Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að rannsóknir málanna séu unnar í samvinnu við Europol og Interpol. Þá hafi afskipti verið höfð af nokkrum til viðbótar af sömu ástæðu. Alls séu á fjórða tug manna grunaðir um kaup á vændi og munu þeir hafa réttarstöðu sakbornings.
Fyrrnefndar aðgerðir, sem stóðu yfir í allmarga daga, snerust um barnaníð á netinu, auglýsingar um vændi á netinu og framboð þess á Íslandi. Að þeim komu lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, embætti ríkislögreglustjóra, Europol og Interpol.
Ekki kemur fram í tilkynningu hvar mennirnir voru handteknir eða hvort þeir séu allir Íslendingar.