Fræðsla lögreglumanna um hatursglæpi Eyrún Eyþórsdóttir og Soffía Waag Árnadóttir skrifa 9. desember 2020 15:01 Tjáning fordóma, hvort sem er í orði eða í verki, er vaxandi áhyggjuefni í heiminum í dag. Í framkvæmdaáætlun Sameinuðu Þjóðanna um aðgerðir gegn haturstjáningu frá 2019 er lýst yfir áhyggjum af mikilli aukningu á útlendingahatri, kynþáttahyggju og umburðarleysi, meðal annars gegn gyðingum, múslimum og kristnum. Þar er jafnframt bent á að öfgaöfl, sem beina sér gegn minnihlutahópum, sé vaxandi ógn og þar sé samfélagsmiðlum beitt markvisst. Því fylgir að alþjóðavæðing haturs nær ekki síður til Íslands. Hatursglæpir eru ekki nýr vandi í augum lögreglu og hefur lögregla flestra Evrópulanda beitt sér af afli gegn hatursglæpum á undanförnum árum og sett kraft í rannsókn þeirra og saksókn. Hérlendis hafa áhyggjur að aukningu hatursglæpa einnig verið til staðar og árið 2016 gerði dómsmálaráðuneytið með sér samning við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) um að lögreglumenn hérlendis yrðu þjálfaðir í að rannsaka hatursglæpi. Lögð var áherslu á að öll embætti sendu lögreglumenn á námskeiðið svo innan allra embætta væri til staðar þekking á hatursglæpum. Í upphafi árs 2017 sóttu átta lögreglumenn leiðbeinandenda námskeið hér á landi á vegum ÖSE. Þar fyrir utan stóð Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu (MSL), í samstarfi við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, Eyrúnu Eyþórsdóttur og Háskólann á Akureyri fyrir þremur námskeiðum um lögreglustörf í fjölbreyttu samfélagi sem lauki á námskeiði í Póllandi, sem að hluta til fór fram innan girðinga Auschwitz-Birkenau. Á því námskeiði sáu þátttakendur með eigin augum hverjar afleiðingar haturs getur orðið. Hátt í 80 lögreglumenn hlutu þessa þjálfun, sem er yfir 10% allra starfandi lögreglumanna á þeim tíma. Þá er jafnframt sérstaklega fjallað um menntun lögreglumanna um hatursglæpi í nýjustu löggæsluáætluninni. Hér má bæta við að frá því að lögreglunám fór á háskólastig hefur verið lögð áhersla innan Háskólans á Akureyri að fræða lögreglunema um lögreglustörf í fjölbreyttu samfélagi í skyldunámskeiði. Jafnframt hefur þegar verið búið til námskeið um hatursglæpi sem býður eftir að komast á dagskrá. Þessa dagana eru 17 starfandi lögreglumenn um land allt, á námskeiði um aðkomu lögreglu að hatursglæpum á vegum Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar (MSL) undir leiðsögn Eyrúnar Eyþórsdóttur. Á námskeiðinu fá lögreglumennirnir ítarlega fræðslu um fjölbreytileika hérlendis, fordóma og ýmsar birtingarmyndir þess, skilgreiningar á hatursglæpum, haturstjáningu, mismunun og þjálfun í því að bera kennsla á, og rannsaka hatursglæpi. Þátttakendur fá jafnframt þjálfun, í að miðla áfram þekkingu sinni til samstarfsfélaga, sem útbúin hefur verið af Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu ÖSE. Fyrirhugað er að festa betur í sessi hatursglæpa fræðslu innan framhaldsmenntunar lögreglumanna og aðra þætti sem snúa að starfi lögreglu í fjölbreyttu samfélagi. Í því tilliti er hvoru tveggja mikilvægt; þekking á rannsókn hatursglæpa og öflugt forvarnastarf. Umhverfi okkar breytist á ógnarhraða og samhliða því breytist vinnuumhverfi lögreglumanna. Lögreglan þarf að spegla samfélag sitt og hluti af því er almennur skilningur innan réttarvörslukerfisins um að brýnt er að taka á hatursglæpum með öllum mögulegum leiðum. Slíkt starf lögreglu stuðlar að öryggi í samfélaginu fyrir alla þegna þess, sama hvaða þjóðernislega bakgrunn, tungumál, trúarbrögð, kynvitund, kynhneigð, líkamsbyggingu, kyn, aldur eða fötlun, landsmenn hafa. Það er því allra hagur að tekið sé á málaflokknum með þekkingu og festu. Eyrún Eyþórsdóttir, lektor í lögreglufræðum Háskólans á Akureyri og Soffía Waag Árnadóttir, Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Skóla - og menntamál Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Tjáning fordóma, hvort sem er í orði eða í verki, er vaxandi áhyggjuefni í heiminum í dag. Í framkvæmdaáætlun Sameinuðu Þjóðanna um aðgerðir gegn haturstjáningu frá 2019 er lýst yfir áhyggjum af mikilli aukningu á útlendingahatri, kynþáttahyggju og umburðarleysi, meðal annars gegn gyðingum, múslimum og kristnum. Þar er jafnframt bent á að öfgaöfl, sem beina sér gegn minnihlutahópum, sé vaxandi ógn og þar sé samfélagsmiðlum beitt markvisst. Því fylgir að alþjóðavæðing haturs nær ekki síður til Íslands. Hatursglæpir eru ekki nýr vandi í augum lögreglu og hefur lögregla flestra Evrópulanda beitt sér af afli gegn hatursglæpum á undanförnum árum og sett kraft í rannsókn þeirra og saksókn. Hérlendis hafa áhyggjur að aukningu hatursglæpa einnig verið til staðar og árið 2016 gerði dómsmálaráðuneytið með sér samning við Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) um að lögreglumenn hérlendis yrðu þjálfaðir í að rannsaka hatursglæpi. Lögð var áherslu á að öll embætti sendu lögreglumenn á námskeiðið svo innan allra embætta væri til staðar þekking á hatursglæpum. Í upphafi árs 2017 sóttu átta lögreglumenn leiðbeinandenda námskeið hér á landi á vegum ÖSE. Þar fyrir utan stóð Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu (MSL), í samstarfi við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, Eyrúnu Eyþórsdóttur og Háskólann á Akureyri fyrir þremur námskeiðum um lögreglustörf í fjölbreyttu samfélagi sem lauki á námskeiði í Póllandi, sem að hluta til fór fram innan girðinga Auschwitz-Birkenau. Á því námskeiði sáu þátttakendur með eigin augum hverjar afleiðingar haturs getur orðið. Hátt í 80 lögreglumenn hlutu þessa þjálfun, sem er yfir 10% allra starfandi lögreglumanna á þeim tíma. Þá er jafnframt sérstaklega fjallað um menntun lögreglumanna um hatursglæpi í nýjustu löggæsluáætluninni. Hér má bæta við að frá því að lögreglunám fór á háskólastig hefur verið lögð áhersla innan Háskólans á Akureyri að fræða lögreglunema um lögreglustörf í fjölbreyttu samfélagi í skyldunámskeiði. Jafnframt hefur þegar verið búið til námskeið um hatursglæpi sem býður eftir að komast á dagskrá. Þessa dagana eru 17 starfandi lögreglumenn um land allt, á námskeiði um aðkomu lögreglu að hatursglæpum á vegum Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar (MSL) undir leiðsögn Eyrúnar Eyþórsdóttur. Á námskeiðinu fá lögreglumennirnir ítarlega fræðslu um fjölbreytileika hérlendis, fordóma og ýmsar birtingarmyndir þess, skilgreiningar á hatursglæpum, haturstjáningu, mismunun og þjálfun í því að bera kennsla á, og rannsaka hatursglæpi. Þátttakendur fá jafnframt þjálfun, í að miðla áfram þekkingu sinni til samstarfsfélaga, sem útbúin hefur verið af Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu ÖSE. Fyrirhugað er að festa betur í sessi hatursglæpa fræðslu innan framhaldsmenntunar lögreglumanna og aðra þætti sem snúa að starfi lögreglu í fjölbreyttu samfélagi. Í því tilliti er hvoru tveggja mikilvægt; þekking á rannsókn hatursglæpa og öflugt forvarnastarf. Umhverfi okkar breytist á ógnarhraða og samhliða því breytist vinnuumhverfi lögreglumanna. Lögreglan þarf að spegla samfélag sitt og hluti af því er almennur skilningur innan réttarvörslukerfisins um að brýnt er að taka á hatursglæpum með öllum mögulegum leiðum. Slíkt starf lögreglu stuðlar að öryggi í samfélaginu fyrir alla þegna þess, sama hvaða þjóðernislega bakgrunn, tungumál, trúarbrögð, kynvitund, kynhneigð, líkamsbyggingu, kyn, aldur eða fötlun, landsmenn hafa. Það er því allra hagur að tekið sé á málaflokknum með þekkingu og festu. Eyrún Eyþórsdóttir, lektor í lögreglufræðum Háskólans á Akureyri og Soffía Waag Árnadóttir, Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglu.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun