Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins, sem segir að í kjölfar sprengingarinnar hafi eldur komið upp á gjörgæsludeild Sanko-háskólasjúkrahússins í Gaziantep. Engan hafi þó sakað vegna eldsins og greiðlega hafi gengið að slökkva hann.
Hin látnu eru á aldursbilinu 56 til 85 ára, að því er fram kemur í tilkynningu frá spítalanum. Öll sem létust lágu inni á spítalanum vegna kórónuveirusýkingar. Minnst einn lést við flutninga á annað sjúkrahús. Rannsókn á tildrögum sprengingarinnar er hafin.
Fjöldi sjúklinga á Sanko-sjúkrahúsinu var fluttur á aðrar heilbrigðisstofnanir eftir sprenginguna, að því er fram kemur í tilkynningu frá embætti héraðsstjóra Gaziantep.
Í tilkynningunni kom einnig fram að stjórnvöld gripu nú til viðeigandi ráðstafana vegna málsins, auk þess sem aðstandendum þeirra sem létust var vottuð samúð.