Styrkja samanfallið Breiðablik svo hægt sé að sækja eignir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. desember 2020 12:09 Skemmdirnar á húsinu eru afar miklar. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitarmenn vinna nú að því hörðum höndum að styrkja Breiðablik, einbýlishús við Austurveg á Seyðisfirði, sem fór illa í aurskriðu aðfaranótt föstudags. Til stendur að styrkja það með nægilegum hætti svo hægt verði að fara inn í húsið og bjarga því sem bjarga verður. Breiðablik er húsið sem færðist um fimmtíu metra og snerist aðfaranótt föstudags. Fyrsta húsið sem færðist úr stað áður en stóra skriðan féll síðdegis á föstudag. Cordoula Fchrand, eigandi hússins, festi kaup á húsinu eftir að hafa kynnst manni hér á landi eftir að hún kom fyrst árið 1990. Í kjölfarið gerðu þau húsið upp, en hún sjálf er húsasmíðameistari. Hér er björgunarsveitarmaður frá Gerpi á Neskaupsstað í stiganum að mæla og nýtur aðstoðar félaga sinna úr öðrum sveitum.Vísir/Vilhelm Hún hefur verið búsett í Þýskalandi undanfarin ár en kom til landsins á fimmtudag eftir að hafa fengið fregnir af því að það hefði lekið inn í kjallarann hennar í vikunni. Breiðablik er staðsett við einu bensínstöðina á Seyðisfirði sem ekki eru mikil not af þessa stundina.Vísir/Vilhelm Í húsinu voru að sögn Cordoulu listmunir eftir föður hennar og aðrir hlutir sem hún hefur safnað í gegnum tíðina, til að mynda eldri húsgögn. Hún sagði um mikið áfall að ræða. Þessi björgunarsveitarmaður virðist kunna vel til verka. Hópurinn telur um tíu sem kemur að þessu verkefni til að hjálpa eiganda hússins að nálgast eigur sínar.Vísir/Vilhelm „Ég er ekki rík, ég byggði þetta með eigin höndum. Það var aldrei neinn peningur í þessu. Ég þarf að sjá hvað er eftir, kannski getum við bjargað grunninum og byggt eitthvað nýtt á honum.“ Björgunarsveitarfólk víða að af Austurlandi vinnur saman að styrkingu hússins. Rætt var við Cordoula á Seyðisfirði á föstudaginn. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira
Breiðablik er húsið sem færðist um fimmtíu metra og snerist aðfaranótt föstudags. Fyrsta húsið sem færðist úr stað áður en stóra skriðan féll síðdegis á föstudag. Cordoula Fchrand, eigandi hússins, festi kaup á húsinu eftir að hafa kynnst manni hér á landi eftir að hún kom fyrst árið 1990. Í kjölfarið gerðu þau húsið upp, en hún sjálf er húsasmíðameistari. Hér er björgunarsveitarmaður frá Gerpi á Neskaupsstað í stiganum að mæla og nýtur aðstoðar félaga sinna úr öðrum sveitum.Vísir/Vilhelm Hún hefur verið búsett í Þýskalandi undanfarin ár en kom til landsins á fimmtudag eftir að hafa fengið fregnir af því að það hefði lekið inn í kjallarann hennar í vikunni. Breiðablik er staðsett við einu bensínstöðina á Seyðisfirði sem ekki eru mikil not af þessa stundina.Vísir/Vilhelm Í húsinu voru að sögn Cordoulu listmunir eftir föður hennar og aðrir hlutir sem hún hefur safnað í gegnum tíðina, til að mynda eldri húsgögn. Hún sagði um mikið áfall að ræða. Þessi björgunarsveitarmaður virðist kunna vel til verka. Hópurinn telur um tíu sem kemur að þessu verkefni til að hjálpa eiganda hússins að nálgast eigur sínar.Vísir/Vilhelm „Ég er ekki rík, ég byggði þetta með eigin höndum. Það var aldrei neinn peningur í þessu. Ég þarf að sjá hvað er eftir, kannski getum við bjargað grunninum og byggt eitthvað nýtt á honum.“ Björgunarsveitarfólk víða að af Austurlandi vinnur saman að styrkingu hússins. Rætt var við Cordoula á Seyðisfirði á föstudaginn.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Mest lesið Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Sjá meira