Körfubolti

NBA-leikmaður tróð boltanum í ranga körfu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Thomas Bryant fagnar körfu en hann fagnaði þó ekki einni körfunni sinni á móti Orlando Magic.
Thomas Bryant fagnar körfu en hann fagnaði þó ekki einni körfunni sinni á móti Orlando Magic. AP/Nick Wass)

Thomas Bryant, miðherji Washington Wizards, var kannski aðeins of gjafmildur yfir jólahátíðina.

Thomas Bryant skoraði ekki aðeins í ranga körfu í leik Washington Wizards og Orlando Magic yfir hátíðirnar því hann tróð boltanum í sína eigin körfu.

Atvikið gerðist eftir skot á hans eigin körfu þar sem Thomas Bryant var í baráttunni við leikmenn Orlando um frákastið.

Bryant náði frákastinu en tókst á einhvern slysalegan hátt að troða boltanum í körfuna eins og sjá má hér fyrir neðan.

Á kortinu á pakkanum hefði kannski átt að standa til Evan Fournier frá Thomas Bryant því það var franski bakvörðurinn Evan Fournier sem fékk bæði skráð á sig bæði sóknarfrákastið og körfuna.

Reglan í NBA er að þú getur ekki fengið skráða á þig sjálfskörfu og því er það leikmaðurinn sem er næstur sem fær skráða á sig körfuna.

Bryant endaði leikinn með 19 stig og 5 fráköst en hann hitti úr 8 af 11 skotum sínum.

Thomas Bryant er 23 ára gamall og heufr verið í deildinni frá 2017-18 tímabilið en nýliðaár hans var hjá Los Angeles Lakers. Bryant skoraði bara 1,5 stig í leik fyrsta tímabilið sitt en hefur bætt sig mikið síðan. Hann fór til Wizards og hefur verið þar síðan.

Bryant er með 15,0 stig og 5,7 fráköst að meðaltali í leik í fyrstu þremur leikjum Washington Wizards.

Thomas Bryant would like to have that one back

Posted by Sports Illustrated on Laugardagur, 26. desember 2020
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×