Héraðsbúar gerðu heimagerðan jólaís handa Seyðfirðingum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. desember 2020 21:53 Starfskonur fjöldahjálparmiðstöðvarinnar á Seyðisfirði tóku við ísnum sem Katrín Reynisdóttir ásamt fleirum kom með til handa Seyðfirðingum frá nágrönnum þeirra á Héraði. Vísir/Vilhelm Íbúar Múlaþings hafa margir hverjir tekið sig til að búið til heimagerðan jólaís og gefið Seyðfirðingum. Heldur óvenjuleg jól blasa við fjölmörgum Seyðfirðingum í ár í kjölfar náttúruhamfarananna sem þar hafa riðið yfir. Þótt jólaísinn skipti ef til vill ekki miklu máli í stóra samhenginu, segir Katrín Reynisdóttir, íbúi á Egilsstöðum, að sér hafi þótt þetta góð hugmynd í ljósi þess að þeir Seyðfirðingar, sem hafa getað snúið aftur til síns heima, hafi um margt annað að hugsa þessa dagana en að búa til jólaís. „Mér fannst svona þegar að þeir voru komnir heim til sín að það yrði kannski ekki alveg mesta stuðið að vera að byrja að dunda við að gera einhvern jólaís,“ segir Katrín en ljósmyndari Vísis rakst á Katrínu í dag þar sem hún var í óða önn við að bera ís inn í fjöldahjálparstöðina á Seyðisfirði. „Það var fullt af fólki uppi á Héraði og kannski víðar sem að bjó til jólaís til að fara með hingað niður á Seyðisfjörð. Svo höfum við bara verið að koma þessu út núna og bara gengið vel,” segir Katrín. „Síðan erum við líka reyndar með þristamús frá Simma Vill sem gaf þúsund skammta af þristamús á Seiðisfjörð og það er bara glæsilegt. Það er svo gott að geta eitthvað pínulítið gert til að hjálpa til,“ segir Katrín og bætir við að fyrirtæki á svæðinu hafi jafnframt verið boðin og búin til að aðstoða. „Flutningafyrirtækið Eimskip Flytjandi, þegar ég hafði samband við þá þá spurðu þeir strax “hvenær eigum við að koma?” útskýrir Katrín. Það fellur síðan í hlut þeirra Röggu og Rannveigar, sem að sögn Katrínar eru aðal manneskjurnar í eldhúsinu í fjöldahjálparmiðstöðinni í félagsheimilinu Herðubreið, að sjá um að koma ísnum út til íbúa Seyðisfjarðar. Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira
Þótt jólaísinn skipti ef til vill ekki miklu máli í stóra samhenginu, segir Katrín Reynisdóttir, íbúi á Egilsstöðum, að sér hafi þótt þetta góð hugmynd í ljósi þess að þeir Seyðfirðingar, sem hafa getað snúið aftur til síns heima, hafi um margt annað að hugsa þessa dagana en að búa til jólaís. „Mér fannst svona þegar að þeir voru komnir heim til sín að það yrði kannski ekki alveg mesta stuðið að vera að byrja að dunda við að gera einhvern jólaís,“ segir Katrín en ljósmyndari Vísis rakst á Katrínu í dag þar sem hún var í óða önn við að bera ís inn í fjöldahjálparstöðina á Seyðisfirði. „Það var fullt af fólki uppi á Héraði og kannski víðar sem að bjó til jólaís til að fara með hingað niður á Seyðisfjörð. Svo höfum við bara verið að koma þessu út núna og bara gengið vel,” segir Katrín. „Síðan erum við líka reyndar með þristamús frá Simma Vill sem gaf þúsund skammta af þristamús á Seiðisfjörð og það er bara glæsilegt. Það er svo gott að geta eitthvað pínulítið gert til að hjálpa til,“ segir Katrín og bætir við að fyrirtæki á svæðinu hafi jafnframt verið boðin og búin til að aðstoða. „Flutningafyrirtækið Eimskip Flytjandi, þegar ég hafði samband við þá þá spurðu þeir strax “hvenær eigum við að koma?” útskýrir Katrín. Það fellur síðan í hlut þeirra Röggu og Rannveigar, sem að sögn Katrínar eru aðal manneskjurnar í eldhúsinu í fjöldahjálparmiðstöðinni í félagsheimilinu Herðubreið, að sjá um að koma ísnum út til íbúa Seyðisfjarðar.
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira