Konan sagðist ekki þurfa að bera andlitsgrímu og fullyrti að hún væri með vottorð sem sýndi fram á að hún þyrfti ekki að nota grímu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu sýndi konan aldrei vottorðið.
Þá hafði lögregla afskipti af fjölda ökumanna vegna vímuefnaaksturs, en alls eru níu tilfelli í dagbók lögreglunnar þar sem ökumenn eru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Þá var bifreið stöðvuð á fjórða tímanum í nótt þar sem farþegi er grunaður um vörslu fíkniefna.
Á ellefta tímanum var tilkynnt um þjófnað í bíó í Kópavogi. Þar var maður staðinn að því að stela áfengi og hljóp inn á lokað svæði á annarri hæð þar sem bar var að finna. Skemmdi hann áfengiskæli og reyndi að taka það þaðan, en starfsmenn enduðu á því að þurfa að hlaupa á eftir manninum.
Þá var tilkynnt um þjófnað í verslun í Breiðholti þar sem maður reyndi að stela snyrtivörum.
Tveir menn voru handteknir í húsnæði í Laugardal, grunaðir um vörslu og sölu fíkniefna. Mennirnir voru vistaðir í fangageymslu fyrir rannsókn málsins.