„Þetta var bara áfall“ Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 18. desember 2020 17:47 Kristinn Már Jóhannesson, íbúi á Seyðisfirði og slökkviliðsmaður. Vísir/Egill Kristinn Már Jóhannesson, slökkviliðsmaður á Austfjörðum, var við störf í námunda við húsin sem urðu fyrir stóru skriðunni sem féll á Seyðisfirði um þrjúleytið í dag. Slökkviliðsmenn voru við dæluvinnu þegar drunurnar byrjuðu. Kristinn Már var að ganga frá slöngu með félögum sínum í slökkviliðinu. „Við hlupum strax til að forða mönnum sem voru inni í bílum,“ segir Kristinn Már en björgunarsveitarbíll lenti í skriðunni. „Sem betur fer komst viðkomandi út úr bílnum heill á húfi. Þetta var bara, hvað getur maður sagt, áfall. Að horfa á hús sem maður var búinn að labba fram hjá verða bara að einhverju spýtnabraki. Maður verður aðeins að átta sig á.“ Honum hafi vissulega verið brugðið. „Náttúran er bara, maður á ekki til orð. Það tekur einhvern tíma að melta þetta.“ Þeirra fyrsta verk hafi verið að tryggja að fólkið í húsunum hefði komist út. „Það var það fyrsta sem maður hugsaði. Og athuga með félagana. Bara að styðja hvern annan út úr þessu. Vera rólegur fyrir hina.“ Rauða svæðið vinstra megin sýnir svæðið þar sem stóra skriðan féll um þrjúleytið í dag. Minna rauða svæðið hægra megin er þar sem skriða féll í nótt og flutti hús um 50 metra.Grafík/HÞ Fram undan er rýming á Seyðisfirði og Kristinn Már hefur ekki hugmynd um hvar hann gistir í nótt. „Mér er alveg sama. Mig langar bara að hitta fjölskylduna mína. Að þau sjái mig, að það sé í lagi með mig og öfugt. Það er það sem ég er að hugsa.“ Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Almannavarnir Slökkvilið Veður Tengdar fréttir Kanna hve margir bjuggu í húsunum Ekki er vitað til að nokkurs sé saknað eftir seinni skriðuna sem féll á Seyðisfirði í dag. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir í samtali við Vísi að á þessari stundu sé ekki vitað til þess að slys hafi orðið á fólki. 18. desember 2020 17:20 Myndband af stóru skriðunni sem féll á Seyðisfirði Neyðarstigi hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði eftir að skriður féllu síðdegis í dag. Stefnt er að því að rýma bæinn. 18. desember 2020 16:41 Stefnt að því að rýma Seyðisfjörð Allir íbúar Seyðisfjarðar eru beðnir um að gefa sig fram í fjöldahjálparstöðinni í bænum. Almannavarnir stefna að því að rýma bæinn. Stór aurskriða féll þar um klukkan þrjú. Óttast er að hún hafi fallið á stærra svæði en í fyrstu var talið og að tjónið sé mikið. 18. desember 2020 15:56 Minnst tíu hús skemmdust þegar stór skriða féll Aurskriða féll á hús á Seyðisfirði um klukkan þrjú. Hún er mögulega sú stærsta sem fallið hefur á svæðinu á síðustu dögum. Ekki er vitað um nein slys á fólki að svo stöddu. Almannavarnarstig á Seyðisfirði hefur verið hækkað úr hættustigi í neyðarstig. Stefnt er að því að rýma bæinn. 18. desember 2020 15:08 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
„Við hlupum strax til að forða mönnum sem voru inni í bílum,“ segir Kristinn Már en björgunarsveitarbíll lenti í skriðunni. „Sem betur fer komst viðkomandi út úr bílnum heill á húfi. Þetta var bara, hvað getur maður sagt, áfall. Að horfa á hús sem maður var búinn að labba fram hjá verða bara að einhverju spýtnabraki. Maður verður aðeins að átta sig á.“ Honum hafi vissulega verið brugðið. „Náttúran er bara, maður á ekki til orð. Það tekur einhvern tíma að melta þetta.“ Þeirra fyrsta verk hafi verið að tryggja að fólkið í húsunum hefði komist út. „Það var það fyrsta sem maður hugsaði. Og athuga með félagana. Bara að styðja hvern annan út úr þessu. Vera rólegur fyrir hina.“ Rauða svæðið vinstra megin sýnir svæðið þar sem stóra skriðan féll um þrjúleytið í dag. Minna rauða svæðið hægra megin er þar sem skriða féll í nótt og flutti hús um 50 metra.Grafík/HÞ Fram undan er rýming á Seyðisfirði og Kristinn Már hefur ekki hugmynd um hvar hann gistir í nótt. „Mér er alveg sama. Mig langar bara að hitta fjölskylduna mína. Að þau sjái mig, að það sé í lagi með mig og öfugt. Það er það sem ég er að hugsa.“
Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Almannavarnir Slökkvilið Veður Tengdar fréttir Kanna hve margir bjuggu í húsunum Ekki er vitað til að nokkurs sé saknað eftir seinni skriðuna sem féll á Seyðisfirði í dag. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir í samtali við Vísi að á þessari stundu sé ekki vitað til þess að slys hafi orðið á fólki. 18. desember 2020 17:20 Myndband af stóru skriðunni sem féll á Seyðisfirði Neyðarstigi hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði eftir að skriður féllu síðdegis í dag. Stefnt er að því að rýma bæinn. 18. desember 2020 16:41 Stefnt að því að rýma Seyðisfjörð Allir íbúar Seyðisfjarðar eru beðnir um að gefa sig fram í fjöldahjálparstöðinni í bænum. Almannavarnir stefna að því að rýma bæinn. Stór aurskriða féll þar um klukkan þrjú. Óttast er að hún hafi fallið á stærra svæði en í fyrstu var talið og að tjónið sé mikið. 18. desember 2020 15:56 Minnst tíu hús skemmdust þegar stór skriða féll Aurskriða féll á hús á Seyðisfirði um klukkan þrjú. Hún er mögulega sú stærsta sem fallið hefur á svæðinu á síðustu dögum. Ekki er vitað um nein slys á fólki að svo stöddu. Almannavarnarstig á Seyðisfirði hefur verið hækkað úr hættustigi í neyðarstig. Stefnt er að því að rýma bæinn. 18. desember 2020 15:08 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Kanna hve margir bjuggu í húsunum Ekki er vitað til að nokkurs sé saknað eftir seinni skriðuna sem féll á Seyðisfirði í dag. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir í samtali við Vísi að á þessari stundu sé ekki vitað til þess að slys hafi orðið á fólki. 18. desember 2020 17:20
Myndband af stóru skriðunni sem féll á Seyðisfirði Neyðarstigi hefur verið lýst yfir á Seyðisfirði eftir að skriður féllu síðdegis í dag. Stefnt er að því að rýma bæinn. 18. desember 2020 16:41
Stefnt að því að rýma Seyðisfjörð Allir íbúar Seyðisfjarðar eru beðnir um að gefa sig fram í fjöldahjálparstöðinni í bænum. Almannavarnir stefna að því að rýma bæinn. Stór aurskriða féll þar um klukkan þrjú. Óttast er að hún hafi fallið á stærra svæði en í fyrstu var talið og að tjónið sé mikið. 18. desember 2020 15:56
Minnst tíu hús skemmdust þegar stór skriða féll Aurskriða féll á hús á Seyðisfirði um klukkan þrjú. Hún er mögulega sú stærsta sem fallið hefur á svæðinu á síðustu dögum. Ekki er vitað um nein slys á fólki að svo stöddu. Almannavarnarstig á Seyðisfirði hefur verið hækkað úr hættustigi í neyðarstig. Stefnt er að því að rýma bæinn. 18. desember 2020 15:08