„Þakklát fyrir það í dag að hafa lent á þessum vegg“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. desember 2020 07:00 Eva Laufey Kjaran keyrði sig út og lenti á vegg. vísir/vilhelm Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir er matarbloggari, sjónvarpskokkur, útvarpskona, samfélagsmiðlastjarna og margt annað en hún ræddi við Snæbjörn Ragnarsson og allt á milli himins og jarðar í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Eva segist hafa spennt bogann of hátt á sínum ferli í fjölmiðlum og magalent eftir ofálag. Síðan stóð hún upp aftur, sterkari en nokkru sinni og með planið á hreinu. Eva er af Skaganum og alin upp af tveimur elskandi foreldrum þótt faðir hennar væri ekki blóðtengdur henni. Hún vissi alla tíð hver hinn faðir hennar var en kynntist honum þó ekki af alvöru fyrr en undir fullorðinsár. Sá maður var Hermann Gunnarsson, Hemmi Gunn, sem síðan lét lífið fyrir aldur fram sorglega stuttu eftir að þau Eva náðu að treysta böndin. Í þættinum segir Eva Laufey frá því þegar hún fékk taugaáfall vegna álags. „Í fyrra var ég eiginlega komin á endastöð sem er nokkuð dramatískt að segja en ég sagði upp á Stöð 2. Ég held að ég hafi verið nálægt því að fá einhverskonar taugaáfall. Ég var allavega komin upp á spítala og hélt að ég væri að fá hjartaáfall. Ég fór í margar rannsóknir en það var ekkert að og þá kom í ljós að ég væri búin að vinna svolítið yfir mig,“ segir Eva Laufey í viðtalinu við Snæbjörn. Samfélagsmiðlarnir tóku yfir „Ég hef verið að keyra mig áfram að vera í föstu starfi á Stöð 2, vera að framleiða efni, vera í Íslandi í dag og í útvarpinu og fengið að þróast í starfi. Þetta er ótrúlega skemmtilegt starf og gefur mér rosalega mikið. Ég er búin að eiga góða yfirmenn sem styðja mig í öllu sem ég geri sem er ekki sjálfsagt og er ég rosalega þakklát fyrir öll þau tækifæri sem ég hef fengið þar. En svo fóru samfélagsmiðlarnir að fara taka rosalega stóran part úr mínu lífi og það eru svo margir sem hafa skoðanir á því hvernig ég eigi að haga mínum málum. Þú þarft að gera hlutina svona, þetta er mikið betra fyrir þig. Það fer bara eitthvað af stað hjá manni og maður tekur að sér allskonar verkefni og drekkir sér í vinnu. Maður er að vinna til fjögur, nær í stelpurnar og þá er einhvern veginn annar heill vinnudagur eftir sem er á samfélagsmiðlum.“ Snæbjörn og Eva ræddu saman í yfir tvær klukkustundir. Hún segist hafa á þessum tíma samið við fimm til sex fyrirtæki í hverri og viku og samið um að birta ákveðið margar færslur. „Maður fer bara fram úr sér og segir bara já við öllu og þetta sé bara tækifæri og gaman. En svo bara lendir maður á einhverjum vegg. Auk þess var ég að gefa út bók, reyna vera góð eiginkona, dugleg í ræktinni, var með námskeið með systur minni um framkomu út um allt og var bara að reyna gera allt, því mig langar að gera svo margt. En ég lærði það þá að líkaminn getur bara sagt stopp við mann. Ég átti mjög erfitt með að trúa því þegar læknirinn sagði við mig, Eva þú ert ekki að fá hjartaáfall og það er ekkert að gerast í líkama þínum. Í miðjum tökum á Ísskápastríðinu, þættir sem ég elska mjög mikið, var ég að anda í poka til að ná andanum og enginn veit af því.“ Allir ættu að hitta sálfræðing Hún segir að samstarfsmenn hennar á Stöð 2 hafi tekið utan um hana og stutt við bakið á sér. „Ég fór að hitta sálfræðinginn minn sem ég hef verið að hitta í nokkur ár og það er það besta sem ég geri fyrir sjálfan mig og ég vildi að allir myndu gera það. Þá tók bara við svona atferlismeðferð að koma skipulaginu í lag, því eitthvað varð ég að gera til að komast út úr þessu. Þannig að ég ákvað að segja upp og tók mig í raun út úr öllu sem ég var að gera. Ætlaði bara að vinna sjálfstætt og taka að mér verkefni en ég hélt áfram að vinna í þessa þrjá mánuði sem uppsagnarfresturinn minn segir til um og skráði mig á matreiðslunámskeið í London og fór í fyrsta sinn að einblína á það sem mig langaði til að gera. Ég fékk svo góðan stuðning frá yfirmönnunum mínum til að fá að gera þetta, þrátt fyrir að þeir vissu að ég væri að hætta en ég held að þau vissu hvað væri að gerast með mig og ég þurfti á þessu að halda og ég hætti því ekkert. Ég er þakklát fyrir það í dag að hafa lent á þessum vegg.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Eva Laufey Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Fleiri fréttir Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Sjá meira
Eva segist hafa spennt bogann of hátt á sínum ferli í fjölmiðlum og magalent eftir ofálag. Síðan stóð hún upp aftur, sterkari en nokkru sinni og með planið á hreinu. Eva er af Skaganum og alin upp af tveimur elskandi foreldrum þótt faðir hennar væri ekki blóðtengdur henni. Hún vissi alla tíð hver hinn faðir hennar var en kynntist honum þó ekki af alvöru fyrr en undir fullorðinsár. Sá maður var Hermann Gunnarsson, Hemmi Gunn, sem síðan lét lífið fyrir aldur fram sorglega stuttu eftir að þau Eva náðu að treysta böndin. Í þættinum segir Eva Laufey frá því þegar hún fékk taugaáfall vegna álags. „Í fyrra var ég eiginlega komin á endastöð sem er nokkuð dramatískt að segja en ég sagði upp á Stöð 2. Ég held að ég hafi verið nálægt því að fá einhverskonar taugaáfall. Ég var allavega komin upp á spítala og hélt að ég væri að fá hjartaáfall. Ég fór í margar rannsóknir en það var ekkert að og þá kom í ljós að ég væri búin að vinna svolítið yfir mig,“ segir Eva Laufey í viðtalinu við Snæbjörn. Samfélagsmiðlarnir tóku yfir „Ég hef verið að keyra mig áfram að vera í föstu starfi á Stöð 2, vera að framleiða efni, vera í Íslandi í dag og í útvarpinu og fengið að þróast í starfi. Þetta er ótrúlega skemmtilegt starf og gefur mér rosalega mikið. Ég er búin að eiga góða yfirmenn sem styðja mig í öllu sem ég geri sem er ekki sjálfsagt og er ég rosalega þakklát fyrir öll þau tækifæri sem ég hef fengið þar. En svo fóru samfélagsmiðlarnir að fara taka rosalega stóran part úr mínu lífi og það eru svo margir sem hafa skoðanir á því hvernig ég eigi að haga mínum málum. Þú þarft að gera hlutina svona, þetta er mikið betra fyrir þig. Það fer bara eitthvað af stað hjá manni og maður tekur að sér allskonar verkefni og drekkir sér í vinnu. Maður er að vinna til fjögur, nær í stelpurnar og þá er einhvern veginn annar heill vinnudagur eftir sem er á samfélagsmiðlum.“ Snæbjörn og Eva ræddu saman í yfir tvær klukkustundir. Hún segist hafa á þessum tíma samið við fimm til sex fyrirtæki í hverri og viku og samið um að birta ákveðið margar færslur. „Maður fer bara fram úr sér og segir bara já við öllu og þetta sé bara tækifæri og gaman. En svo bara lendir maður á einhverjum vegg. Auk þess var ég að gefa út bók, reyna vera góð eiginkona, dugleg í ræktinni, var með námskeið með systur minni um framkomu út um allt og var bara að reyna gera allt, því mig langar að gera svo margt. En ég lærði það þá að líkaminn getur bara sagt stopp við mann. Ég átti mjög erfitt með að trúa því þegar læknirinn sagði við mig, Eva þú ert ekki að fá hjartaáfall og það er ekkert að gerast í líkama þínum. Í miðjum tökum á Ísskápastríðinu, þættir sem ég elska mjög mikið, var ég að anda í poka til að ná andanum og enginn veit af því.“ Allir ættu að hitta sálfræðing Hún segir að samstarfsmenn hennar á Stöð 2 hafi tekið utan um hana og stutt við bakið á sér. „Ég fór að hitta sálfræðinginn minn sem ég hef verið að hitta í nokkur ár og það er það besta sem ég geri fyrir sjálfan mig og ég vildi að allir myndu gera það. Þá tók bara við svona atferlismeðferð að koma skipulaginu í lag, því eitthvað varð ég að gera til að komast út úr þessu. Þannig að ég ákvað að segja upp og tók mig í raun út úr öllu sem ég var að gera. Ætlaði bara að vinna sjálfstætt og taka að mér verkefni en ég hélt áfram að vinna í þessa þrjá mánuði sem uppsagnarfresturinn minn segir til um og skráði mig á matreiðslunámskeið í London og fór í fyrsta sinn að einblína á það sem mig langaði til að gera. Ég fékk svo góðan stuðning frá yfirmönnunum mínum til að fá að gera þetta, þrátt fyrir að þeir vissu að ég væri að hætta en ég held að þau vissu hvað væri að gerast með mig og ég þurfti á þessu að halda og ég hætti því ekkert. Ég er þakklát fyrir það í dag að hafa lent á þessum vegg.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Eva Laufey Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Fleiri fréttir Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Sjá meira