LeBron James og félagar fengu dýrustu meistarahringi sögunnar í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. desember 2020 13:31 Það var ekki að sjá annað en að LeBron James væri sáttur með hringinn sem er hans fjórði meistarahringur á ferlinum. Getty/Harry How NBA meistarar hafa aldrei fengið eins dýra meistarahringa og leikmenn Los Angeles Lakers fengu afhenta fyrir fyrsta leikinn sinn á nýju tímabili. Los Angeles Lakers afhenti í gær leikmönnum sínum meistarahringina fyrir sigurinn í NBA deildinni á síðustu leiktíð. Athöfnin fór fram fyrir leik á móti nágrönnunum í Los Angeles Clippers sem svo tapaðist eftir skelfilegan fyrsta leikhluta. Forráðamenn Los Angeles Lakers ákváðu að hengja ekki upp meistarafánann að þessu sinni þar sem engir áhorfendur máttu vera í Staples Center í nótt. Það mun því bíða betri tíma. Leikmenn Lakers liðsins fengu aftur á móti hringana með viðhöfn en þeir fengu allir fjarkveðjur frá fjölskyldu sinni þegar þeir voru kallaðir fram. Lakers' 16-carat rings pay tribute to Kobe, 'unity' https://t.co/kXLdFzs5PJ pic.twitter.com/lOT0qBgiGs— ESPN Los Angeles (@ESPNLosAngeles) December 23, 2020 Meistarahringarnir í ár eru hinir glæsilegustu enda leggja liðin mikið í þá Hver steinn er með 0.95 karöt af fjólubláa skrautsteinum ameþyst sem táknar þá 95 daga sem leikmenn Lakers liðsins eyddu í NBA búbblunni í Disneygarðinum. Það eru einnig 0,52 karöt af demöntum sem tákna sigrana 52 sem Lakers vann í deildarkeppninni. So many details on these Lakers rings Most expensive ring in NBA title history Mamba snake behind players numbers to honor Kobe Removable top to reveal retired Lakers jerseys, with special emphasis on Kobe s(via @JasonofBH) pic.twitter.com/bDz1KdmDuV— ESPN (@espn) December 23, 2020 Á hverjum hring eru sautján bikarar sem tákna það að Lakers hefur nú jafnað met Boston Celtics liðsins yfir flesta NBA titla í sögunni. Það er líka mamba slanga fyrir aftan númer leikmanna sem er til heiðurs Kobe Bryant sem lést í þyrluslysi 26. janúar ásamt þrettán ára dóttur sinni Gigi og sjö öðrum. Kobe vann fimm meistaratitla með Lakers og er af mörgum talinn vera besti leikmaðurinn í sögu félagsins. Hver hringur er 16,45 karöt en þetta er dýrasti meistarahringur sem gerður hefur verið. LeBron and AD get their first rings as Lakers pic.twitter.com/olhoDsrO4Z— Bleacher Report (@BleacherReport) December 23, 2020 Hér fyrir neðan má sjá samanburð á síðustu fjórum meistarahringum Los Angels Lakers eða frá 2002, 2009, 2010 og 2020. A look at the Lakers' last four championship rings. Top Left: 2002Top Right: 2009Bottom Left: 2010Bottom Right: 2020 pic.twitter.com/h1TNjrQ0Db— Front Office Sports (@FOS) December 23, 2020 NBA Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Sjá meira
Los Angeles Lakers afhenti í gær leikmönnum sínum meistarahringina fyrir sigurinn í NBA deildinni á síðustu leiktíð. Athöfnin fór fram fyrir leik á móti nágrönnunum í Los Angeles Clippers sem svo tapaðist eftir skelfilegan fyrsta leikhluta. Forráðamenn Los Angeles Lakers ákváðu að hengja ekki upp meistarafánann að þessu sinni þar sem engir áhorfendur máttu vera í Staples Center í nótt. Það mun því bíða betri tíma. Leikmenn Lakers liðsins fengu aftur á móti hringana með viðhöfn en þeir fengu allir fjarkveðjur frá fjölskyldu sinni þegar þeir voru kallaðir fram. Lakers' 16-carat rings pay tribute to Kobe, 'unity' https://t.co/kXLdFzs5PJ pic.twitter.com/lOT0qBgiGs— ESPN Los Angeles (@ESPNLosAngeles) December 23, 2020 Meistarahringarnir í ár eru hinir glæsilegustu enda leggja liðin mikið í þá Hver steinn er með 0.95 karöt af fjólubláa skrautsteinum ameþyst sem táknar þá 95 daga sem leikmenn Lakers liðsins eyddu í NBA búbblunni í Disneygarðinum. Það eru einnig 0,52 karöt af demöntum sem tákna sigrana 52 sem Lakers vann í deildarkeppninni. So many details on these Lakers rings Most expensive ring in NBA title history Mamba snake behind players numbers to honor Kobe Removable top to reveal retired Lakers jerseys, with special emphasis on Kobe s(via @JasonofBH) pic.twitter.com/bDz1KdmDuV— ESPN (@espn) December 23, 2020 Á hverjum hring eru sautján bikarar sem tákna það að Lakers hefur nú jafnað met Boston Celtics liðsins yfir flesta NBA titla í sögunni. Það er líka mamba slanga fyrir aftan númer leikmanna sem er til heiðurs Kobe Bryant sem lést í þyrluslysi 26. janúar ásamt þrettán ára dóttur sinni Gigi og sjö öðrum. Kobe vann fimm meistaratitla með Lakers og er af mörgum talinn vera besti leikmaðurinn í sögu félagsins. Hver hringur er 16,45 karöt en þetta er dýrasti meistarahringur sem gerður hefur verið. LeBron and AD get their first rings as Lakers pic.twitter.com/olhoDsrO4Z— Bleacher Report (@BleacherReport) December 23, 2020 Hér fyrir neðan má sjá samanburð á síðustu fjórum meistarahringum Los Angels Lakers eða frá 2002, 2009, 2010 og 2020. A look at the Lakers' last four championship rings. Top Left: 2002Top Right: 2009Bottom Left: 2010Bottom Right: 2020 pic.twitter.com/h1TNjrQ0Db— Front Office Sports (@FOS) December 23, 2020
NBA Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn