Bankarnir geta fengið krónur eins og þeir geta í sig látið Heimir Már Pétursson skrifar 18. mars 2020 19:30 Seðlabankastjóri kynnti í dag að að bankinn muni tryggja að viðskiptabankarnir geti fengið eins mikið af krónum og þeir geti í sig látið. Vísir/Sigurjón Seðlabankastjóri segir að bankinn muni tryggja að viðskiptabankarnir geti fengið eins mikið af krónum og þeir geti í sig látið. Gjaldeyrisforðinn sé gríðarlega öflugur, bankarnir standi vel og geti auðveldlega endurfjármagnað allar skuldir ferðaþjónustunnar ef á þurfi að halda. Peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði meginvextir í 1,75 prósent í dag og fjármálastöðugleikanefnd losaði um 60 milljarða í bönkunum með því að afnema sparnaðarskyldu þeirra til sveiflujöfnunar. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að með þessu aukist svigrúm bankanna til nýrra útlána og breytinga lána til heimila og fyrirtækja um 60 milljarðar og verði í heild um 350 milljarðar. „Allir bankarnir eru mjög vel fjármagnaðir. Þeir eru með mjög mikið af lausafél. Við, Seðlabankinn, erum banki bankanna og við munum tryggja að þeir geti fengið eins mikið af krónum og þeir geta í sig látið,“ segir Ásgeir. Færri stólar voru fyrir gesti á fundi Seðlabankans í morgun vegna Covid119 og þess gætt að breytt bil væri milli þeirra.Vísir/Sigurjón Þannig geti bankarnir auðveldlega endurskipulagt allar skuldir ferðaþjónustunnar ef á þurfi að halda og komið vel til móts við heimili sem lendi í tímabundnum erfiðleikum vegna Covid19 veirunnar. „Þeir hafa alveg fullt svigrúm til að geta endurskipulagt skuldir ferðaþjónustunnar ef á þarf að halda,“ segir seðlabankastjóri. Aðgerðirnar miði hins vegar ekki að því að bankarnir maki krókinn. „Sveiflujöfnunaraukinn er lækkaður með því skilyrði eða með þeim væntingum að það verði engar arðgreiðslur úr bönkunum.“ Þetta eru mjög ákveðin skilaboð frá Seðlabankanum? „Mjög ákveðin skilaboð já,“ segir Ásgeir. Vænta megi frekari tíðinda frá hinum nýja Seðlabanka með sameiningu við fjármálaeftirlitið á næstu vikum og mánuðum. „Við erum bara rétt að byrja. Það hefur átt sér stað gríðarleg þróun erlendis, hvernig seðlabankar hafa verið að beita sér. Og við erum eiginlega ekki búin að gera neitt af því sem þeir hafa verið að gera,“ segir Ásgeir. Vextir séu víða komnir í núll en hér séu þeir enn 1,75 prósent og því svigrúm til lækkunar og bankinn hafi fjölda annarra tækja til að vinna gegn niðursveiflunni. Seðlabankinn Íslenskir bankar Íslenska krónan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Krónan sunkað um tíu prósent frá áramótum Jón Bjarki Bentsson segir að þetta verði erfitt ár en það eru jákvæðir þættir sem vert er að horfa til. 17. mars 2020 14:52 Seðlabankinn boðar tíðindi í fyrramálið Sex dagar eru liðnir síðan Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um hálft prósentustig en þeir eru í dag 2,25% og hafa aldrei verið lægri. 17. mars 2020 16:18 Stýrivextir lækka um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. 18. mars 2020 08:01 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Seðlabankastjóri segir að bankinn muni tryggja að viðskiptabankarnir geti fengið eins mikið af krónum og þeir geti í sig látið. Gjaldeyrisforðinn sé gríðarlega öflugur, bankarnir standi vel og geti auðveldlega endurfjármagnað allar skuldir ferðaþjónustunnar ef á þurfi að halda. Peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði meginvextir í 1,75 prósent í dag og fjármálastöðugleikanefnd losaði um 60 milljarða í bönkunum með því að afnema sparnaðarskyldu þeirra til sveiflujöfnunar. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að með þessu aukist svigrúm bankanna til nýrra útlána og breytinga lána til heimila og fyrirtækja um 60 milljarðar og verði í heild um 350 milljarðar. „Allir bankarnir eru mjög vel fjármagnaðir. Þeir eru með mjög mikið af lausafél. Við, Seðlabankinn, erum banki bankanna og við munum tryggja að þeir geti fengið eins mikið af krónum og þeir geta í sig látið,“ segir Ásgeir. Færri stólar voru fyrir gesti á fundi Seðlabankans í morgun vegna Covid119 og þess gætt að breytt bil væri milli þeirra.Vísir/Sigurjón Þannig geti bankarnir auðveldlega endurskipulagt allar skuldir ferðaþjónustunnar ef á þurfi að halda og komið vel til móts við heimili sem lendi í tímabundnum erfiðleikum vegna Covid19 veirunnar. „Þeir hafa alveg fullt svigrúm til að geta endurskipulagt skuldir ferðaþjónustunnar ef á þarf að halda,“ segir seðlabankastjóri. Aðgerðirnar miði hins vegar ekki að því að bankarnir maki krókinn. „Sveiflujöfnunaraukinn er lækkaður með því skilyrði eða með þeim væntingum að það verði engar arðgreiðslur úr bönkunum.“ Þetta eru mjög ákveðin skilaboð frá Seðlabankanum? „Mjög ákveðin skilaboð já,“ segir Ásgeir. Vænta megi frekari tíðinda frá hinum nýja Seðlabanka með sameiningu við fjármálaeftirlitið á næstu vikum og mánuðum. „Við erum bara rétt að byrja. Það hefur átt sér stað gríðarleg þróun erlendis, hvernig seðlabankar hafa verið að beita sér. Og við erum eiginlega ekki búin að gera neitt af því sem þeir hafa verið að gera,“ segir Ásgeir. Vextir séu víða komnir í núll en hér séu þeir enn 1,75 prósent og því svigrúm til lækkunar og bankinn hafi fjölda annarra tækja til að vinna gegn niðursveiflunni.
Seðlabankinn Íslenskir bankar Íslenska krónan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Krónan sunkað um tíu prósent frá áramótum Jón Bjarki Bentsson segir að þetta verði erfitt ár en það eru jákvæðir þættir sem vert er að horfa til. 17. mars 2020 14:52 Seðlabankinn boðar tíðindi í fyrramálið Sex dagar eru liðnir síðan Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um hálft prósentustig en þeir eru í dag 2,25% og hafa aldrei verið lægri. 17. mars 2020 16:18 Stýrivextir lækka um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. 18. mars 2020 08:01 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Krónan sunkað um tíu prósent frá áramótum Jón Bjarki Bentsson segir að þetta verði erfitt ár en það eru jákvæðir þættir sem vert er að horfa til. 17. mars 2020 14:52
Seðlabankinn boðar tíðindi í fyrramálið Sex dagar eru liðnir síðan Seðlabankinn lækkaði stýrivexti um hálft prósentustig en þeir eru í dag 2,25% og hafa aldrei verið lægri. 17. mars 2020 16:18
Stýrivextir lækka um 0,5 prósentur Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. 18. mars 2020 08:01