Clippers spillti hringakvöldi meistara Lakers og Durant leit vel út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2020 08:01 Paul George leit rosalega vel út í sigri Los Angeles Clippers á nágrönnum sínum í Los Angeles Lakers en þetta var þriðji þrjátíu stiga leikur hans í röð á móti Lakers. AP/Marcio Jose Sanchez NBA deildin í körfubolta hófst í nótt með tveimur leikjum þar sem lið Brooklyn Nets og Los Angeles Clippers fögnuðu sigri. Brooklyn Nets vann sannfærandi 125-99 sigur á Golden State Warriors í fyrri leik kvöldsins þar sem nýju liðsfélagarnir Kevin Durant og Kyrie Irving voru flottir. Steve Nash vann því sinn fyrsta leik sem þjálfari í NBA-deildinni en Brooklyn vann fyrsta leikhluta 40-25 og tók öll völd í leiknum. KD returns and makes his Nets debut Kevin Durant drops 22 PTS in 3 quarters of action as the @BrooklynNets top GSW top open the season! #KiaTipOff20 pic.twitter.com/kwCUOWN1SP— NBA (@NBA) December 23, 2020 Kevin Durant lék sinn fyrsta leik í átján mánuði og fór vel af stað strax í upphafi leiks. Þetta var fyrsti leikur hans í deildinni síðan í lokaúrslitunum um NBA titilinn árið 2019 þegar hann sleit hásin. „Ég reyndi að gera ekki of mikið úr þessu öllu saman og hugsa bara um það að ég er búinn að spila þessa íþrótt síðan ég var átta ára gamall. Ég var bara að gera það sem ég kann svo vel,“ sagði Kevin Durant eftir leik. Kyrie's 26 pace Nets in opener!@KyrieIrving drops 24 PTS in the 1st half, helping the @BrooklynNets win at home! #KiaTipOff20 Christmas Day 12/25: Nets/Celtics at 5pm/et on ABC pic.twitter.com/CFOu7MnGed— NBA (@NBA) December 23, 2020 Durant skoraði 22 stig á 25 mínútum en Kyrie Irving var stigahæstur í liðinu með 26 stig. Caris LeVert kom með 20 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar af bekknum. Steph Curry var stigahæstur hjá Golden State með 20 stig auk þess að gefa 10 stoðsendingar. Los Angeles Clippers vann 116-109 sigur á nágrönnum sínum í Los Angeles Lakers en Lakers menn fengu meistarahringa sína afhenta fyrir leik. PG fuels LAC with 33! Paul George (@Yg_Trece) drops 26 in the 2nd half to lift the @LAClippers! #KiaTipOff20 Christmas Day 12/25: Clippers/Nuggets at 10:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/iPzlNLINX8— NBA (@NBA) December 23, 2020 Paul George skoraði 26 af 33 stigum sínum í seinni hálfleik og Kawhi Leonard var með 26 stig. George átti afbragðsleik, hitti úr 13 af 18 skotum og setti niður fimm þrista. George var gagnrýndur mikið fyrir slaka frammistöðu á síðasta tímabili en þetta var fyrsti leikurinn síðan að hann gerði nýjan fjögurra ára samning við Clippers sem gefur honum 190 milljónir Bandaríkjadala í aðra hönd eða 24,4 milljarða íslenskra króna. Clippers liðið var vonbrigði síðasta tímabils og höfðu mikið að sanna í þessum leik. Liðið byrjaði líka frábærlega og vann fyrsta leikhlutann 39-19. „Við vorum ekki að hugsa um síðasta ár. Þetta er nýtt lið. Ég er bara ánægður með að við erum að spila körfubolta á réttan hátt. Allir studdu á bakið á hverjum öðrum og voru jákvæðir,“ sagði Kawhi Leonard. Kawhi Leonard puts up 26 PTS in the @LAClippers W vs. the Lakers at Staples Center! #KiaTipOff20 #WeGotNow @newbalancehoops Christmas Day 12/25: Clippers/Nuggets at 10:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/Q3GbUEWYcq— NBA (@NBA) December 23, 2020 LeBron James var með 22 stig fyrir Lakers liðið og Anthony Davis skoraði 18 stig. Það eru aðeins 72 dagar síðan liðið tryggði sér NBA-titilinn í búbblunni á Flórída. James meiddist á ökkla í seinni hálfleik og spilaði bara 28 mínútur í leiknum. Þetta er annað árið í röð sem Los Angeles Clippers vinnur Los Angeles Lakers i fyrsta leik þannig að meistararnir þurfa ekki mikið að örvænta. NBA Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Sjá meira
Brooklyn Nets vann sannfærandi 125-99 sigur á Golden State Warriors í fyrri leik kvöldsins þar sem nýju liðsfélagarnir Kevin Durant og Kyrie Irving voru flottir. Steve Nash vann því sinn fyrsta leik sem þjálfari í NBA-deildinni en Brooklyn vann fyrsta leikhluta 40-25 og tók öll völd í leiknum. KD returns and makes his Nets debut Kevin Durant drops 22 PTS in 3 quarters of action as the @BrooklynNets top GSW top open the season! #KiaTipOff20 pic.twitter.com/kwCUOWN1SP— NBA (@NBA) December 23, 2020 Kevin Durant lék sinn fyrsta leik í átján mánuði og fór vel af stað strax í upphafi leiks. Þetta var fyrsti leikur hans í deildinni síðan í lokaúrslitunum um NBA titilinn árið 2019 þegar hann sleit hásin. „Ég reyndi að gera ekki of mikið úr þessu öllu saman og hugsa bara um það að ég er búinn að spila þessa íþrótt síðan ég var átta ára gamall. Ég var bara að gera það sem ég kann svo vel,“ sagði Kevin Durant eftir leik. Kyrie's 26 pace Nets in opener!@KyrieIrving drops 24 PTS in the 1st half, helping the @BrooklynNets win at home! #KiaTipOff20 Christmas Day 12/25: Nets/Celtics at 5pm/et on ABC pic.twitter.com/CFOu7MnGed— NBA (@NBA) December 23, 2020 Durant skoraði 22 stig á 25 mínútum en Kyrie Irving var stigahæstur í liðinu með 26 stig. Caris LeVert kom með 20 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar af bekknum. Steph Curry var stigahæstur hjá Golden State með 20 stig auk þess að gefa 10 stoðsendingar. Los Angeles Clippers vann 116-109 sigur á nágrönnum sínum í Los Angeles Lakers en Lakers menn fengu meistarahringa sína afhenta fyrir leik. PG fuels LAC with 33! Paul George (@Yg_Trece) drops 26 in the 2nd half to lift the @LAClippers! #KiaTipOff20 Christmas Day 12/25: Clippers/Nuggets at 10:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/iPzlNLINX8— NBA (@NBA) December 23, 2020 Paul George skoraði 26 af 33 stigum sínum í seinni hálfleik og Kawhi Leonard var með 26 stig. George átti afbragðsleik, hitti úr 13 af 18 skotum og setti niður fimm þrista. George var gagnrýndur mikið fyrir slaka frammistöðu á síðasta tímabili en þetta var fyrsti leikurinn síðan að hann gerði nýjan fjögurra ára samning við Clippers sem gefur honum 190 milljónir Bandaríkjadala í aðra hönd eða 24,4 milljarða íslenskra króna. Clippers liðið var vonbrigði síðasta tímabils og höfðu mikið að sanna í þessum leik. Liðið byrjaði líka frábærlega og vann fyrsta leikhlutann 39-19. „Við vorum ekki að hugsa um síðasta ár. Þetta er nýtt lið. Ég er bara ánægður með að við erum að spila körfubolta á réttan hátt. Allir studdu á bakið á hverjum öðrum og voru jákvæðir,“ sagði Kawhi Leonard. Kawhi Leonard puts up 26 PTS in the @LAClippers W vs. the Lakers at Staples Center! #KiaTipOff20 #WeGotNow @newbalancehoops Christmas Day 12/25: Clippers/Nuggets at 10:30pm/et on ESPN pic.twitter.com/Q3GbUEWYcq— NBA (@NBA) December 23, 2020 LeBron James var með 22 stig fyrir Lakers liðið og Anthony Davis skoraði 18 stig. Það eru aðeins 72 dagar síðan liðið tryggði sér NBA-titilinn í búbblunni á Flórída. James meiddist á ökkla í seinni hálfleik og spilaði bara 28 mínútur í leiknum. Þetta er annað árið í röð sem Los Angeles Clippers vinnur Los Angeles Lakers i fyrsta leik þannig að meistararnir þurfa ekki mikið að örvænta.
NBA Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Sjá meira