Þegar mennskan og samvinnan ræður för Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 18. mars 2020 14:00 Það eru óvenjulegir tímar og samfélagið allt stendur í sömu sporum. Allir hugsa um það sama og leita leiða til að bregðast við af skynsemi, gera það sem hægt er og aðstæður leyfa, en allt getur það umbreyst á morgun. Mestu skiptir að við leggjum öll okkar af mörkum til þess verkefnis sem Covid-19 faraldurinn færir okkur. Öll sem eitt. Fyrirmyndirnar sjáum við og heyrum á hverjum einasta degi. Þau eru allt í einu rútínan sjálf. Alma, Víðir og Þórólfur. Af einstökum eldmóð ná þau í gegn með hvatningu til okkar hinna um að halda áfram af jákvæðni og festu þar sem mennskan umlykur þau svo ofur fallega. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með þríeykinu okkar allra sem stýrir þeim aðgerðum sem við þurfum að grípa til. Það gefur sannarlega von og styrk þegar fólk eins þau kemur fram af svo mikilli nákvæmni, yfirvegun, mennsku og í takt við hvert annað. Því er það virkilega traustvekjandi að sjá sveitarfélögin leggjast saman á árarnar og takast á við þau mörgu, krefjandi og fjölbreyttu verkefni sem fylgja vágestinum. Við í minnihluta bæjarstjórnar Garðabæjar erum til reiðu og bjóðum okkur fram til samráðs og samtals. Sem stendur fylgjumst við grannt með, hlustum þegar við erum upplýst og tökum þátt í umræðunum um verkefnin á vettvangi pólitíkurinnar í bæjarráði og bæjarstjórn. Það er mikilvægt að finna einhuginn og kraftinn í fólkinu okkar og ljóst að nú mæðir mikið á öllu starfsfólki sveitarfélaganna, en ekki síður á pólitíkinni. Við verðum að sýna samstöðu í verki af fagmennsku og einurð. Það er trú mín að við sem samfélag getum gert þetta saman. Við öndum í kviðinn og hjálpumst að. Róðurinn verður þungur og mun koma misjafnlega við hvert og eitt okkar og því skiptir enn meira máli að við látum okkur varða um hvert annað. Ég vil trúa því að Garðabær og nágrannasveitarfélögin leggi sitt af mörkum veita þarf aukinn efnahagslegan stuðning við starfsemi fyrirtækja, en ekki síður mannauðinn, fólkið sjálft. Það mun kosta aukin útgjöld. En það er bara þannig. Við munum kappkosta að halda í störf og þjónustu. Ég vil hvetja okkur öll sem eitt til að hlúa vel að hvert öðru og horfa til þess smáa, sem skiptir oft svo miklu máli. Njótum þess sem er og styðjum hvert annað. Pössum upp á að næra líkama og sál. Nýtum nærumhverfið til útivistar í okkar einstöku náttúru allt um kring og höldum í styrkinn okkar hvert og eitt. Þéttum raðirnar og bjóðum okkur fram til aðstoðar þar sem við getum og treystum okkur til. Gangi okkur öllum sem allra best. Höfundur er oddviti og bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Uppruni ADHD Óttar Guðmundsson Bakþankar Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Skoðun Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru óvenjulegir tímar og samfélagið allt stendur í sömu sporum. Allir hugsa um það sama og leita leiða til að bregðast við af skynsemi, gera það sem hægt er og aðstæður leyfa, en allt getur það umbreyst á morgun. Mestu skiptir að við leggjum öll okkar af mörkum til þess verkefnis sem Covid-19 faraldurinn færir okkur. Öll sem eitt. Fyrirmyndirnar sjáum við og heyrum á hverjum einasta degi. Þau eru allt í einu rútínan sjálf. Alma, Víðir og Þórólfur. Af einstökum eldmóð ná þau í gegn með hvatningu til okkar hinna um að halda áfram af jákvæðni og festu þar sem mennskan umlykur þau svo ofur fallega. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með þríeykinu okkar allra sem stýrir þeim aðgerðum sem við þurfum að grípa til. Það gefur sannarlega von og styrk þegar fólk eins þau kemur fram af svo mikilli nákvæmni, yfirvegun, mennsku og í takt við hvert annað. Því er það virkilega traustvekjandi að sjá sveitarfélögin leggjast saman á árarnar og takast á við þau mörgu, krefjandi og fjölbreyttu verkefni sem fylgja vágestinum. Við í minnihluta bæjarstjórnar Garðabæjar erum til reiðu og bjóðum okkur fram til samráðs og samtals. Sem stendur fylgjumst við grannt með, hlustum þegar við erum upplýst og tökum þátt í umræðunum um verkefnin á vettvangi pólitíkurinnar í bæjarráði og bæjarstjórn. Það er mikilvægt að finna einhuginn og kraftinn í fólkinu okkar og ljóst að nú mæðir mikið á öllu starfsfólki sveitarfélaganna, en ekki síður á pólitíkinni. Við verðum að sýna samstöðu í verki af fagmennsku og einurð. Það er trú mín að við sem samfélag getum gert þetta saman. Við öndum í kviðinn og hjálpumst að. Róðurinn verður þungur og mun koma misjafnlega við hvert og eitt okkar og því skiptir enn meira máli að við látum okkur varða um hvert annað. Ég vil trúa því að Garðabær og nágrannasveitarfélögin leggi sitt af mörkum veita þarf aukinn efnahagslegan stuðning við starfsemi fyrirtækja, en ekki síður mannauðinn, fólkið sjálft. Það mun kosta aukin útgjöld. En það er bara þannig. Við munum kappkosta að halda í störf og þjónustu. Ég vil hvetja okkur öll sem eitt til að hlúa vel að hvert öðru og horfa til þess smáa, sem skiptir oft svo miklu máli. Njótum þess sem er og styðjum hvert annað. Pössum upp á að næra líkama og sál. Nýtum nærumhverfið til útivistar í okkar einstöku náttúru allt um kring og höldum í styrkinn okkar hvert og eitt. Þéttum raðirnar og bjóðum okkur fram til aðstoðar þar sem við getum og treystum okkur til. Gangi okkur öllum sem allra best. Höfundur er oddviti og bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar