Lewis Hamilton heiðraður á nýju ári Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. desember 2020 18:31 Sir Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistar í Formúlu 1. EPA-EFE/Giuseppe Cacace / Pool Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, verður Sir Lewis Hamilton á nýju ári. Hamilton hefur átt ótrúlegt ár í Formúlu 1. Hann jafnaði og tók fram úr Michael Schumacher varðandi sigra í F11. Þá jafnaði hann met Þjóðverjans en þeir hafa nú báðir sjö sinnum orðið heimsmeistarar í íþróttinni. Hinn 35 ára gamli Hamilton var einnig duglegur að nýta rödd sína og láta í sér heyra varðandi málefni litaðra, bæði í Formúlu 1 sem og Bandaríkjunum. Margt íþróttafólk hefur stigið upp á árinu og nýtt stöðu sína til að benda á það óréttlæti sem enn á sér stað árið 2020. Hamilton heldur áfram að bæta í safnið á nýju ári en hann verður heiðraður af breska ríkinu í upphafi árs 2021 og mun hljóta nafnbótina „Sir“ fyrir framan nafn sitt. Verður hann fjórði F1 ökumaðurinn sem hlýtur þann heiður. Congratulations, Sir Lewis!Lewis Hamilton has been awarded a knighthood in the latest UK Honours list https://t.co/D8amm4hOeQ— Formula 1 (@F1) December 30, 2020 Var þetta staðfest í gær, miðvikudaginn 30. desember. Stefano Domenicali, forstjóri F1, óskaði Hamilton til hamingju, sagði hann hafa gífurleg áhrif innan sem utan bíls og að það sem hann hefði áorkað á árinu væri stórfenglegt. Hann bætti við að Hamilton ætti nafnbótina skilið og gæti ekki beðið eftir að sjá meira frá honum á næsta ári. Formúla Bretland Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Hamilton hefur átt ótrúlegt ár í Formúlu 1. Hann jafnaði og tók fram úr Michael Schumacher varðandi sigra í F11. Þá jafnaði hann met Þjóðverjans en þeir hafa nú báðir sjö sinnum orðið heimsmeistarar í íþróttinni. Hinn 35 ára gamli Hamilton var einnig duglegur að nýta rödd sína og láta í sér heyra varðandi málefni litaðra, bæði í Formúlu 1 sem og Bandaríkjunum. Margt íþróttafólk hefur stigið upp á árinu og nýtt stöðu sína til að benda á það óréttlæti sem enn á sér stað árið 2020. Hamilton heldur áfram að bæta í safnið á nýju ári en hann verður heiðraður af breska ríkinu í upphafi árs 2021 og mun hljóta nafnbótina „Sir“ fyrir framan nafn sitt. Verður hann fjórði F1 ökumaðurinn sem hlýtur þann heiður. Congratulations, Sir Lewis!Lewis Hamilton has been awarded a knighthood in the latest UK Honours list https://t.co/D8amm4hOeQ— Formula 1 (@F1) December 30, 2020 Var þetta staðfest í gær, miðvikudaginn 30. desember. Stefano Domenicali, forstjóri F1, óskaði Hamilton til hamingju, sagði hann hafa gífurleg áhrif innan sem utan bíls og að það sem hann hefði áorkað á árinu væri stórfenglegt. Hann bætti við að Hamilton ætti nafnbótina skilið og gæti ekki beðið eftir að sjá meira frá honum á næsta ári.
Formúla Bretland Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira