„Fólk slasast almennt ekki mikið við að horfa á sjónvarpið“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. desember 2020 18:01 Hjalti Már Björnsson, læknir á bráðamóttöku Landspítalans. Vísir/Sigurjón Almennt hefur gengið nokkuð vel á bráðamóttöku Landspítalans nú um jólin og hefur álagið verið minna í ár en oft áður. Það má meðal annars rekja til þess að matarvenjur þjóðarinnar hafa að mörgu leyti breyst til hins betra auk þess sem í ljósi kórónuveirufaraldursins hafa færri þurft að leita á bráðamóttöku vegna áverka. Þetta segir Hjalti Már Björnsson bráðalæknir sem ræddi stöðuna á bráðamóttökunni í þættinum Reykjavík sídegis á Bylgjunni í dag. „Almennt séð hefur nú jólahaldið gengið nokkuð farsællega fyrir sig hérna á bráðamóttökunni. Þetta var á árum áður dálítið algengt að fólk hreinlega fór offari í hangikjötinu og það leituðu margir á spítalann með hjartabilunareinkenni og veikindi eftir það. En það er nú svona tilfinning lækna hér að þessum tilvikum hafi heldur fækkað, að fólk kunni sér meira magamál og það er í raun og veru engin breyting á fjölda þeirra sem leita til spítalans útaf slíkum veikindum á jólunum og öðrum dögum,“ sagði Hjalti. Þá hefur ástandið í þjóðfélaginu undanfarin misseri gert það af verkum að færri hafa þurft að leita á bráðamóttöku vegna áverka. „Það hefur fyrst og fremst núna verið svolítil minnkun í því að fólk komi með áverka. Enda í raun og vera má segja að þjóðin hafi haft mjög hægt um sig síðustu mánuðina og eiginlega allt síðasta ár,“ sagði Hjalti. „Það er ekkert skemmtanalíf og ekki slagsmál í miðbænum, það eru engin íþróttamót og minni virkni á öllu þannig að fólk slasast almennt ekki mikið við að horfa á sjónvarpið.“ Þáttarstjórnandi spurði Hjalta um fylgikvilla þess að borða of mikið af hangikjöti og söltum mat, hann hafi til að mynda heyrt af manni sem hafi ekki komist í skóna sína eftir að hafa borðað yfir sig af hangikjöti í jólaboði. „Yfirleitt þarf bara aðeins að bíða og þá sér líkaminn um að endurstilla það út. Salt og aukavökvi skylst út um nýrun. En í einstaka tilfellum getur fólk þurft lyfjameðferð til þessa og ofát getur svo sannarlega valdið hjartabilun og alvarlegum veikindum hjá þeim sem eru veikir fyrir,“ sagði Hjalti. Fjölbreytni í mataræði hafi aukist á undanförnum árum, í flestum tilfellum til hins betra. Til að mynda hafi gosdrykkjaneysla dregist saman. „Fólk þarf að muna að hlusta á líkamann með mat eins og allt annað og það er skynsamlegt að borða þar til maður er ekki lengur svangur, ekki beinlínis að borða að sársaukamörkum eða þar til að fólk getur bara ekki borðað meira, af því að þá er það í sumum tilfellum orðið aðeins of mikið,“ sagði Hjalti. Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira
„Almennt séð hefur nú jólahaldið gengið nokkuð farsællega fyrir sig hérna á bráðamóttökunni. Þetta var á árum áður dálítið algengt að fólk hreinlega fór offari í hangikjötinu og það leituðu margir á spítalann með hjartabilunareinkenni og veikindi eftir það. En það er nú svona tilfinning lækna hér að þessum tilvikum hafi heldur fækkað, að fólk kunni sér meira magamál og það er í raun og veru engin breyting á fjölda þeirra sem leita til spítalans útaf slíkum veikindum á jólunum og öðrum dögum,“ sagði Hjalti. Þá hefur ástandið í þjóðfélaginu undanfarin misseri gert það af verkum að færri hafa þurft að leita á bráðamóttöku vegna áverka. „Það hefur fyrst og fremst núna verið svolítil minnkun í því að fólk komi með áverka. Enda í raun og vera má segja að þjóðin hafi haft mjög hægt um sig síðustu mánuðina og eiginlega allt síðasta ár,“ sagði Hjalti. „Það er ekkert skemmtanalíf og ekki slagsmál í miðbænum, það eru engin íþróttamót og minni virkni á öllu þannig að fólk slasast almennt ekki mikið við að horfa á sjónvarpið.“ Þáttarstjórnandi spurði Hjalta um fylgikvilla þess að borða of mikið af hangikjöti og söltum mat, hann hafi til að mynda heyrt af manni sem hafi ekki komist í skóna sína eftir að hafa borðað yfir sig af hangikjöti í jólaboði. „Yfirleitt þarf bara aðeins að bíða og þá sér líkaminn um að endurstilla það út. Salt og aukavökvi skylst út um nýrun. En í einstaka tilfellum getur fólk þurft lyfjameðferð til þessa og ofát getur svo sannarlega valdið hjartabilun og alvarlegum veikindum hjá þeim sem eru veikir fyrir,“ sagði Hjalti. Fjölbreytni í mataræði hafi aukist á undanförnum árum, í flestum tilfellum til hins betra. Til að mynda hafi gosdrykkjaneysla dregist saman. „Fólk þarf að muna að hlusta á líkamann með mat eins og allt annað og það er skynsamlegt að borða þar til maður er ekki lengur svangur, ekki beinlínis að borða að sársaukamörkum eða þar til að fólk getur bara ekki borðað meira, af því að þá er það í sumum tilfellum orðið aðeins of mikið,“ sagði Hjalti.
Heilbrigðismál Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sjá meira