Los Angeles Times greinir frá en ef marka má myndbönd frá vettvangi var sleði jólasveinsins í þetta skiptið heldur óhefðbundinn, einhverskonar vélknúinn svifsleði.
Jólasveininn hafði í þetta skiptið ætlað sér að fljúga yfir Rio Linda hverfið í borginni, til þess að dreifa nammi og ýmis konar góðgæti. Það endaði þó ekki betur en svo að jólasveinninn flaug óvart á rafmagnslínur með þeim afleiðingum að fallhlíf sveinka festist.
Jólasveinninn mátti dúsa í rafmagnslínunni í um klukkutíma áður en slökkviliðsmenn mættu á svæðið til þess að koma honum niður.
We are happy to report #Santa is uninjured and will be ready for #Christmas next week, but perhaps with a new sleigh! pic.twitter.com/muYQex4zYU
— Metro Fire of Sacramento (@metrofirepio) December 20, 2020
200 heimili urðu rafmagnslaus á meðan sveinka var komið aftur niður á jörðina en öryggisbelti í svifsleðanum hélt honum föstum uppi, sem varð honum til happs.
Í samtali við Los Angeles Times segir talsmaður slökkviliðsins í Sacramento að raunar sé ótrúlegt að jólasveinninn hafi sloppið ómeiddur frá þessu óhappi.