Þrautraunir konu á stefnumótaforritum Jónína Sigurðardóttir skrifar 16. desember 2020 09:00 Að vera einhleyp á fertugsaldri í heimsfaraldri er örugglega í líkingu við að vera föst í þáttunum Crazy Ex Girlfriend þar sem allt er mjög kaótískt og enginn skilur neinn og blöndu af Bridget Jones þar sem allar tilfinningar eru svo sterkar, hvort sem það er einmanaleiki eða einföld þrá að mega hitta einhvern sem maður hrífst af. Yfir höfuð er oft ekki einfalt að vera 32 ára einhleyp kona. Ekki það að mér sjálfri finnist það skelfilegt eða erfitt heldur það að öðru fólki finnist það. Ég bý með 12 ára gamalli dóttur minni og við höfum það nokkuð gott, okkur skortir ekkert og okkur semur vel. Við erum í mjög góðri rútínu sem hentar okkur. Ég viðurkenni alveg að þegar ég hef átt erfiðan dag í vinnunni þá óska ég þess alveg að það væri einhver heima sem myndi elda matinn eða hjálpa dóttur minni að reikna stærðfræði en á meðan það eru stundirnar sem ég hugsa þetta oftast þá held ég að sé bara í góðum málum. Auðvitað væri gaman að kynnast einhverjum sem maður sér fyrir sér að geta eytt ævinni með en það er ekki nauðsynlegt. Annað fólk á oft erfitt með að skilja þetta, hef heyrt ótal frasa um að ég þurfi að finna hinn helminginn, að ef ég ætli að eignast fleiri börn að þá tifi líkamsklukkan og hvað er svona dugleg og efnileg kona eins og þú að gera án þess að eiga mann. Mitt persónulega uppáhald er hins vegar þegar fjölskylduvinur kom að mér og giftri systur minni og segir: „hér eruði, önnur gift og hin alltaf ein”. Svona athugasemdir styggja almennt ekki við mér en ég fór allt í einu að velta fyrir mér er ég orðin sú sem fólk talar um að sé alltaf ein. Því í rauninni þá er ég aldrei ein og fagna því frekar ef ég er ein. Það var svo mikill stimpill sem fylgdi þessu, ákveðið vonleysi og hljómaði eins og það væri eitthvað að mér, að ég væri ástæðan fyrir því að ég væri ,,alltaf ein”. Í fyrstu Covid bylgjunni fann ég fyrir töluverðum einmanaleika, ég hitti eina samstarfskonu í vinnunni, nokkra skjólstæðinga og dóttur mína. Ég er mikil félagsvera og er mikið fyrir að bjóða fólki í mat og spil og dugleg að fara út og hitta fólk. Í staðinn sat ég allt í einu við borðstofuborðið að púsla ómögulegt og ótrúlega stórt púsl sem olli mér engu nema streitu og vöðvabólgu, því ég varð að klára það. Í þessari eymd minni í einmanaleikanum fóru þessi orð fjölskylduvinarins að trufla mig svo ég ákvað að skrá mig á nokkur stefnumóta forrit og sjá hvort það myndi ekki skila árangri. Í stuttu máli sagt þá hefur það ekki skilað árangri. Ég hef alveg kynnst einhverjum mönnum þar sem koma mjög vel fyrir til þess að byrja með, við förum á stefnumót og svo kemur að í rauninni séu þeir bara í leit að einhverju ,,casual”. Sem er að fara pent í að þeir vilji bar kynlíf sem er ekki minn tebolli og verða svo fúlir þegar ég er ekki til í það. Eða þá þegar maður fer á nokkur stefnumót allt gengur vel og svo er maður hunsaður og heyrir skyndilega ekki aftur í viðkomandi, rétt eins og hann hafi horfið af yfirborði jarðar. Best eru þó ótal moðhausarnir sem halda að manni finnist heillandi að fá sendar óumbeðnar typpamyndir, rétt eins og slík mynd kveiki það í manni að maður hendi öllu frá sér, biðji um staðsetningu og mæti á næstu mínútum. Svo eins og staðan er í dag þá er Simmi Vill stabílasti maðurinn í mínu lífi sem ég hafði ekki deili á fyrir Covid, ég veit alltaf hvað hann er með í matinn og það bregst ekki að hann er alltaf með eitthvað í story á Instagram þegar mér leiðist. Ég vil meina að ég fari ekki fram á mikið, en er samt með skýra mynd á hvað ég vil og hvað ég vil ekki. Maður sem er hreinskilinn, metnaðarfullur, skilningsríkur og góður er eitthvað sem heillar mig á meðan kjarklausir, óhreinskilnir dónar sem senda typpamyndir er ekki eitthvað sem ég kæri mig um. Ásamt því að annað fólk hætti að skipta sér af, það er ekki hræðilegt að vera einhleyp. Höfundur er meistaranemi í uppeldis- og menntunarfræðum og ráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Ástin og lífið Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Að vera einhleyp á fertugsaldri í heimsfaraldri er örugglega í líkingu við að vera föst í þáttunum Crazy Ex Girlfriend þar sem allt er mjög kaótískt og enginn skilur neinn og blöndu af Bridget Jones þar sem allar tilfinningar eru svo sterkar, hvort sem það er einmanaleiki eða einföld þrá að mega hitta einhvern sem maður hrífst af. Yfir höfuð er oft ekki einfalt að vera 32 ára einhleyp kona. Ekki það að mér sjálfri finnist það skelfilegt eða erfitt heldur það að öðru fólki finnist það. Ég bý með 12 ára gamalli dóttur minni og við höfum það nokkuð gott, okkur skortir ekkert og okkur semur vel. Við erum í mjög góðri rútínu sem hentar okkur. Ég viðurkenni alveg að þegar ég hef átt erfiðan dag í vinnunni þá óska ég þess alveg að það væri einhver heima sem myndi elda matinn eða hjálpa dóttur minni að reikna stærðfræði en á meðan það eru stundirnar sem ég hugsa þetta oftast þá held ég að sé bara í góðum málum. Auðvitað væri gaman að kynnast einhverjum sem maður sér fyrir sér að geta eytt ævinni með en það er ekki nauðsynlegt. Annað fólk á oft erfitt með að skilja þetta, hef heyrt ótal frasa um að ég þurfi að finna hinn helminginn, að ef ég ætli að eignast fleiri börn að þá tifi líkamsklukkan og hvað er svona dugleg og efnileg kona eins og þú að gera án þess að eiga mann. Mitt persónulega uppáhald er hins vegar þegar fjölskylduvinur kom að mér og giftri systur minni og segir: „hér eruði, önnur gift og hin alltaf ein”. Svona athugasemdir styggja almennt ekki við mér en ég fór allt í einu að velta fyrir mér er ég orðin sú sem fólk talar um að sé alltaf ein. Því í rauninni þá er ég aldrei ein og fagna því frekar ef ég er ein. Það var svo mikill stimpill sem fylgdi þessu, ákveðið vonleysi og hljómaði eins og það væri eitthvað að mér, að ég væri ástæðan fyrir því að ég væri ,,alltaf ein”. Í fyrstu Covid bylgjunni fann ég fyrir töluverðum einmanaleika, ég hitti eina samstarfskonu í vinnunni, nokkra skjólstæðinga og dóttur mína. Ég er mikil félagsvera og er mikið fyrir að bjóða fólki í mat og spil og dugleg að fara út og hitta fólk. Í staðinn sat ég allt í einu við borðstofuborðið að púsla ómögulegt og ótrúlega stórt púsl sem olli mér engu nema streitu og vöðvabólgu, því ég varð að klára það. Í þessari eymd minni í einmanaleikanum fóru þessi orð fjölskylduvinarins að trufla mig svo ég ákvað að skrá mig á nokkur stefnumóta forrit og sjá hvort það myndi ekki skila árangri. Í stuttu máli sagt þá hefur það ekki skilað árangri. Ég hef alveg kynnst einhverjum mönnum þar sem koma mjög vel fyrir til þess að byrja með, við förum á stefnumót og svo kemur að í rauninni séu þeir bara í leit að einhverju ,,casual”. Sem er að fara pent í að þeir vilji bar kynlíf sem er ekki minn tebolli og verða svo fúlir þegar ég er ekki til í það. Eða þá þegar maður fer á nokkur stefnumót allt gengur vel og svo er maður hunsaður og heyrir skyndilega ekki aftur í viðkomandi, rétt eins og hann hafi horfið af yfirborði jarðar. Best eru þó ótal moðhausarnir sem halda að manni finnist heillandi að fá sendar óumbeðnar typpamyndir, rétt eins og slík mynd kveiki það í manni að maður hendi öllu frá sér, biðji um staðsetningu og mæti á næstu mínútum. Svo eins og staðan er í dag þá er Simmi Vill stabílasti maðurinn í mínu lífi sem ég hafði ekki deili á fyrir Covid, ég veit alltaf hvað hann er með í matinn og það bregst ekki að hann er alltaf með eitthvað í story á Instagram þegar mér leiðist. Ég vil meina að ég fari ekki fram á mikið, en er samt með skýra mynd á hvað ég vil og hvað ég vil ekki. Maður sem er hreinskilinn, metnaðarfullur, skilningsríkur og góður er eitthvað sem heillar mig á meðan kjarklausir, óhreinskilnir dónar sem senda typpamyndir er ekki eitthvað sem ég kæri mig um. Ásamt því að annað fólk hætti að skipta sér af, það er ekki hræðilegt að vera einhleyp. Höfundur er meistaranemi í uppeldis- og menntunarfræðum og ráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun