Deila um tölur snýst raunverulega um umfang og forgangsröðun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. desember 2020 11:45 Málið virðist ekki snúast um hvað torgið kostaði, heldur heildarumfang verksins og forgangsröðun. Framkvæmdakostnaður Reykjavíkurborgar vegna Óðinstorgs nam 60,6 milljónum króna samkvæmt svari fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar en heildarkostnaður framkvæmda á torginu og í nágrenni var 474 milljónir króna. Samþykktar fjárheimildir til verksins nema 505 milljónum króna. Það voru borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins sem spurðust fyrir um kostnaðinn en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sá sig tilneyddan til að tjá sig um málið á samfélagsmiðlum eftir að Vigdís Hauksdóttir, umræddur áheyrnarfulltrúi, hélt því fram á sama vettvangi að kostnaður Reykavíkurborgar vegna „torg hins himneska Dags“ hefði verið nær hálfur milljarður króna. Dagur greindi frá því að kostnaður við torgið sjálft hefði raunar verið um 60 milljónir og að torgið væri ekki sitt, heldur ætti heiðurinn að hugmyndinni Eva María Jónsdóttir sjónvarpskona „í því sem þá hét Miðborgarstjórn.“ Borgin og borgarbúar geta að mínu mati verið stoltir af umbreytingu Óðinstorgs. Tek eftir því að Vigdís Hauksdóttir og...Posted by Dagur B. Eggertsson on Thursday, December 10, 2020 Um hvað snýst málið? Málið virðist að hluta hártog þar sem aðilar eru að vísa í nákvæmlega sömu tölurnar. Það er rétt að kostnaður við Óðinstorg nam, samkvæmt svarinu sem lagt var fram á fundi borgarráðs í gær, sannarlega 60 milljónum króna. Hins vegar virðist umkvörtunarefnið ekki nákvæmar tölur heldur heildarumfang verksins. Þannig vill Vigdís meina að „aðilar hafi verið blekktir“ þegar verkið var kynnt. Á þeim tíma hefði öll áhersla verið lögð á Óðinstorg og Týsgötu að hluta en á endanum hafi miklu stærra svæði verið undir. Þá gagnrýna borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins forgangsröðun verkefnisins umfram önnur brýnni mál. Torg hins himneska Dags/Óðistorg ;-) Verðmiðinn er kominn hér er bókun mín í málinu "Flott og dýrt skal það vera á...Posted by Vigdís Hauksdóttir on Thursday, December 10, 2020 Lagnaframkvæmdirnar dýrastar Í svörum borgarmeirihlutans er vissulega gengist við því að verkið hafi verið umfangsmeira en svo að snúast bara um Óðinstorg og Týsgötu. Þar segir að framkvæmdasvæðið hafi náð til Skólavörðustígs, Óðinsgötu, Spítalastígs, Týsgötu, Lokastígs, Freyjutorg, Freyjugötu, Bjargarstígs og Óðinsgötu við Freyjutorg. Þá bendir meirihlutinn á að stærstur hluti kostnaðarins sé til komin vegna meira en 100 ára gamalla lagna undir svæðinu, sem hafi verið löngu komnar á tíma og stefnt að því frá hruni að skipta um. Borgarbúar geta verið stoltir af umbreytingu Óðinstorgs, segir Dagur. Fundargerð borgarráðs 10. desember. Tengd skjöl Framkvaemdakostnadur_vid_Odinstorg_og_nagrenniPDF406KBSækja skjal Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sjá meira
Samþykktar fjárheimildir til verksins nema 505 milljónum króna. Það voru borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins sem spurðust fyrir um kostnaðinn en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sá sig tilneyddan til að tjá sig um málið á samfélagsmiðlum eftir að Vigdís Hauksdóttir, umræddur áheyrnarfulltrúi, hélt því fram á sama vettvangi að kostnaður Reykavíkurborgar vegna „torg hins himneska Dags“ hefði verið nær hálfur milljarður króna. Dagur greindi frá því að kostnaður við torgið sjálft hefði raunar verið um 60 milljónir og að torgið væri ekki sitt, heldur ætti heiðurinn að hugmyndinni Eva María Jónsdóttir sjónvarpskona „í því sem þá hét Miðborgarstjórn.“ Borgin og borgarbúar geta að mínu mati verið stoltir af umbreytingu Óðinstorgs. Tek eftir því að Vigdís Hauksdóttir og...Posted by Dagur B. Eggertsson on Thursday, December 10, 2020 Um hvað snýst málið? Málið virðist að hluta hártog þar sem aðilar eru að vísa í nákvæmlega sömu tölurnar. Það er rétt að kostnaður við Óðinstorg nam, samkvæmt svarinu sem lagt var fram á fundi borgarráðs í gær, sannarlega 60 milljónum króna. Hins vegar virðist umkvörtunarefnið ekki nákvæmar tölur heldur heildarumfang verksins. Þannig vill Vigdís meina að „aðilar hafi verið blekktir“ þegar verkið var kynnt. Á þeim tíma hefði öll áhersla verið lögð á Óðinstorg og Týsgötu að hluta en á endanum hafi miklu stærra svæði verið undir. Þá gagnrýna borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins forgangsröðun verkefnisins umfram önnur brýnni mál. Torg hins himneska Dags/Óðistorg ;-) Verðmiðinn er kominn hér er bókun mín í málinu "Flott og dýrt skal það vera á...Posted by Vigdís Hauksdóttir on Thursday, December 10, 2020 Lagnaframkvæmdirnar dýrastar Í svörum borgarmeirihlutans er vissulega gengist við því að verkið hafi verið umfangsmeira en svo að snúast bara um Óðinstorg og Týsgötu. Þar segir að framkvæmdasvæðið hafi náð til Skólavörðustígs, Óðinsgötu, Spítalastígs, Týsgötu, Lokastígs, Freyjutorg, Freyjugötu, Bjargarstígs og Óðinsgötu við Freyjutorg. Þá bendir meirihlutinn á að stærstur hluti kostnaðarins sé til komin vegna meira en 100 ára gamalla lagna undir svæðinu, sem hafi verið löngu komnar á tíma og stefnt að því frá hruni að skipta um. Borgarbúar geta verið stoltir af umbreytingu Óðinstorgs, segir Dagur. Fundargerð borgarráðs 10. desember. Tengd skjöl Framkvaemdakostnadur_vid_Odinstorg_og_nagrenniPDF406KBSækja skjal
Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sjá meira