Eigandi Dallas Mavericks býst við því að tapa tólf milljörðum á tímabilinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. desember 2020 15:00 Mark Cuban með Luka Doncic þegar Slóveninn var kjörinn besti nýliðinn í NBA-deildinni í fyrra. Getty/Joe Scarnici Mark Cuban, eigandi NBA-liðsins Dallas Mavericks, er búinn að undirbúa sig fyrir það að tapa gríðarlegum fjárhæðum á 2020-21 tímabilinu vegna kórónuveirunnar. NBA tímabilið hefst rétt fyrir jól og að þessu sinni munu liðin spila í sínum heimahöllum en ekki í NBA búbblu. Það breytir ekki því að kórónuveiran mun áfram setja mikinn svip á deildina og lítið verður um áhorfendur í flestum höllum. Mark Cuban, hinn litríki eigandi Dallas Mavericks, ræddi rekstur NBA liðs í miðjum heimsfaraldri í útvarpsþættinum The Hardline á íþróttarás KTCK-AM útvarpsstöðvarinnar. Cuban var meðal annars spurður út í erfitt rekstrarumhverfi í þessu ástandi. „Mun ég tapa fullt af peningum á þessu tímabili? Já, það er enginn spurning um það. Meira en hundrað milljónum dollara þegar allt verður gert upp? Já engin vafi á því,“ sagði Mark Cuban. Hundrað milljónir dollara eru meira en tólf milljarðar íslenskra króna. Mark Cuban owner of the Dallas Mavericks estimates that he will lose more than $100 million during the 2020-21 NBA season due to the COVID-19 protocols and arena restrictions. pic.twitter.com/u3XDQZP1tO— Front Office Sports (@FOS) December 9, 2020 „Sem betur fer þá er ég í þeirri stöðu að ég hef efni á þessu. Ég mun halda áfram að borga okkar starfsfólki sem er það rétta í stöðunni,“ sagði Cuban. „Þrátt fyrir að ég geti þetta núna þá þurfum við að komast aftur í að sila okkar venjulega tímabil. Við munum ekki byrja mótið aftur í desember. Við vitum að fólk vill fá sportið á þeim tíma sem það er vant því að fá sportið sitt,“ sagði Cuban. „NBA deildin á að byrja í október og nóvember og enda í júní. Með því að byrja tímabilið í desember og spila færri leiki þá leggjum við grunninn að eðlilegu 2021-22 tímabili,“ sagði Cuban. „Vonandi getum við lifað okkar venjulega lífi eftir að bólusetningunni er lokið og að allt verði þá í lagi,“ sagði Cuban. Cuban býst við miklum áhuga á leikjum Dallas þegar fólk má aftur fara að fylla íþróttahallir. „Ég veðja á það að fólk verði orðið svo þreytt á því að hanga heima hjá sér að það mun allt verða brjálað þegar það kemst aftur á leiki. Það munu allir vilja fá tækifæri til að horfa á Luka [Doncic] og [Kristaps Porzingis] spila sem og allt Dallas Mavericks liðið. Það er óvissa með næstu mánuði en það verður svakalegt fjör hjá okkur þegar við verðum búin að fá bóluefnið,“ sagði Mark Cuban. NBA Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Sjá meira
NBA tímabilið hefst rétt fyrir jól og að þessu sinni munu liðin spila í sínum heimahöllum en ekki í NBA búbblu. Það breytir ekki því að kórónuveiran mun áfram setja mikinn svip á deildina og lítið verður um áhorfendur í flestum höllum. Mark Cuban, hinn litríki eigandi Dallas Mavericks, ræddi rekstur NBA liðs í miðjum heimsfaraldri í útvarpsþættinum The Hardline á íþróttarás KTCK-AM útvarpsstöðvarinnar. Cuban var meðal annars spurður út í erfitt rekstrarumhverfi í þessu ástandi. „Mun ég tapa fullt af peningum á þessu tímabili? Já, það er enginn spurning um það. Meira en hundrað milljónum dollara þegar allt verður gert upp? Já engin vafi á því,“ sagði Mark Cuban. Hundrað milljónir dollara eru meira en tólf milljarðar íslenskra króna. Mark Cuban owner of the Dallas Mavericks estimates that he will lose more than $100 million during the 2020-21 NBA season due to the COVID-19 protocols and arena restrictions. pic.twitter.com/u3XDQZP1tO— Front Office Sports (@FOS) December 9, 2020 „Sem betur fer þá er ég í þeirri stöðu að ég hef efni á þessu. Ég mun halda áfram að borga okkar starfsfólki sem er það rétta í stöðunni,“ sagði Cuban. „Þrátt fyrir að ég geti þetta núna þá þurfum við að komast aftur í að sila okkar venjulega tímabil. Við munum ekki byrja mótið aftur í desember. Við vitum að fólk vill fá sportið á þeim tíma sem það er vant því að fá sportið sitt,“ sagði Cuban. „NBA deildin á að byrja í október og nóvember og enda í júní. Með því að byrja tímabilið í desember og spila færri leiki þá leggjum við grunninn að eðlilegu 2021-22 tímabili,“ sagði Cuban. „Vonandi getum við lifað okkar venjulega lífi eftir að bólusetningunni er lokið og að allt verði þá í lagi,“ sagði Cuban. Cuban býst við miklum áhuga á leikjum Dallas þegar fólk má aftur fara að fylla íþróttahallir. „Ég veðja á það að fólk verði orðið svo þreytt á því að hanga heima hjá sér að það mun allt verða brjálað þegar það kemst aftur á leiki. Það munu allir vilja fá tækifæri til að horfa á Luka [Doncic] og [Kristaps Porzingis] spila sem og allt Dallas Mavericks liðið. Það er óvissa með næstu mánuði en það verður svakalegt fjör hjá okkur þegar við verðum búin að fá bóluefnið,“ sagði Mark Cuban.
NBA Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Sjá meira