Parið fór að rugla saman reitum snemma í haust. Þau hafa varið miklum tíma saman ef marka má samfélagsmiðla og hafa þau meira að segja fengið sér eins húðflúr frá því þau kynntust, auk þess sem Kristján hefur látið húðflúra á sig nafn Svölu.
„Ég sagði hiklaust já. Ég elska þig endalaust ástin mín,“ skrifar Svala í færslunni á Instagram þar sem hún frumsýnir einnig glæsilegan trúlofunarhring.