Körfuboltatímabilið blásið af | Engir Íslandsmeistarar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. mars 2020 14:02 KR verður ekki Íslandsmeistari sjöunda árið í röð. vísir/vilhelm Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að hætta keppni á Íslandsmótinu 2019-20 vegna kórónuveirufaraldursins. Engir Íslandsmeistarar verða því krýndir þetta tímabil. Stjarnan og Valur eru deildarmeistarar í Domino's deildum karla og kvenna. Fjölnir fellur úr Domino's deild karla og Höttur, efsta lið 1. deildar, tekur sæti þeirra. Þór Ak., sem er í ellefta og næstneðsta sæti Domino's deildarinnar, heldur því sér uppi. Grindavík fellur úr Domino's deild kvenna og Fjölnir kemur í þeirra stað. Síðasti leikir körfuboltatímabilsins fóru fram á föstudaginn var. Eftir það var keppni frestað og henni hefur nú verið hætt. Í yfirlýsingu KKÍ segir að ákvörðunin hafi verið erfið og hún muni eflaust hafa mikil áhrif á fjárhag félaganna og sambandsins sem verða af miklum tekjum. Þar kemur einnig fram að óvissa sé hvenær samkomubanninu hér á landi ljúki sem og um stöðu erlendra leikmanna; hvort og þá hvaða leikmenn gætu snúið aftur til Íslands þegar ástandið batnar. Þá sé ekki vitað hversu alvarleg áhrif kórónuveirunnar verði. Yfirlýsingu KKÍ í heild sinni má lesa með því að smella hér. Í niðurlagi hennar segir: Niðurstaða stjórnar KKÍ við það ástand sem við blasir er því að ekki verður keppt frekar á keppnistímabilinu 2019/2020. Einnig samþykkti stjórn KKÍ eftirfarandi á fundi sínu, miðvikudaginn 18. mars 2020: 1. Enginn Íslandsmeistari verður krýndur tímabilið 2019/2020. 2. Sú niðurstaða sem deildarkeppni Domino’s deilda og 1. deilda hefur þegar gefið okkur ræður. - Fjölnir fellur niður í 1. deild karla. - Valur er deildarmeistari Domino’s deildar kvenna og Fjölnir deildarmeistari 1. deildar kvenna. 3. Núverandi stöðutafla er lokastaða Domino’s deilda og 1. deilda tímabilið 2019/2020. Það þýðir að: - Stjarnan er deildarmeistari Domino’s deildar karla. - Höttur er deildarmeistari 1. deildar karla og vinnur sér sæti í Domino’s deildinni tímabilið 2020/2021. Engin frekari breyting verður á Domino’s deild karla. - Grindavík fellur úr Domino’s deild kvenna. Fjölnir er deildarmeistari 1. deildar kvenna og vinnur sér sæti í Domino’s deildinni tímabilið 2020/2021. Engin frekari breyting verður á Domino’s deild kvenna. Vegna þeirra aðstæðna sem uppi eru og hafa stuðlað að ótímabærum lokum keppnistímabilsins 2019/2020 má ljóst vera að mörg félög muni lenda í fjárhagsvanda vegna talsverðs tekjumissis. Það sama mun gilda um fjárhag KKÍ. Það verður verðugt verkefni allra hlutaðeigandi að takast á við þann vanda. Stjórn og starfsmenn KKÍ vilja að lokum þakka aðildarfélögum sínum innilega fyrir sýnda biðlund og mikinn skilning á við þessar erfiðu aðstæður sem uppi eru. Við óskum ykkur alls hins besta í framhaldinu. Áfram körfubolti. Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að hætta keppni á Íslandsmótinu 2019-20 vegna kórónuveirufaraldursins. Engir Íslandsmeistarar verða því krýndir þetta tímabil. Stjarnan og Valur eru deildarmeistarar í Domino's deildum karla og kvenna. Fjölnir fellur úr Domino's deild karla og Höttur, efsta lið 1. deildar, tekur sæti þeirra. Þór Ak., sem er í ellefta og næstneðsta sæti Domino's deildarinnar, heldur því sér uppi. Grindavík fellur úr Domino's deild kvenna og Fjölnir kemur í þeirra stað. Síðasti leikir körfuboltatímabilsins fóru fram á föstudaginn var. Eftir það var keppni frestað og henni hefur nú verið hætt. Í yfirlýsingu KKÍ segir að ákvörðunin hafi verið erfið og hún muni eflaust hafa mikil áhrif á fjárhag félaganna og sambandsins sem verða af miklum tekjum. Þar kemur einnig fram að óvissa sé hvenær samkomubanninu hér á landi ljúki sem og um stöðu erlendra leikmanna; hvort og þá hvaða leikmenn gætu snúið aftur til Íslands þegar ástandið batnar. Þá sé ekki vitað hversu alvarleg áhrif kórónuveirunnar verði. Yfirlýsingu KKÍ í heild sinni má lesa með því að smella hér. Í niðurlagi hennar segir: Niðurstaða stjórnar KKÍ við það ástand sem við blasir er því að ekki verður keppt frekar á keppnistímabilinu 2019/2020. Einnig samþykkti stjórn KKÍ eftirfarandi á fundi sínu, miðvikudaginn 18. mars 2020: 1. Enginn Íslandsmeistari verður krýndur tímabilið 2019/2020. 2. Sú niðurstaða sem deildarkeppni Domino’s deilda og 1. deilda hefur þegar gefið okkur ræður. - Fjölnir fellur niður í 1. deild karla. - Valur er deildarmeistari Domino’s deildar kvenna og Fjölnir deildarmeistari 1. deildar kvenna. 3. Núverandi stöðutafla er lokastaða Domino’s deilda og 1. deilda tímabilið 2019/2020. Það þýðir að: - Stjarnan er deildarmeistari Domino’s deildar karla. - Höttur er deildarmeistari 1. deildar karla og vinnur sér sæti í Domino’s deildinni tímabilið 2020/2021. Engin frekari breyting verður á Domino’s deild karla. - Grindavík fellur úr Domino’s deild kvenna. Fjölnir er deildarmeistari 1. deildar kvenna og vinnur sér sæti í Domino’s deildinni tímabilið 2020/2021. Engin frekari breyting verður á Domino’s deild kvenna. Vegna þeirra aðstæðna sem uppi eru og hafa stuðlað að ótímabærum lokum keppnistímabilsins 2019/2020 má ljóst vera að mörg félög muni lenda í fjárhagsvanda vegna talsverðs tekjumissis. Það sama mun gilda um fjárhag KKÍ. Það verður verðugt verkefni allra hlutaðeigandi að takast á við þann vanda. Stjórn og starfsmenn KKÍ vilja að lokum þakka aðildarfélögum sínum innilega fyrir sýnda biðlund og mikinn skilning á við þessar erfiðu aðstæður sem uppi eru. Við óskum ykkur alls hins besta í framhaldinu. Áfram körfubolti.
Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira