því allra hagur að tekið sé á málaflokknum með þekkingu og festu. Eyrún Eyþórsdóttir, lektor í lögreglufræðum Háskólans á Akureyri og Soffía Waag Árnadóttir, Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun