Neyðarástand Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 14. desember 2020 16:00 Um helgina kallaði Aðalritari Sameinuðu þjóðanna eftir því að ríki heimsins lýstu yfir neyðarástandi vegna hamfarahlýnunar. Þetta ákall Antonio Guterres er hið sama og loftslagsverkfallið á Íslandi hefur talað fyrir undanfarin tvö ár. Á fundum með fulltrúum ríkisstjórnarinnar, ráðherrum og öðrum aðilum hafa fulltrúar loftslagsverkfalls, námsfólk, stúdentar, ungmenni og börn, útskýrt hvers vegna þetta skiptir máli. Ríkisstjórn Íslands hefur hunsað kröfu loftslagsverkfallsins hingað til, ætlar hún líka að hunsa ákall aðalritara Sameinuðu þjóðanna? Á fundum verkfallsins með stjórnvöldum var ákalli verkfallsins iðulega mætt með orðum eins og: Hvað á eiginlega að felast í yfirlýsingu um neyðarástand? Hverju á það að breyta, hvers konar neyðarástand? Guð minn góður, það er engin leið að gera þetta. Reglulega var sú mynd máluð upp að valdhafar hefðu hvorki hugmyndaflugið né úrræðin til þess að gera þetta almennilega. Önnur ríki hafa lýst yfir neyðarástandi, vissulega með misgóðum árangri, en annmarkar á framkvæmd annarra ríkja í þessum efnum eru ekki afsökun fyrir stjórnvöld hérlendis að sitja með hendur í skauti. Þúsundir vísindafólks hafa sammælst um að þeim sé skylt að lýsa yfir neyðarástandi og að mannkynið þurfi að átta sig á því hve alvarleg staðan raunverulega er. Stjórnvöld hérlendis hljóta að vera nægilega útsjónarsöm til þess að finna fullnægjandi og viðeigandi leiðir til þess að mæta ákalli aðalritara Sameinuðu þjóðanna, loftslagsverkfallsins og fylgja fordæmi vísindafólks. Hér eru nokkrar ástæður til þess að lýsa yfir neyðarástandi, í samræmi við stöðuna sem nú er uppi í heiminum: Yfirlýsing neyðarástands myndi í fyrsta lagi leiða til umræðu og enn frekari vitundarvakningar meðal almennings. Í öðru lagi getur yfirlýsing um neyðarástand sýnt að stjórnvöld taki stöðuna sem upp er komin alvarlega. Í þriðja lagi að stjórnvöld viðurkenni ákall ungu kynslóðarinnar og baráttu ungs fólks fyrir framtíð sinni. Í fjórða lagi getur yfirlýsing um neyðarástand verið forsenda og grundvöllur fyrir því að ráðast í afdrifaríkari aðgerðir, sem verða kannski tímabundið óþægilegar fyrir einhverja. Ef samstaða myndast um grunnforsendu aðgerðanna leiðir það vonandi til þess að síður verði deilt um hve róttækar aðgerðir séu réttlætanlegar, enda sé mjög skýrt hver staða mála sé. Í fimmta lagi getur yfirlýsingin sent skilaboð til alþjóðasamfélagsins ef vel er að henni staðið. Breytt og ný viðmið í samfélaginu eru nauðsynleg. Það þarf að kanna hvernig framkvæmdir, aðgerðir, lagasetning eða aðrar aðgerðir stjórnvalda horfa við markmiði um kolefnishlutleysi. Stefnumótun í öllum málaflokkum verður að taka mið af loftslagsvánni, rétt eins og skylt er að leggja mat á jafnréttisáhrif í hvívetna í dag. Kennsla í skólum þarf að taka mið af því að það sem er undir fyrir komandi kynslóð er hvernig við slökkvum á 650 Eyjafjallajöklum eins og Andri Snær, rithöfundur orðaði það á málþingi sem ég sótti nýlega um loftslagvánna. Viðurkenningar og verðlaun sem loftslagsverkfallið hefur hlotið hérlendis, eins og viðurkenning jafnréttisráðs, Maður ársins 2020 hjá Stöð 2, Bylgjunni og Vísi, Samviskusendiherra Amnesty o.fl. eru góðra gjalda verðar, en loftslagsverkföllin og baráttan vegna þeirra snýst ekki um að fá klapp á bakið – heldur að hlustað sé á ungu kynslóðina og gripið verði til afgerandi aðgerða. Vel útfærðar og trúverðugar aðgerðir skipta að sjálfsögðu höfuðmáli og eitt útilokar ekki annað. Þvert á móti ætti vel útfærð og afgerandi yfirlýsing um neyðarástand vegna hamfarahlýnunar að haldast í hendur við metnaðarfullar aðgerðir. Það ætti í raun að vera lágmarksframtak að stjórnvöld geri borgurunum grein fyrir alvarleika ástandsins með skýrri yfirlýsingu um neyðarástand í málaflokknum. Yfirlýsingin ætti að vera grundvöllur nauðsynlegra kerfisbreytinga og róttækra aðgerða sem enn vantar töluvert upp á hérlendis, en það er efni í annan pistil. Þrálát andstaða ríkisstjórnarinnar við að sammælast um alvarleika vandans gefur of mikið rými fyrir efasemdaraddir til að þrífast. Kannski telja stjórnvöld í raun að ekki sé uppi neyðarástand í loftslagsmálum? Fréttir um að stjórnvöld veiti afslátt handa bílaleigum til að menga senda a.m.k. óþægileg skilaboð að þessu leyti. Hlustið á loftslagsverkföllin og aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Kæra ríkisstjórn, boltinn er hjá ykkur. Lýsið yfir neyðarástandi strax. Höfundur er forseti Rannveigar - Ungra jafnaðarmanna í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Þórey Pétursdóttir Loftslagsmál Hamfarahlýnun Mest lesið Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Fíkn er sjúkdómur sem rýfur tengsl Sigurður Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Um helgina kallaði Aðalritari Sameinuðu þjóðanna eftir því að ríki heimsins lýstu yfir neyðarástandi vegna hamfarahlýnunar. Þetta ákall Antonio Guterres er hið sama og loftslagsverkfallið á Íslandi hefur talað fyrir undanfarin tvö ár. Á fundum með fulltrúum ríkisstjórnarinnar, ráðherrum og öðrum aðilum hafa fulltrúar loftslagsverkfalls, námsfólk, stúdentar, ungmenni og börn, útskýrt hvers vegna þetta skiptir máli. Ríkisstjórn Íslands hefur hunsað kröfu loftslagsverkfallsins hingað til, ætlar hún líka að hunsa ákall aðalritara Sameinuðu þjóðanna? Á fundum verkfallsins með stjórnvöldum var ákalli verkfallsins iðulega mætt með orðum eins og: Hvað á eiginlega að felast í yfirlýsingu um neyðarástand? Hverju á það að breyta, hvers konar neyðarástand? Guð minn góður, það er engin leið að gera þetta. Reglulega var sú mynd máluð upp að valdhafar hefðu hvorki hugmyndaflugið né úrræðin til þess að gera þetta almennilega. Önnur ríki hafa lýst yfir neyðarástandi, vissulega með misgóðum árangri, en annmarkar á framkvæmd annarra ríkja í þessum efnum eru ekki afsökun fyrir stjórnvöld hérlendis að sitja með hendur í skauti. Þúsundir vísindafólks hafa sammælst um að þeim sé skylt að lýsa yfir neyðarástandi og að mannkynið þurfi að átta sig á því hve alvarleg staðan raunverulega er. Stjórnvöld hérlendis hljóta að vera nægilega útsjónarsöm til þess að finna fullnægjandi og viðeigandi leiðir til þess að mæta ákalli aðalritara Sameinuðu þjóðanna, loftslagsverkfallsins og fylgja fordæmi vísindafólks. Hér eru nokkrar ástæður til þess að lýsa yfir neyðarástandi, í samræmi við stöðuna sem nú er uppi í heiminum: Yfirlýsing neyðarástands myndi í fyrsta lagi leiða til umræðu og enn frekari vitundarvakningar meðal almennings. Í öðru lagi getur yfirlýsing um neyðarástand sýnt að stjórnvöld taki stöðuna sem upp er komin alvarlega. Í þriðja lagi að stjórnvöld viðurkenni ákall ungu kynslóðarinnar og baráttu ungs fólks fyrir framtíð sinni. Í fjórða lagi getur yfirlýsing um neyðarástand verið forsenda og grundvöllur fyrir því að ráðast í afdrifaríkari aðgerðir, sem verða kannski tímabundið óþægilegar fyrir einhverja. Ef samstaða myndast um grunnforsendu aðgerðanna leiðir það vonandi til þess að síður verði deilt um hve róttækar aðgerðir séu réttlætanlegar, enda sé mjög skýrt hver staða mála sé. Í fimmta lagi getur yfirlýsingin sent skilaboð til alþjóðasamfélagsins ef vel er að henni staðið. Breytt og ný viðmið í samfélaginu eru nauðsynleg. Það þarf að kanna hvernig framkvæmdir, aðgerðir, lagasetning eða aðrar aðgerðir stjórnvalda horfa við markmiði um kolefnishlutleysi. Stefnumótun í öllum málaflokkum verður að taka mið af loftslagsvánni, rétt eins og skylt er að leggja mat á jafnréttisáhrif í hvívetna í dag. Kennsla í skólum þarf að taka mið af því að það sem er undir fyrir komandi kynslóð er hvernig við slökkvum á 650 Eyjafjallajöklum eins og Andri Snær, rithöfundur orðaði það á málþingi sem ég sótti nýlega um loftslagvánna. Viðurkenningar og verðlaun sem loftslagsverkfallið hefur hlotið hérlendis, eins og viðurkenning jafnréttisráðs, Maður ársins 2020 hjá Stöð 2, Bylgjunni og Vísi, Samviskusendiherra Amnesty o.fl. eru góðra gjalda verðar, en loftslagsverkföllin og baráttan vegna þeirra snýst ekki um að fá klapp á bakið – heldur að hlustað sé á ungu kynslóðina og gripið verði til afgerandi aðgerða. Vel útfærðar og trúverðugar aðgerðir skipta að sjálfsögðu höfuðmáli og eitt útilokar ekki annað. Þvert á móti ætti vel útfærð og afgerandi yfirlýsing um neyðarástand vegna hamfarahlýnunar að haldast í hendur við metnaðarfullar aðgerðir. Það ætti í raun að vera lágmarksframtak að stjórnvöld geri borgurunum grein fyrir alvarleika ástandsins með skýrri yfirlýsingu um neyðarástand í málaflokknum. Yfirlýsingin ætti að vera grundvöllur nauðsynlegra kerfisbreytinga og róttækra aðgerða sem enn vantar töluvert upp á hérlendis, en það er efni í annan pistil. Þrálát andstaða ríkisstjórnarinnar við að sammælast um alvarleika vandans gefur of mikið rými fyrir efasemdaraddir til að þrífast. Kannski telja stjórnvöld í raun að ekki sé uppi neyðarástand í loftslagsmálum? Fréttir um að stjórnvöld veiti afslátt handa bílaleigum til að menga senda a.m.k. óþægileg skilaboð að þessu leyti. Hlustið á loftslagsverkföllin og aðalritara Sameinuðu þjóðanna. Kæra ríkisstjórn, boltinn er hjá ykkur. Lýsið yfir neyðarástandi strax. Höfundur er forseti Rannveigar - Ungra jafnaðarmanna í Kópavogi.
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun