„Dönsku minkaræktendurnir hafa fórnað lífsverki sínu í þágu almennings,“ segir landbúnaðarráðherrann Rasmus Prehn. Hann segir dönsku þjóðina þeim þáttlát.
„Það er ánægjulegt að búið sé að samþykkja L77 [frumvarpið] til að við getum nú skýrt hvernig skuli veita [minkabændum] bónusa og bætur,“ segir Prehn.
Ákveðið var að lóga öllum minkum í Danmörku, um 15 milljónum, eftir að afbrigði kórónuveirunnar fannst meðal dýranna og sem hafði borist í mannfólk.
Minkamálið vakti allt mikla athygli í Danmörku og víðar og leiddi meðal annars til afsagnar forvera Prehn í starfi.
Loðdýrarækt hefur verið umfangsmikil í Danmörku og hefur verið landið verið í fjórða sæti á lista ríkja yfir mestu útflutningsríki heims þegar kemur að minkaskinni. Alls voru um 1.150 minkabú í Danmörku áður en málið kom upp.
De danske minkavlere har ofret deres livsværk for det fælles bedste. Vi skylder dem en stor tak. Dermed er det meget glædeligt, at L77 nu er vedtaget, så der kan komme klarhed om bonusser og erstatninger! #dkpol pic.twitter.com/XBPfSjgyHi
— Rasmus Prehn (@RasmusPrehn) December 21, 2020