Bella gekk fyrst á land í Bretaníu og Normandí í Frakklandi þar sem hátt í tuttugu þúsund heimili voru án rafmagns um tíma. Eftir því sem stormurinn gekk yfir Frakkland misstu um 34 þúsund heimili í miðju og austurhluta landsins rafmagn. Á toppi Eiffelturnsins mældist vindur í hviðum rúmlega 40 metrar á sekúndu.
Bella hafði talsverð áhrif á flugsamgöngur þar sem seinkun varð á um þriðjungi fluga frá flugvellinum Charles de Gaulle í París í gær. Flugsamgöngur hafa nú komist í samt lag, að því er segir í tilkynningu frá flugmálayfirvöldum í Frakklandi.
Í Bretlandi flæddi inn í fjölda húsa í Northamptonskíri og Bedfordskíri í austurhluta landsins þar sem talsverðum fjölda hafði verið ráðlagt að yfirgefa heimili sín vegna flóðahættu.
Stomurinn hafði einnig nokkur áhrif á lestarsamgöngur í Wales þar sem tré höfðu fallið á teina.