Mynd sýnir hvernig skriðurnar umlykja húsin á Seyðisfirði Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. desember 2020 14:03 Að minnsta kosti þrjár skriður féllu á byggðina í gær. Myndin sýnir farveg þeirra. Daníel Örn Gíslason Skriðurnar sem féllu á Seyðisfirði í gær eru hugsanlega með þeim stærstu sem fallið hafa á svæðinu. Loftmynd sýnir hvernig skriðurnar umlykja hús í bænum. Óvissustig vegna skriðuhættu er í gildi á Austurlandi og hættustig á Seyðisfirði. Stór skriða féll síðdegis í gær úr Botnabrún utan við Nautaklauf á Seyðisfirði og olli tjóni. Nokkur hús voru rýmd undir Botnabrún í innri hluta bæjarins. Þar eru rýmingar enn í gildi, en fólk hefur fengið að fara í húsin sín undir eftirliti til þess að sækja nauðsynjar. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu er gert ráð fyrir að rýming verði áfram í gildi fram á morgundaginn að minnsta kosti. Daníel Örn Gíslason hjá björgunarfélaginu Ísólfi tók loftmynd af byggðinni í morgun. Á myndinni, sem sjá má efst í fréttinni og birt er á vef Veðurstofunnar í dag, sést hvernig skriðurnar sem féllu í gær umlykja húsin. Haft er eftir Magna Hreini Jónssyni, sérfræðingi á ofanflóðavakt á Veðurstofunni, að þekkt sé að aurskriður falli á umræddum stöðum á Seyðisfirði í gær. Hugsanlega séu skriðurnar í gær þó með þeim stærstu sem fallið hafa á svæðinu. Sérfræðingar Veðurstofunnar hafa ekki mælt skriðurnar sem féllu en það verður gert um leið og aðstæður leyfa. Á Austfjörðum hefur verið mikil rigning síðustu vikuna og neðri hluti hlíða orðinn vatnsmettaður víða. Á Eskifirði hefur t.d. flætt vatn inn í kjallara í mörgum húsum vegna hárrar grunnvatnsstöðu. Þar hafa einnig fallið smáskriður ofan í árfarvegi síðasta sólarhringinn. Á Seyðisfirði voru skruðningar í fjallinu fram á nótt. Það hægðist um eftir kl. 2 í nótt og gert er ráð fyrir því að það verði minni úrkoma í dag en verið hefur síðustu daga. Aftur á móti er spáð aukinni úrkomuákefð á nýjan leik í kvöld og verður talsverð rigning á morgun. Múlaþing Veður Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Von á enn meiri rigningu á Austfjörðum í kvöld Áfram má reikna með norðaustanátt í dag en að vind lægi þó aðeins. Spáð er lítilsháttar úrkomu norðan- og austanlands, rigningu eða slyddu við ströndna en snjókomu í innsveitum. Í kvöld má svo aftur búast við talsverðri rigningu á Austfjörðum. 16. desember 2020 07:37 Lýsa yfir hættustigi á Seyðisfirði og óvissustigi á Austurlandi Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi vegna skriðufalla á Seyðisfirði. Það var gert í samráði við lögreglustjórann á austurlandi og Veðurstofu Íslands. Óvissustig er á Austurlandi vegna skriðuhættu. 16. desember 2020 00:04 Enn falla aurskriður á Seyðisfirði Ný aurskriða féll á Seyðisfirði skömmu fyrir níu í kvöld. Hún féll á sömu slóðum og aurskriðurnar fyrr í kvöld og fór hún neðarlega. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, segir skriðuna hafa fallið að efstu húsum svæðisins en það þurfi að skoða það betur í fyrramálið. 15. desember 2020 21:36 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira
Óvissustig vegna skriðuhættu er í gildi á Austurlandi og hættustig á Seyðisfirði. Stór skriða féll síðdegis í gær úr Botnabrún utan við Nautaklauf á Seyðisfirði og olli tjóni. Nokkur hús voru rýmd undir Botnabrún í innri hluta bæjarins. Þar eru rýmingar enn í gildi, en fólk hefur fengið að fara í húsin sín undir eftirliti til þess að sækja nauðsynjar. Samkvæmt tilkynningu frá lögreglu er gert ráð fyrir að rýming verði áfram í gildi fram á morgundaginn að minnsta kosti. Daníel Örn Gíslason hjá björgunarfélaginu Ísólfi tók loftmynd af byggðinni í morgun. Á myndinni, sem sjá má efst í fréttinni og birt er á vef Veðurstofunnar í dag, sést hvernig skriðurnar sem féllu í gær umlykja húsin. Haft er eftir Magna Hreini Jónssyni, sérfræðingi á ofanflóðavakt á Veðurstofunni, að þekkt sé að aurskriður falli á umræddum stöðum á Seyðisfirði í gær. Hugsanlega séu skriðurnar í gær þó með þeim stærstu sem fallið hafa á svæðinu. Sérfræðingar Veðurstofunnar hafa ekki mælt skriðurnar sem féllu en það verður gert um leið og aðstæður leyfa. Á Austfjörðum hefur verið mikil rigning síðustu vikuna og neðri hluti hlíða orðinn vatnsmettaður víða. Á Eskifirði hefur t.d. flætt vatn inn í kjallara í mörgum húsum vegna hárrar grunnvatnsstöðu. Þar hafa einnig fallið smáskriður ofan í árfarvegi síðasta sólarhringinn. Á Seyðisfirði voru skruðningar í fjallinu fram á nótt. Það hægðist um eftir kl. 2 í nótt og gert er ráð fyrir því að það verði minni úrkoma í dag en verið hefur síðustu daga. Aftur á móti er spáð aukinni úrkomuákefð á nýjan leik í kvöld og verður talsverð rigning á morgun.
Múlaþing Veður Aurskriður á Seyðisfirði Tengdar fréttir Von á enn meiri rigningu á Austfjörðum í kvöld Áfram má reikna með norðaustanátt í dag en að vind lægi þó aðeins. Spáð er lítilsháttar úrkomu norðan- og austanlands, rigningu eða slyddu við ströndna en snjókomu í innsveitum. Í kvöld má svo aftur búast við talsverðri rigningu á Austfjörðum. 16. desember 2020 07:37 Lýsa yfir hættustigi á Seyðisfirði og óvissustigi á Austurlandi Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi vegna skriðufalla á Seyðisfirði. Það var gert í samráði við lögreglustjórann á austurlandi og Veðurstofu Íslands. Óvissustig er á Austurlandi vegna skriðuhættu. 16. desember 2020 00:04 Enn falla aurskriður á Seyðisfirði Ný aurskriða féll á Seyðisfirði skömmu fyrir níu í kvöld. Hún féll á sömu slóðum og aurskriðurnar fyrr í kvöld og fór hún neðarlega. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, segir skriðuna hafa fallið að efstu húsum svæðisins en það þurfi að skoða það betur í fyrramálið. 15. desember 2020 21:36 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira
Von á enn meiri rigningu á Austfjörðum í kvöld Áfram má reikna með norðaustanátt í dag en að vind lægi þó aðeins. Spáð er lítilsháttar úrkomu norðan- og austanlands, rigningu eða slyddu við ströndna en snjókomu í innsveitum. Í kvöld má svo aftur búast við talsverðri rigningu á Austfjörðum. 16. desember 2020 07:37
Lýsa yfir hættustigi á Seyðisfirði og óvissustigi á Austurlandi Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi vegna skriðufalla á Seyðisfirði. Það var gert í samráði við lögreglustjórann á austurlandi og Veðurstofu Íslands. Óvissustig er á Austurlandi vegna skriðuhættu. 16. desember 2020 00:04
Enn falla aurskriður á Seyðisfirði Ný aurskriða féll á Seyðisfirði skömmu fyrir níu í kvöld. Hún féll á sömu slóðum og aurskriðurnar fyrr í kvöld og fór hún neðarlega. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, segir skriðuna hafa fallið að efstu húsum svæðisins en það þurfi að skoða það betur í fyrramálið. 15. desember 2020 21:36