Svartsýni ríkir í Brussel Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. desember 2020 16:39 Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. Getty/WPA Pool Ólíklegt virðist að Bretar nái saman við Evrópusambandið um viðskiptasamning fyrir árslok en þá renna núgildandi samningar út í kjölfar ákvörðunar Breta um að ganga út úr sambandinu. Leiðtogar Breta og ESB funda saman í Brussel í kvöld í von um að klára málið á lokametrunum. Miðað við ummæli undanfarinna daga eru leiðtogarnir vongóðir en ekkert sérstaklega bjartsýnir. Þannig sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari að enn væri möguleiki á því að ná samningi þótt hún gæti engu slíku lofað. Breski forsætisráðherrann Boris Johnson tók í sama streng og sagði að þótt menn yrðu að vera jákvæðir væri staðan afskaplega erfið. Hvað breytist um áramótin? Frá og með 1. janúar mun EES-samningurinn ekki gilda lengur um Bretland og þýðir þetta þó nokkrar breytingar fyrir Íslendinga. Samkvæmt utanríkisráðuneytinu eru það einna helst þessi atriði sem er vert að hafa í huga: Íslendingar sem flytja til Bretlands þurfa að sækja um dvalarleyfi og uppfylla skilyrði samkvæmt nýju innflytjendakerfi Reglur EES-samningsins um gagnkvæma viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi gilda ekki lengur Ekki verður lengur sjálfkrafa viðurkenning á að vörur uppfylli tæknilegar reglur og staðla Evrópska sjúkratryggingakortið gildir ekki lengur og þurfa þeir sem fara til Bretlands að huga að viðeigandi tryggingum Hvað breytist ekki? Sumt breytist þó ekki, meðal annars vegna bráðabirgðafríverslunarsamningsins sem Ísland, og Bretland undirrituðu í gær. Íslendingar búsettir í Bretlandi fyrir lok árs 2020 halda dvalar- og búseturéttindum sínum en verða að sækja um svokallaðan „settled status“. Áfram verður hægt að heimsækja Bretland án vegabréfsáritunar. Óbreytt tollkjör verða í vöruviðskiptum vegna bráðabirgðafríverslunarsamnings. Réttindi þeirra sem hafa fengið prófskírteini frá Bretlandi viðurkennd fyrir lok aðlögunartímabilsins, eða umsókn um slíkt lögð fram fyrir lok aðlögunartímabilsins, hafa verið tryggð. Evrópusambandið Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fleiri fréttir Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Sjá meira
Leiðtogar Breta og ESB funda saman í Brussel í kvöld í von um að klára málið á lokametrunum. Miðað við ummæli undanfarinna daga eru leiðtogarnir vongóðir en ekkert sérstaklega bjartsýnir. Þannig sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari að enn væri möguleiki á því að ná samningi þótt hún gæti engu slíku lofað. Breski forsætisráðherrann Boris Johnson tók í sama streng og sagði að þótt menn yrðu að vera jákvæðir væri staðan afskaplega erfið. Hvað breytist um áramótin? Frá og með 1. janúar mun EES-samningurinn ekki gilda lengur um Bretland og þýðir þetta þó nokkrar breytingar fyrir Íslendinga. Samkvæmt utanríkisráðuneytinu eru það einna helst þessi atriði sem er vert að hafa í huga: Íslendingar sem flytja til Bretlands þurfa að sækja um dvalarleyfi og uppfylla skilyrði samkvæmt nýju innflytjendakerfi Reglur EES-samningsins um gagnkvæma viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi gilda ekki lengur Ekki verður lengur sjálfkrafa viðurkenning á að vörur uppfylli tæknilegar reglur og staðla Evrópska sjúkratryggingakortið gildir ekki lengur og þurfa þeir sem fara til Bretlands að huga að viðeigandi tryggingum Hvað breytist ekki? Sumt breytist þó ekki, meðal annars vegna bráðabirgðafríverslunarsamningsins sem Ísland, og Bretland undirrituðu í gær. Íslendingar búsettir í Bretlandi fyrir lok árs 2020 halda dvalar- og búseturéttindum sínum en verða að sækja um svokallaðan „settled status“. Áfram verður hægt að heimsækja Bretland án vegabréfsáritunar. Óbreytt tollkjör verða í vöruviðskiptum vegna bráðabirgðafríverslunarsamnings. Réttindi þeirra sem hafa fengið prófskírteini frá Bretlandi viðurkennd fyrir lok aðlögunartímabilsins, eða umsókn um slíkt lögð fram fyrir lok aðlögunartímabilsins, hafa verið tryggð.
Evrópusambandið Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fleiri fréttir Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Sjá meira