Svíar og Frakkar loka á Bretland Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. desember 2020 19:54 Mikael Damberg er innanríkisráðherra Svíþjóðar. Dursun Aydemir/Anadolu Agency via Getty Svíþjóð og Frakkland hafa bæst í hóp þeirra Evrópuríkja sem hafa sett takmörk á eða bannað alfarið samgöngur frá Bretlandi vegna nýs afbrigðis kórónuveiru sem dreifst hefur um Bretland, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði. Í frétt sænska ríkisútvarpsins er haft eftir Mikael Damber, innanríkisráðherra Svíþjóðar, að hann vonist til að bann við samgöngum frá Bretlandi til Svíþjóðar muni taka gildi sem allra fyrst. Þá segir í fréttinni að ekki liggi fyrir hvernig bannið verði nákvæmlega útfært. Það muni þó taka til samgangna á vegum, sjó og í lofti. Gert er ráð fyrir að það verði formlega tilkynnt og taki gildi á morgun. Þó verði ekki hægt að banna sænskum ríkisborgurum að koma til landsins, en mesta óvissan um útfærslu reglnanna snýr einmitt að þeim. Það kann að fara svo að Svíar sem koma frá Bretlandi muni þurfa að sæta sóttkví við komuna til landsins, að því er fram kemur í frétt SVT. Frakkar loka í tvo sólarhringa Eins og áður sagði hafa Frakkar einnig lokað á samgöngur frá Bretlandi. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að bannið muni taka gildi á miðnætti, og gilda í 48 klukkustundir. Frönsk yfirvöld segja þann tíma vera nægan til þess að Evrópulönd geti komið sér saman um samhæfð viðbrögð við vendingum í Bretlandi. Áður höfðu Írland, Ítalía, Holland og Belgía öll lokað á samgöngur frá Bretlandi. Á morgun munu fulltrúar Evrópusambandsríkja funda um næstu skref, með það fyrir augum að samhæfa viðbrögð aðildarríkja. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Svíþjóð Frakkland Tengdar fréttir „Við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hafa komið til skoðunar að leggja til að gripið verði til sérstakra ráðstafana vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem komið hefur upp í Bretlandi, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði. 20. desember 2020 18:24 Banna flug frá Bretlandi vegna nýja afbrigðisins Nokkur Evrópulönd hafa gripið til þeirra ráða að banna samgöngur frá Bretlandi og hefur flugi til að mynda verið aflýst. Er þetta gert vegna þess nýja afbrigðis kórónuveirunnar sem hefur fundist í Bretlandi og er talið vera sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði. 20. desember 2020 13:30 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Fleiri fréttir Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Sjá meira
Í frétt sænska ríkisútvarpsins er haft eftir Mikael Damber, innanríkisráðherra Svíþjóðar, að hann vonist til að bann við samgöngum frá Bretlandi til Svíþjóðar muni taka gildi sem allra fyrst. Þá segir í fréttinni að ekki liggi fyrir hvernig bannið verði nákvæmlega útfært. Það muni þó taka til samgangna á vegum, sjó og í lofti. Gert er ráð fyrir að það verði formlega tilkynnt og taki gildi á morgun. Þó verði ekki hægt að banna sænskum ríkisborgurum að koma til landsins, en mesta óvissan um útfærslu reglnanna snýr einmitt að þeim. Það kann að fara svo að Svíar sem koma frá Bretlandi muni þurfa að sæta sóttkví við komuna til landsins, að því er fram kemur í frétt SVT. Frakkar loka í tvo sólarhringa Eins og áður sagði hafa Frakkar einnig lokað á samgöngur frá Bretlandi. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að bannið muni taka gildi á miðnætti, og gilda í 48 klukkustundir. Frönsk yfirvöld segja þann tíma vera nægan til þess að Evrópulönd geti komið sér saman um samhæfð viðbrögð við vendingum í Bretlandi. Áður höfðu Írland, Ítalía, Holland og Belgía öll lokað á samgöngur frá Bretlandi. Á morgun munu fulltrúar Evrópusambandsríkja funda um næstu skref, með það fyrir augum að samhæfa viðbrögð aðildarríkja.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Svíþjóð Frakkland Tengdar fréttir „Við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hafa komið til skoðunar að leggja til að gripið verði til sérstakra ráðstafana vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem komið hefur upp í Bretlandi, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði. 20. desember 2020 18:24 Banna flug frá Bretlandi vegna nýja afbrigðisins Nokkur Evrópulönd hafa gripið til þeirra ráða að banna samgöngur frá Bretlandi og hefur flugi til að mynda verið aflýst. Er þetta gert vegna þess nýja afbrigðis kórónuveirunnar sem hefur fundist í Bretlandi og er talið vera sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði. 20. desember 2020 13:30 Mest lesið Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Fleiri fréttir Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Sjá meira
„Við erum ekkert að fara á taugum yfir þessu núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki hafa komið til skoðunar að leggja til að gripið verði til sérstakra ráðstafana vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar sem komið hefur upp í Bretlandi, og er talið meira smitandi en önnur afbrigði. 20. desember 2020 18:24
Banna flug frá Bretlandi vegna nýja afbrigðisins Nokkur Evrópulönd hafa gripið til þeirra ráða að banna samgöngur frá Bretlandi og hefur flugi til að mynda verið aflýst. Er þetta gert vegna þess nýja afbrigðis kórónuveirunnar sem hefur fundist í Bretlandi og er talið vera sjötíu prósent meira smitandi en önnur afbrigði. 20. desember 2020 13:30