Danir kynna enn harðari aðgerðir Kjartan Kjartansson skrifar 17. mars 2020 18:31 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. EPA/LUDOVIC MARIN Samkomur fleiri en tíu manneskja verða bannaðar og alls kyns staðir og fyrirtæki þar sem fólk safnast saman þurfa að loka tímabundið samkvæmt nýjum aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónveirunnar sem Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti um í kvöld. Bannið tekur gildi klukkan tíu að dönskum tíma í fyrramálið, klukkan níu að íslenskum tíma. Danska ríkisútvarpið segir að samkomubannið gildi um samkomur jafnt innan- sem utandyra til 30. mars. Matvöruverslanir og apótek verða áfram opin en reglur um starfsemi verslana verða einnig hertar til að tryggja að viðskiptavinir séu ekki í of miklu návígi. Viðskiptavinir þurfa einnig að geta þvegið sér um hendur og sprittað sig í búðunum. Bannið nær til veitingastaða, kaffihúsa, verslunarmiðstöðva, hárgreiðslustofa, sólbaðsstofa og íþróttamiðstöðva, þar á meðal líkamsræktarstöðva. Skemmtistaðir og knæpur þurfa einnig að loka dyrum sínum. Frederiksen hvatti landsmenn til að grípa til aðgerða heima fyrir.. „Þetta er ekki tíminn til að bjóða í afmæli eða að safna mörgu fólki saman,“ sagði hún á fréttamannafundi. Margrét Þórhildur Danadrottning ætlar að ávarpa þjóðina klukkan 19:00 að íslenskum tíma. Danskur þjóðhöfðingi hefur ekki flutt slíkt ávarp frá því að afi drottningar gerði það við lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Samkomur fleiri en tíu manneskja verða bannaðar og alls kyns staðir og fyrirtæki þar sem fólk safnast saman þurfa að loka tímabundið samkvæmt nýjum aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónveirunnar sem Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti um í kvöld. Bannið tekur gildi klukkan tíu að dönskum tíma í fyrramálið, klukkan níu að íslenskum tíma. Danska ríkisútvarpið segir að samkomubannið gildi um samkomur jafnt innan- sem utandyra til 30. mars. Matvöruverslanir og apótek verða áfram opin en reglur um starfsemi verslana verða einnig hertar til að tryggja að viðskiptavinir séu ekki í of miklu návígi. Viðskiptavinir þurfa einnig að geta þvegið sér um hendur og sprittað sig í búðunum. Bannið nær til veitingastaða, kaffihúsa, verslunarmiðstöðva, hárgreiðslustofa, sólbaðsstofa og íþróttamiðstöðva, þar á meðal líkamsræktarstöðva. Skemmtistaðir og knæpur þurfa einnig að loka dyrum sínum. Frederiksen hvatti landsmenn til að grípa til aðgerða heima fyrir.. „Þetta er ekki tíminn til að bjóða í afmæli eða að safna mörgu fólki saman,“ sagði hún á fréttamannafundi. Margrét Þórhildur Danadrottning ætlar að ávarpa þjóðina klukkan 19:00 að íslenskum tíma. Danskur þjóðhöfðingi hefur ekki flutt slíkt ávarp frá því að afi drottningar gerði það við lok síðari heimsstyrjaldarinnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira