Góður dagur og mjög slæmur dagur fyrir nýja og gamla lið Tom Brady í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2020 16:01 Tom Brady fagnar einu af snertimörkum Tampa Bay Buccaneers í sigrinum á Atlanta Falcons í gær. AP/John Bazemore Tom Brady galdraði fram nostalgíska endurkomu og liðið hans náði níu fingrum á úrslitakeppnissæti í NFL-deildinni í gær á sama tíma og gamla liðið hans klúðraði endanlegu sínu tímabili. Kansas City Chiefs hafði betur í stórleik helgarinnar á móti New Orleans Saints og Seattle Seahawks bættist í hóp þeirra liða sem eru búin að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Gærdagurinn var örlagaríkur hjá nýja og gamla liði Tom Brady sem segir kannski mikið um áhrif eins allra besta leikmann sögunnar í NFL-deildinni. WOOP! @Tua : #NEvsMIA on CBS : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/EJLjYXQNy2 pic.twitter.com/1xXQ4IncI5— NFL (@NFL) December 20, 2020 New England Patriots missti nefnilega endanlega af sæti í úrslitakeppninni með 22-12 tapi á móti Miami Dolphins í gær. Liðið missti Tom Brady í sumar og missir nú af úrslitakeppninni í fyrsta sinn í tólf ár eða síðan 2009. Patriots liðið vann sex meistaratitla með Tom Brady og komst í þrjá Súper Bowl leiki að auki. Nú er liðið úr leik þegar enn eru eftir tveir leikir af tímabilinu. Brady to Brown for the go-ahead score. #GoBucs : #TBvsATL on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/EJLjYXQNy2 pic.twitter.com/uCIcvG4Ggo— NFL (@NFL) December 20, 2020 Tom Brady var upptekin á sama tíma við að stýra endurkomu Tampa Bay Buccaneers á móti Atlanta Falcons. Atlanta Falcons liðið komst í 17-0 í leiknum en Brady leiddi sína menn til baka inn í leikinn og til 31-27 sigurs. Endurkoman rifjaði það líka upp þegar Brady leiddi Patriots liðið til baka á móti Atlanta Falcons í Super Bowl leiknum 2016 þar sem Fálkarnir komust yfir í 28-3 en New England Patriots vann síðan í framlengingu. Brady og Buccaneers liðið eru nú komnir með níu fingur á sæti í úrslitakeppninni en þetta yrði þá í fyrsta sinn í þrettán ár síðan að Tampa Bay kæmst í leikina um meistaratitilinn. Ein flottasta sókn leiksins var þegar Brady fann vandræðagemlinginn Antonio Brown skoraði sitt fyrsta snertimark með liðinu. Mahomes and Le'Veon run the option to perfection. Touchdown, @Chiefs! #ChiefsKingdom : #KCvsNO on CBS : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/4dWJuGxOxQ pic.twitter.com/8Tb5D6kIvi— NFL (@NFL) December 21, 2020 Mörg lið ætla sér í Súper Bowl leikinn og sumir sáu stórleik Kansas City Chiefs og New Orleans Saints sem forsmekkinn að stærsta leik tímabilsins í ár. Meistarar Chiefs virðast þó vera mun líklegri en mótherjar þeirra í gær. Kansas City Chiefs tók frumkvæðið í upphafi í 32-29 sigri sínum á móti New Orleans Saints og þrátt fyrir að heimamenn í Saints hafi bitið aðeins frá sér í seinni hálfleiknum þá var sigurinn nokkuð þægilegur fyrir meistarana. Chiefs liðið hefur nú unnið þrettán af fjórtán leikjum sínum á tímabilinu. Seattle Seahawks tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með 20-15 sigri á Washington Football Team. Washington hefur tapað átta af fjórtán leikjum sínum en er samt efst í Austurriðli Þjóðadeildarinnar. Dallas Cowboys er enn á lífi og einum leik á eftir þökk sé sigri á San Francisco 49ers. New York Giants og Philadelphia Eagles töpuðu hins vegar bæði sínum leikjum. Touchdown, @frankgore!@nyjets extend their lead in LA, 20-3. #TakeFlight : #NYJvsLAR on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/4dWJuGxOxQ pic.twitter.com/bKTK9XrxQw— NFL (@NFL) December 20, 2020 Einn athyglisverðasti sigur helgarinnar var langþráður og um leið mjög óvæntur 23-20 sigur New York Jets á Los Angeles Rams. Jets liðið var búið að tapa fyrstu þrettán leikjum sínum á leiktíðinni. Tapið gæti haft afleiðingar fyrir Rams-liðið sem er enn ekki búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Cleveland Browns er í fínum málum eftir 20-6 sigur á New York Giants en brandaralið NFL-deildarinnar síðustu ár hefur nú unnið tíu af fyrstu fjórtán leikjum sínum. FINAL: The @Browns earn their 10th win of the season! #Browns #CLEvsNYG (by @Lexus) pic.twitter.com/BysssDDO2b— NFL (@NFL) December 21, 2020 Úrslit helgarinnar í NFL-deildinni: Bills 48 - Broncos 19 Packers 24 - Panthers 16 Dolphins 22 - Patriots 12 Bears 33 - Vikings 27 Titans 46 - Lions 25 Ravens 40 - Jaguars 14 Colts 27 - Texans 20 Buccaneers 31 - Falcons 27 Seahawks 20 - Washington 15 Cowboys 41 - 49ers 33 Cardinals 33 - Eagles 26 Jets 23 - Rams 20 Chiefs 32 - Saints 29 Browns 20 - Giants 6 NFL Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira
Kansas City Chiefs hafði betur í stórleik helgarinnar á móti New Orleans Saints og Seattle Seahawks bættist í hóp þeirra liða sem eru búin að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Gærdagurinn var örlagaríkur hjá nýja og gamla liði Tom Brady sem segir kannski mikið um áhrif eins allra besta leikmann sögunnar í NFL-deildinni. WOOP! @Tua : #NEvsMIA on CBS : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/EJLjYXQNy2 pic.twitter.com/1xXQ4IncI5— NFL (@NFL) December 20, 2020 New England Patriots missti nefnilega endanlega af sæti í úrslitakeppninni með 22-12 tapi á móti Miami Dolphins í gær. Liðið missti Tom Brady í sumar og missir nú af úrslitakeppninni í fyrsta sinn í tólf ár eða síðan 2009. Patriots liðið vann sex meistaratitla með Tom Brady og komst í þrjá Súper Bowl leiki að auki. Nú er liðið úr leik þegar enn eru eftir tveir leikir af tímabilinu. Brady to Brown for the go-ahead score. #GoBucs : #TBvsATL on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/EJLjYXQNy2 pic.twitter.com/uCIcvG4Ggo— NFL (@NFL) December 20, 2020 Tom Brady var upptekin á sama tíma við að stýra endurkomu Tampa Bay Buccaneers á móti Atlanta Falcons. Atlanta Falcons liðið komst í 17-0 í leiknum en Brady leiddi sína menn til baka inn í leikinn og til 31-27 sigurs. Endurkoman rifjaði það líka upp þegar Brady leiddi Patriots liðið til baka á móti Atlanta Falcons í Super Bowl leiknum 2016 þar sem Fálkarnir komust yfir í 28-3 en New England Patriots vann síðan í framlengingu. Brady og Buccaneers liðið eru nú komnir með níu fingur á sæti í úrslitakeppninni en þetta yrði þá í fyrsta sinn í þrettán ár síðan að Tampa Bay kæmst í leikina um meistaratitilinn. Ein flottasta sókn leiksins var þegar Brady fann vandræðagemlinginn Antonio Brown skoraði sitt fyrsta snertimark með liðinu. Mahomes and Le'Veon run the option to perfection. Touchdown, @Chiefs! #ChiefsKingdom : #KCvsNO on CBS : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/4dWJuGxOxQ pic.twitter.com/8Tb5D6kIvi— NFL (@NFL) December 21, 2020 Mörg lið ætla sér í Súper Bowl leikinn og sumir sáu stórleik Kansas City Chiefs og New Orleans Saints sem forsmekkinn að stærsta leik tímabilsins í ár. Meistarar Chiefs virðast þó vera mun líklegri en mótherjar þeirra í gær. Kansas City Chiefs tók frumkvæðið í upphafi í 32-29 sigri sínum á móti New Orleans Saints og þrátt fyrir að heimamenn í Saints hafi bitið aðeins frá sér í seinni hálfleiknum þá var sigurinn nokkuð þægilegur fyrir meistarana. Chiefs liðið hefur nú unnið þrettán af fjórtán leikjum sínum á tímabilinu. Seattle Seahawks tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með 20-15 sigri á Washington Football Team. Washington hefur tapað átta af fjórtán leikjum sínum en er samt efst í Austurriðli Þjóðadeildarinnar. Dallas Cowboys er enn á lífi og einum leik á eftir þökk sé sigri á San Francisco 49ers. New York Giants og Philadelphia Eagles töpuðu hins vegar bæði sínum leikjum. Touchdown, @frankgore!@nyjets extend their lead in LA, 20-3. #TakeFlight : #NYJvsLAR on FOX : NFL app // Yahoo Sports app: https://t.co/4dWJuGxOxQ pic.twitter.com/bKTK9XrxQw— NFL (@NFL) December 20, 2020 Einn athyglisverðasti sigur helgarinnar var langþráður og um leið mjög óvæntur 23-20 sigur New York Jets á Los Angeles Rams. Jets liðið var búið að tapa fyrstu þrettán leikjum sínum á leiktíðinni. Tapið gæti haft afleiðingar fyrir Rams-liðið sem er enn ekki búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Cleveland Browns er í fínum málum eftir 20-6 sigur á New York Giants en brandaralið NFL-deildarinnar síðustu ár hefur nú unnið tíu af fyrstu fjórtán leikjum sínum. FINAL: The @Browns earn their 10th win of the season! #Browns #CLEvsNYG (by @Lexus) pic.twitter.com/BysssDDO2b— NFL (@NFL) December 21, 2020 Úrslit helgarinnar í NFL-deildinni: Bills 48 - Broncos 19 Packers 24 - Panthers 16 Dolphins 22 - Patriots 12 Bears 33 - Vikings 27 Titans 46 - Lions 25 Ravens 40 - Jaguars 14 Colts 27 - Texans 20 Buccaneers 31 - Falcons 27 Seahawks 20 - Washington 15 Cowboys 41 - 49ers 33 Cardinals 33 - Eagles 26 Jets 23 - Rams 20 Chiefs 32 - Saints 29 Browns 20 - Giants 6
Úrslit helgarinnar í NFL-deildinni: Bills 48 - Broncos 19 Packers 24 - Panthers 16 Dolphins 22 - Patriots 12 Bears 33 - Vikings 27 Titans 46 - Lions 25 Ravens 40 - Jaguars 14 Colts 27 - Texans 20 Buccaneers 31 - Falcons 27 Seahawks 20 - Washington 15 Cowboys 41 - 49ers 33 Cardinals 33 - Eagles 26 Jets 23 - Rams 20 Chiefs 32 - Saints 29 Browns 20 - Giants 6
NFL Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Fleiri fréttir Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Pedersen með landsliðið til 2029 Tímamót Dags Kára en Japaninn varð heimsmeistari Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Sjá meira