Rannsaka dauðsfall á réttargeðdeild Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. desember 2020 18:31 Ungur karlmaður á sjálfsvígsgát á réttargeðdeild svipti sig lífi á jóladag. Málið er í rannsókn lögreglu og óháður aðili verður fenginn til að fara yfir verkferla. Yfirlæknir segir að harmleikur sem þessi eigi ekki að geta gerst. Maðurinn var talinn í bráðri sjálfsvígshættu og því á svokallaðri sólarhringsvöktun á sjálfsvígsgát á réttargeðdeild Landspítalans. Um er að ræða afar strangt eftirlit sem felur í sér vöktun með viðkomandi á fimm til fimmtán mínútna fresti, og samkvæmt upplýsingum frá yfirlækni á deildinni á svona harmleikur ekki að geta gerst. Hann gat hins vegar ekki tjáð sig nánar um málið að svo stöddu. Málið er á borði lögreglunnar og hafa ekki fengist upplýsingar um hvort eftirliti hafi verið ábótavant, en fenginn verður óháður aðili innan Landspítalans til að fara yfir verkferla. Ráðist var í talsverðar úrbætur á geðdeild Landspítalans árið 2017 eftir að tveir einstaklingar sviptu sig lífi með aðeins tíu daga millibili. Greining á geðdeildum spítalans leiddi í ljóst að ástandið var verra en talið var í upphafi og því ákveðið að gera breytingar á starfseminni. Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Pieta samtakanna, segir það þyngra en tárum taki að heyra svona fregnir. Draga þurfi lærdóm af málum sem þessum. „Sjálfsvíg er harmleikur, og sjálfsvíg er slys. Slys geta gerst alls staðar. Ég get ekki ímyndað mér annað en að allir þeir sem sem að þessum einstakling koma, starfsfólk réttargeðdeildar og aðrir, séu gjörsamlega miður sín og í öngum sínum,” segir Kristín. Hún segir að sjálfsvígum hafi því miður fjölgað í ár, þó ástæðurnar séu óvitaðar. Mikilvægt sé að ræða málefnið, halda áfram forvörnum og að upplýsa fólk um að aðstoð sé til staðar. „Það sem gerist þegar einstaklingur tekur lífið sitt er að það hefur áhrif á svo marga. Sorgin flyst yfir á aðra og oft eru heilu kynslóðirnar litaðar af sjálfsvígi sem varð einhvern tímann og fólk er enn að glíma við afleiðingarnar. Þannig að okkur er mjög mikilvægt að fólk viti að það séu til leiðir til að vinna úr sálrænum sársauka, meðal annars hjá okkur í Pieta, og fjöldanum öllum af góðum samtökum sem eru að vinna starf í því að finna vonina.” Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218. Landspítalinn Fangelsismál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira
Maðurinn var talinn í bráðri sjálfsvígshættu og því á svokallaðri sólarhringsvöktun á sjálfsvígsgát á réttargeðdeild Landspítalans. Um er að ræða afar strangt eftirlit sem felur í sér vöktun með viðkomandi á fimm til fimmtán mínútna fresti, og samkvæmt upplýsingum frá yfirlækni á deildinni á svona harmleikur ekki að geta gerst. Hann gat hins vegar ekki tjáð sig nánar um málið að svo stöddu. Málið er á borði lögreglunnar og hafa ekki fengist upplýsingar um hvort eftirliti hafi verið ábótavant, en fenginn verður óháður aðili innan Landspítalans til að fara yfir verkferla. Ráðist var í talsverðar úrbætur á geðdeild Landspítalans árið 2017 eftir að tveir einstaklingar sviptu sig lífi með aðeins tíu daga millibili. Greining á geðdeildum spítalans leiddi í ljóst að ástandið var verra en talið var í upphafi og því ákveðið að gera breytingar á starfseminni. Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Pieta samtakanna, segir það þyngra en tárum taki að heyra svona fregnir. Draga þurfi lærdóm af málum sem þessum. „Sjálfsvíg er harmleikur, og sjálfsvíg er slys. Slys geta gerst alls staðar. Ég get ekki ímyndað mér annað en að allir þeir sem sem að þessum einstakling koma, starfsfólk réttargeðdeildar og aðrir, séu gjörsamlega miður sín og í öngum sínum,” segir Kristín. Hún segir að sjálfsvígum hafi því miður fjölgað í ár, þó ástæðurnar séu óvitaðar. Mikilvægt sé að ræða málefnið, halda áfram forvörnum og að upplýsa fólk um að aðstoð sé til staðar. „Það sem gerist þegar einstaklingur tekur lífið sitt er að það hefur áhrif á svo marga. Sorgin flyst yfir á aðra og oft eru heilu kynslóðirnar litaðar af sjálfsvígi sem varð einhvern tímann og fólk er enn að glíma við afleiðingarnar. Þannig að okkur er mjög mikilvægt að fólk viti að það séu til leiðir til að vinna úr sálrænum sársauka, meðal annars hjá okkur í Pieta, og fjöldanum öllum af góðum samtökum sem eru að vinna starf í því að finna vonina.” Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Landspítalinn Fangelsismál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Sjá meira