Stakkaborg lokuð í tvær vikur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. mars 2020 12:31 Þessi risaeðla var einmana í garðinum við Stakkaborg í hádeginu. Vísir/Vilhelm Tveir starfsmenn á leikskólanum Stakkaborg í Bólstaðahlið í Reykjavík eru veikir og hefur annar greinst með staðfest smit af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Reiknað er með að leikskólanum verði lokað í tæpar tvær vikur vegna þessa eða til 30. mars. Jónína Einarsdóttir, leikskólastjóri á Stakkaborg, segir í tölvupósti til foreldra að smitið einskorðist við eina deild og auk þess börn sem voru á leikskólanum eftir klukkan 16:30 síðastliðinn föstudag. Um leið eiga önnur börn sem fengu póst frá skólanum í morgun, sem var áframsending frá Almannavörnum, að vera í sóttkví. „Við höfum öll áhyggjur, en munum að passa vel upp á alla í kringum okkur og sérstaklega þessi litlu börn sem eru ekki alveg að skilja aðstæður núna. Ég skil vel áhyggjurnar, við erum öll oft hrædd við það sem við þekkjum ekki og þessi veira er eitt af því,“ segir Jónína. „Það er talað um að einstaklingar geti smitað í 1-2 daga fyrir veikindi en þessi starfsmaður hefur ekki verið með börnum í leikskólanum síðan á föstudaginn í síðustu viku. Ég hvet ykkur sem hafið áhyggjur að leita upplýsinga á covid.is, fara í netspjall í gegnum heilsuveru eða heyra í ykkar heilsugæslulækni.“ Hún segist munu halda foreldrum upplýstum áfram en beðið sé niðurstöðu úr sýnatöku hjá hinum starfsmanninum en sá starfsmaður veiktist í lok mánudags. Því hafi engin börn verið á samvistum við starfsmanninn á þeim tímapunkti. Sá starfsmaður sem veiktist fyrr sé á góðum batavegi og virðist ætla að ganga hratt yfir. Nánari upplýsingar á heimasíðu Stakkaborgar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Tveir starfsmenn á leikskólanum Stakkaborg í Bólstaðahlið í Reykjavík eru veikir og hefur annar greinst með staðfest smit af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Reiknað er með að leikskólanum verði lokað í tæpar tvær vikur vegna þessa eða til 30. mars. Jónína Einarsdóttir, leikskólastjóri á Stakkaborg, segir í tölvupósti til foreldra að smitið einskorðist við eina deild og auk þess börn sem voru á leikskólanum eftir klukkan 16:30 síðastliðinn föstudag. Um leið eiga önnur börn sem fengu póst frá skólanum í morgun, sem var áframsending frá Almannavörnum, að vera í sóttkví. „Við höfum öll áhyggjur, en munum að passa vel upp á alla í kringum okkur og sérstaklega þessi litlu börn sem eru ekki alveg að skilja aðstæður núna. Ég skil vel áhyggjurnar, við erum öll oft hrædd við það sem við þekkjum ekki og þessi veira er eitt af því,“ segir Jónína. „Það er talað um að einstaklingar geti smitað í 1-2 daga fyrir veikindi en þessi starfsmaður hefur ekki verið með börnum í leikskólanum síðan á föstudaginn í síðustu viku. Ég hvet ykkur sem hafið áhyggjur að leita upplýsinga á covid.is, fara í netspjall í gegnum heilsuveru eða heyra í ykkar heilsugæslulækni.“ Hún segist munu halda foreldrum upplýstum áfram en beðið sé niðurstöðu úr sýnatöku hjá hinum starfsmanninum en sá starfsmaður veiktist í lok mánudags. Því hafi engin börn verið á samvistum við starfsmanninn á þeim tímapunkti. Sá starfsmaður sem veiktist fyrr sé á góðum batavegi og virðist ætla að ganga hratt yfir. Nánari upplýsingar á heimasíðu Stakkaborgar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira