Asahláka morgundagsins gæti ógnað stöðugleika í hlíðunum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. desember 2020 14:16 Harpa Grímsdóttir, hópstóri ofanflóðavöktunar, segir að útlit sé fyrir hláku á Seyðisfirði á morgun og fram á jóladag en þá taki að kólna á nýju en samfara því eigi að nást aukinn stöðugleiki í hlíðum bæjarins. Vísir Þrátt fyrir að veðurútlitið fyrir daginn í dag sé með besta móti og að stöðugleiki í hlíðum Seyðisfjarðar hafi aukist til muna er veðurspáin fyrir morgundag, aðfangadag, alls ekki hagstæð. Blessunarlega er þó ekki útlit fyrir verulega úrkomu á Seyðisfirði samfara hlýindum sunnanáttarinnar. Rigningin verður mestmegnis bundin við landið sunnan-og vestanvert á morgun. Harpa Grímsdóttir, hópstjóri ofanflóðavöktunar á Veðurstofu Íslands, hefur rýnt í mælingar og aðstæður fyrir austan. „Það fer að hlýna með morgninum. Það verður komin hláka eftir hádegi á aðfangadag sem varir fram á jóladag en þá kólnar hratt aftur. Það verður í rauninni mikil hláka um allt land og mikil rigning á vestanverðu og sunnanverðu landinu en það ætti að vera óveruleg rigning á Austfjörðum og á Seyðisfirði, það gætu komið þarna einhverjir örfáir millimetrar,“ sagði Harpa. „Hins vegar getur snjór bráðnað í hlíðunum sem eykur þar vatnsrennsli þannig að það gætu farið að hreyfast brotsár í skriðunum sem eru þarna og jafnvel skriður í kringum þau.“ Á morgun hlýnar nokkuð skarpt fyrir austan. Útlit er fyrir fimm til átta stiga hita. Á landinu öllu verður hlýjast á landinu norðaustanverðu. „Þetta er það sem við teljum að gæti gerst við þessi hlýindi og þess vegna hefur verið mælst til þess að halda rýmingu á ákveðnum svæðum fram yfir jól þar til þetta er gengið yfir.“ Veðurstofan mun því fylgjast vel með mögulegum hreyfingum í hlíðunum á morgun en að þessum hlýindakafla loknum ætti stöðugleiki að nást að nýju. Fréttaljósmyndari Vísis er staddur á Seyðisfirði og hefur myndað þá eyðileggingu sem blasir við bæjarbúum eftir skriðuföll síðustu viku.Vísir/Vilhelm En að aðfangadegi undanskildum, er mesta hættan þá liðin hjá hvað langtímaspá varðar? „Langtímaspár gera ekki ráð fyrir svona bleytutíð í bráð með rigningu og hlýindum og það er svona frekar í norðlægum áttum eftir þetta og kannski einhver snjókoma með en það er ekkert núna sem gefur til kynna að asahláka sé aftur strax á ferðinni en auðvitað er veðurspá ónákvæmari eftir því sem lengra er horft fram í tímann.“ Frá því að stórar skriður féllu fyrir helgi hefur staðan hratt batnað. „Allt virðist stefna í rétta átt og í átt að stöðugleika. Það hefur minnkað vatn í borholum, og hreyfingum fer fækkandi, þær eru mældar með svona fastpunktum. Hlíðin virðist almennt vera orðin nokkuð stöðug.“ Veðurstofan vilja því gjarnan sjá að hlíðin standi af sér asahláku morgundagsins áður en hægt verður að meta hvort óhætt sé að hleypa fleiri íbúum aftur heim. Hyggjast setja upp sjálfvirka mælingarstöð og ráðast í varnaraðgerðir Fulltrúar Veðurstofunnar hafa síðan skriðuföllin urðu komið fyrir fleiri speglum í hlíðunum til að geta fylgst betur með aðstæðum. „Hugmyndin með því er sú að það verði í framtíðinni hægt að mæla hreyfingar hlíðarinnar með nákvæmari hætti og vakta hana betur. Það stendur til að koma upp svokallaðri alstöð sem yrði þá sjálfvirk sem gæti tekið mælingar á hverjum degi og jafnvel oftar og þannig væri þá betur hægt að fylgjast með og vakta mögulegar hreyfingar í hlíðinni.“ Í framhaldinu þurfi einnig að meta hvers konar vöktunarbúnað og mælingar gætu nýst til viðbótar. Einnig þyrfti að ráðast í varnaraðgerðir en Harpa segir að til stendur að kynna frumathugun á þeim næsta vor. Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Veður Tengdar fréttir Sérfræðingar vanmátu aðstæður á Seyðisfirði Harpa Grímsdóttir, hópstjóri ofanflóðavöktunar Veðurstofu Íslands, segir sérfræðinga stofnunarinnar hafa vanmetið aðstæður utan Búðarár á Seyðisfirði, þar sem stærsta skriða sem fallið hefur á þéttbýli á Íslandi féll síðdegis á föstudag. 22. desember 2020 17:41 Áfram hættustig á Seyðisfirði Áfram er hættustig á Seyðisfirði og eru rýmingar enn í gildi að hluta til. Þetta var ákveðið á samráðsfundi Veðurstofu Íslands, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra lögreglunnar á Austurlandi ásamt viðbragðsaðilum, sveitarfélagi og stofnunum í morgun. 23. desember 2020 12:54 Fleiri Seyðfirðingar fá að snúa heim Rýming í hluta Seyðisfjarðar hefur verið endurskoðuð og er fleiri íbúum nú heimilt að snúa aftur í bæinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. 22. desember 2020 21:32 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Rigningin verður mestmegnis bundin við landið sunnan-og vestanvert á morgun. Harpa Grímsdóttir, hópstjóri ofanflóðavöktunar á Veðurstofu Íslands, hefur rýnt í mælingar og aðstæður fyrir austan. „Það fer að hlýna með morgninum. Það verður komin hláka eftir hádegi á aðfangadag sem varir fram á jóladag en þá kólnar hratt aftur. Það verður í rauninni mikil hláka um allt land og mikil rigning á vestanverðu og sunnanverðu landinu en það ætti að vera óveruleg rigning á Austfjörðum og á Seyðisfirði, það gætu komið þarna einhverjir örfáir millimetrar,“ sagði Harpa. „Hins vegar getur snjór bráðnað í hlíðunum sem eykur þar vatnsrennsli þannig að það gætu farið að hreyfast brotsár í skriðunum sem eru þarna og jafnvel skriður í kringum þau.“ Á morgun hlýnar nokkuð skarpt fyrir austan. Útlit er fyrir fimm til átta stiga hita. Á landinu öllu verður hlýjast á landinu norðaustanverðu. „Þetta er það sem við teljum að gæti gerst við þessi hlýindi og þess vegna hefur verið mælst til þess að halda rýmingu á ákveðnum svæðum fram yfir jól þar til þetta er gengið yfir.“ Veðurstofan mun því fylgjast vel með mögulegum hreyfingum í hlíðunum á morgun en að þessum hlýindakafla loknum ætti stöðugleiki að nást að nýju. Fréttaljósmyndari Vísis er staddur á Seyðisfirði og hefur myndað þá eyðileggingu sem blasir við bæjarbúum eftir skriðuföll síðustu viku.Vísir/Vilhelm En að aðfangadegi undanskildum, er mesta hættan þá liðin hjá hvað langtímaspá varðar? „Langtímaspár gera ekki ráð fyrir svona bleytutíð í bráð með rigningu og hlýindum og það er svona frekar í norðlægum áttum eftir þetta og kannski einhver snjókoma með en það er ekkert núna sem gefur til kynna að asahláka sé aftur strax á ferðinni en auðvitað er veðurspá ónákvæmari eftir því sem lengra er horft fram í tímann.“ Frá því að stórar skriður féllu fyrir helgi hefur staðan hratt batnað. „Allt virðist stefna í rétta átt og í átt að stöðugleika. Það hefur minnkað vatn í borholum, og hreyfingum fer fækkandi, þær eru mældar með svona fastpunktum. Hlíðin virðist almennt vera orðin nokkuð stöðug.“ Veðurstofan vilja því gjarnan sjá að hlíðin standi af sér asahláku morgundagsins áður en hægt verður að meta hvort óhætt sé að hleypa fleiri íbúum aftur heim. Hyggjast setja upp sjálfvirka mælingarstöð og ráðast í varnaraðgerðir Fulltrúar Veðurstofunnar hafa síðan skriðuföllin urðu komið fyrir fleiri speglum í hlíðunum til að geta fylgst betur með aðstæðum. „Hugmyndin með því er sú að það verði í framtíðinni hægt að mæla hreyfingar hlíðarinnar með nákvæmari hætti og vakta hana betur. Það stendur til að koma upp svokallaðri alstöð sem yrði þá sjálfvirk sem gæti tekið mælingar á hverjum degi og jafnvel oftar og þannig væri þá betur hægt að fylgjast með og vakta mögulegar hreyfingar í hlíðinni.“ Í framhaldinu þurfi einnig að meta hvers konar vöktunarbúnað og mælingar gætu nýst til viðbótar. Einnig þyrfti að ráðast í varnaraðgerðir en Harpa segir að til stendur að kynna frumathugun á þeim næsta vor.
Múlaþing Aurskriður á Seyðisfirði Veður Tengdar fréttir Sérfræðingar vanmátu aðstæður á Seyðisfirði Harpa Grímsdóttir, hópstjóri ofanflóðavöktunar Veðurstofu Íslands, segir sérfræðinga stofnunarinnar hafa vanmetið aðstæður utan Búðarár á Seyðisfirði, þar sem stærsta skriða sem fallið hefur á þéttbýli á Íslandi féll síðdegis á föstudag. 22. desember 2020 17:41 Áfram hættustig á Seyðisfirði Áfram er hættustig á Seyðisfirði og eru rýmingar enn í gildi að hluta til. Þetta var ákveðið á samráðsfundi Veðurstofu Íslands, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra lögreglunnar á Austurlandi ásamt viðbragðsaðilum, sveitarfélagi og stofnunum í morgun. 23. desember 2020 12:54 Fleiri Seyðfirðingar fá að snúa heim Rýming í hluta Seyðisfjarðar hefur verið endurskoðuð og er fleiri íbúum nú heimilt að snúa aftur í bæinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. 22. desember 2020 21:32 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Sérfræðingar vanmátu aðstæður á Seyðisfirði Harpa Grímsdóttir, hópstjóri ofanflóðavöktunar Veðurstofu Íslands, segir sérfræðinga stofnunarinnar hafa vanmetið aðstæður utan Búðarár á Seyðisfirði, þar sem stærsta skriða sem fallið hefur á þéttbýli á Íslandi féll síðdegis á föstudag. 22. desember 2020 17:41
Áfram hættustig á Seyðisfirði Áfram er hættustig á Seyðisfirði og eru rýmingar enn í gildi að hluta til. Þetta var ákveðið á samráðsfundi Veðurstofu Íslands, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra lögreglunnar á Austurlandi ásamt viðbragðsaðilum, sveitarfélagi og stofnunum í morgun. 23. desember 2020 12:54
Fleiri Seyðfirðingar fá að snúa heim Rýming í hluta Seyðisfjarðar hefur verið endurskoðuð og er fleiri íbúum nú heimilt að snúa aftur í bæinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. 22. desember 2020 21:32