Íslenskt fullveldi og Mannréttindadómstóll Evrópu Ólafur Ísleifsson skrifar 20. desember 2020 10:00 Í dómi yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu 1. desember sl. er meðal annars vikið að dómum Hæstaréttar Íslands og málsmeðferð Alþingis við afgreiðslu málsins. Dómurinn sýnist einkum snúast um hvort rökstuðningur Hæstaréttar fyrir því að dómarar Landsréttar séu skipaðir sem lögmætir handhafar dómsvalds í lagalegum og stjórnskipulegum skilningi hafi verið fullnægjandi. Athygli vekur að Í dómi yfirdeildar Mannréttindadómstólsins er fjallað um hvernig við hæfi sé að Alþingi Íslendinga greiði atkvæði um tiltekið mál. Mér er ekki ljóst hvernig Mannréttindadómstóll Evrópu getur fjallað með þessum hætti um störf Alþingis. Hver og einn alþingismaður gat kallað eftir annarri framkvæmd. Þetta þýðir að atkvæðagreiðslan fór fram samkvæmt ákvörðun Alþingis, ákvörðun lýðræðislega kjörinna fulltrúa á fullvalda löggjafarsamkomu þjóðarinnar. Mér er tjáð af kunnugum að leitun muni að dæmi um að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi talað með þvílíkum hætti til löggjafarþings í Evrópu. Má ég leyfa mér minna á að Ísland er friðsælt ríki og farsælt. Ísland er lýðræðisríki og réttarríki, Ísland er menningarríki og hér býr menntuð og hæfileikarík þjóð. Ísland er fullvalda ríki með djúpar rætur í alþjóðlegu samstarfi. Mér er ekki ljóst hvernig Mannréttindadómstóll Evrópu getur talað til æðstu stofnunar fullvalda ríkis með þeim hætti sem gert er í umræddum dómi. Eins og sagt var af forsetastóli fyrir skemmstu: Enginn segir Alþingi fyrir verkum. Enginn. Ég tel að allir alþingismenn ættu að sameinast um að mótmæla því hvernig talað er til Alþingis í dómi Mannréttindadómstólsins og það á fullveldisdegi Íslendinga. Ég mótmæli því fyrir mitt leyti. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Greinin er samhljóða ræðu sem höfundur flutti á Alþingi 15. desember síðastliðinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Ísleifsson Skoðun: Kosningar 2021 Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Í dómi yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu 1. desember sl. er meðal annars vikið að dómum Hæstaréttar Íslands og málsmeðferð Alþingis við afgreiðslu málsins. Dómurinn sýnist einkum snúast um hvort rökstuðningur Hæstaréttar fyrir því að dómarar Landsréttar séu skipaðir sem lögmætir handhafar dómsvalds í lagalegum og stjórnskipulegum skilningi hafi verið fullnægjandi. Athygli vekur að Í dómi yfirdeildar Mannréttindadómstólsins er fjallað um hvernig við hæfi sé að Alþingi Íslendinga greiði atkvæði um tiltekið mál. Mér er ekki ljóst hvernig Mannréttindadómstóll Evrópu getur fjallað með þessum hætti um störf Alþingis. Hver og einn alþingismaður gat kallað eftir annarri framkvæmd. Þetta þýðir að atkvæðagreiðslan fór fram samkvæmt ákvörðun Alþingis, ákvörðun lýðræðislega kjörinna fulltrúa á fullvalda löggjafarsamkomu þjóðarinnar. Mér er tjáð af kunnugum að leitun muni að dæmi um að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi talað með þvílíkum hætti til löggjafarþings í Evrópu. Má ég leyfa mér minna á að Ísland er friðsælt ríki og farsælt. Ísland er lýðræðisríki og réttarríki, Ísland er menningarríki og hér býr menntuð og hæfileikarík þjóð. Ísland er fullvalda ríki með djúpar rætur í alþjóðlegu samstarfi. Mér er ekki ljóst hvernig Mannréttindadómstóll Evrópu getur talað til æðstu stofnunar fullvalda ríkis með þeim hætti sem gert er í umræddum dómi. Eins og sagt var af forsetastóli fyrir skemmstu: Enginn segir Alþingi fyrir verkum. Enginn. Ég tel að allir alþingismenn ættu að sameinast um að mótmæla því hvernig talað er til Alþingis í dómi Mannréttindadómstólsins og það á fullveldisdegi Íslendinga. Ég mótmæli því fyrir mitt leyti. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Greinin er samhljóða ræðu sem höfundur flutti á Alþingi 15. desember síðastliðinn.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar