Færri gjaldþrot en óttast var Sylvía Hall skrifar 30. desember 2020 19:40 Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segist búast við því að atvinnuleysi haldist svipað um áramót. Hún á ekki von á því að ástandið batni í fyrsta mánuði næsta árs, en enn eigi eftir að spá fyrir um vormánuðina. „Það hægir alltaf svolítið á í desember, sem betur fer, en svo kemur þetta oft af krafti í janúar,“ segir Unnur um stöðuna á vinnumarkaði þessa stundina. Atvinnuleysi í nóvember var tólf prósent í heildina, þar af 10,6 prósent í almennu atvinnuleysi og 1,5 prósent í minnkuðu starfshlutfalli. Hún ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag þar sem árið hjá Vinnumálastofnun var gert upp. „Ég býst við því að þessi tala haldist og verði svipuð um áramótin allavega, hvað svo gerist í janúar fram í mars/apríl erum við ekki búin að greina.“ Hún segir ljóst að stærsti hluti þeirra sem misstu vinnuna vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið fólk innan ferðaþjónustunnar. Í kjölfarið hafi áhrifanna farið að gæta í fleiri starfsgreinum, en að mati Unnar kom faraldurinn verst niður á þjónustustarfsemi. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar gerðu gagn „Það má vera smá á jákvæðu nótunum, ég held að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi gert mikið gagn. Við erum til dæmis með færri gjaldþrot en óttast var,“ segir Unnur. Fyrirtækin hafi líklega náð að draga seglin saman svo þau gætu lifað þetta tímabil af. „Það hefur dempað höggið og það er kannski að takast það sem allir voru að vona, að fyrirtækin gætu farið niður í einhvers konar hýði þannig að þau séu tilbúin þegar allt fer að glæðast aftur og við förum vonandi að sjá ferðamenn koma aftur til landsins.“ Hún segir árið hafa verið rússíbana sem enginn gat séð fyrir. Starfsmenn hafi þurft að takast á við hvert verkefnið á fætur öðru og þar hafi miklu máli skipt að hafa öflugt starfsfólk. „Við erum bara búin að vera að hlaupa og reyna að standa okkur. Ég hef verið svo heppin, og við, að hafa svona gott starfsfólk. Það settu allir undir sig hausinn og voru tilbúnir – það er alveg ómetanlegt.“ Vegna aukinna umsvifa þurfti Vinnumálastofnun að bæta við starfsfólki og segir Unnur ljóst að stofnunin þurfi ekki að vera af þeirri stærðargráðu sem hún er nú í venjulegu árferði. Hún búist við því að það þurfi að fækka starfsfólki, en bindur vonir við að það geti leitað aftur í fyrri störf. „Við höfum verið að ráða mikið af fólki sem missti vinnuna í þessum ósköpum og ég á alveg eins von á því að það fólk vilji fara aftur í sín gömlu störf.“ Reykjavík síðdegis Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Gjaldþrot Tengdar fréttir Verðbólga mælist 3,6 prósent Verðbólga mælist nú 3,6 prósent og er um hækkun að ræða. Alls voru 14.900 einstaklingar atvinnulausir í nóvember. 22. desember 2020 12:10 Atvinnuleysi mælist nú 7,1 prósent Alls voru 14.900 einstaklingar atvinnulausir í nóvember 2020, eða 7,1 prósent af vinnuaflinu. Atvinnuleysi hækkaði milli mánaða. 22. desember 2020 09:24 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira
„Það hægir alltaf svolítið á í desember, sem betur fer, en svo kemur þetta oft af krafti í janúar,“ segir Unnur um stöðuna á vinnumarkaði þessa stundina. Atvinnuleysi í nóvember var tólf prósent í heildina, þar af 10,6 prósent í almennu atvinnuleysi og 1,5 prósent í minnkuðu starfshlutfalli. Hún ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag þar sem árið hjá Vinnumálastofnun var gert upp. „Ég býst við því að þessi tala haldist og verði svipuð um áramótin allavega, hvað svo gerist í janúar fram í mars/apríl erum við ekki búin að greina.“ Hún segir ljóst að stærsti hluti þeirra sem misstu vinnuna vegna kórónuveirufaraldursins hafi verið fólk innan ferðaþjónustunnar. Í kjölfarið hafi áhrifanna farið að gæta í fleiri starfsgreinum, en að mati Unnar kom faraldurinn verst niður á þjónustustarfsemi. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar gerðu gagn „Það má vera smá á jákvæðu nótunum, ég held að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi gert mikið gagn. Við erum til dæmis með færri gjaldþrot en óttast var,“ segir Unnur. Fyrirtækin hafi líklega náð að draga seglin saman svo þau gætu lifað þetta tímabil af. „Það hefur dempað höggið og það er kannski að takast það sem allir voru að vona, að fyrirtækin gætu farið niður í einhvers konar hýði þannig að þau séu tilbúin þegar allt fer að glæðast aftur og við förum vonandi að sjá ferðamenn koma aftur til landsins.“ Hún segir árið hafa verið rússíbana sem enginn gat séð fyrir. Starfsmenn hafi þurft að takast á við hvert verkefnið á fætur öðru og þar hafi miklu máli skipt að hafa öflugt starfsfólk. „Við erum bara búin að vera að hlaupa og reyna að standa okkur. Ég hef verið svo heppin, og við, að hafa svona gott starfsfólk. Það settu allir undir sig hausinn og voru tilbúnir – það er alveg ómetanlegt.“ Vegna aukinna umsvifa þurfti Vinnumálastofnun að bæta við starfsfólki og segir Unnur ljóst að stofnunin þurfi ekki að vera af þeirri stærðargráðu sem hún er nú í venjulegu árferði. Hún búist við því að það þurfi að fækka starfsfólki, en bindur vonir við að það geti leitað aftur í fyrri störf. „Við höfum verið að ráða mikið af fólki sem missti vinnuna í þessum ósköpum og ég á alveg eins von á því að það fólk vilji fara aftur í sín gömlu störf.“
Reykjavík síðdegis Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Gjaldþrot Tengdar fréttir Verðbólga mælist 3,6 prósent Verðbólga mælist nú 3,6 prósent og er um hækkun að ræða. Alls voru 14.900 einstaklingar atvinnulausir í nóvember. 22. desember 2020 12:10 Atvinnuleysi mælist nú 7,1 prósent Alls voru 14.900 einstaklingar atvinnulausir í nóvember 2020, eða 7,1 prósent af vinnuaflinu. Atvinnuleysi hækkaði milli mánaða. 22. desember 2020 09:24 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira
Verðbólga mælist 3,6 prósent Verðbólga mælist nú 3,6 prósent og er um hækkun að ræða. Alls voru 14.900 einstaklingar atvinnulausir í nóvember. 22. desember 2020 12:10
Atvinnuleysi mælist nú 7,1 prósent Alls voru 14.900 einstaklingar atvinnulausir í nóvember 2020, eða 7,1 prósent af vinnuaflinu. Atvinnuleysi hækkaði milli mánaða. 22. desember 2020 09:24